Eigið fé Icelandair var hreinsað út af fyrri "eigendum"

Bankaræningjarnir Jón Ásgeir í Bónusi, Pálmi í Iceland Express og Hannes Smárason létu það verða sitt fyrsta verk eftir að þeir komust yfir FL-Group á sínum tíma, að skipta félaginu upp og selja einingar út úr móðurfélaginu, skuldsett upp fyrir rjáfur, en breyttu móðurfélaginu í fjárfestingarfélag, enda var félagið sterkt og eigið fé þess mikið.

Á undraskömmum tíma voru þeir félagar búnir að soga alla sjóði, sem fyrir voru í samsteypunni, í eigið brask, gífurlegan persónulegan kostnað sem færður var á félagið og arðgreiðslur til sjálfra sín, en steyptu félaginu sjálfu í gjaldþrot á fáeinum árum.

Nú á Icelandair í miklum rekstrarerfiðleikum vegna þeirrar gífurlegu skuldabyrði, sem fylgdi með félaginu til nýrra eigenda, þótt sjálfur flugreksturinn gangi vel og standi undir sér sem slíkur.  Öll félög sem til voru í landinu og voru rík af sjóðum, hrifsuðu þessir og aðrir bandittar til sín og hreinsuðu út alla sjóði sem hægt var að koma höndum yfir.  Nægir að benda á til viðbótar við FL-group, Eimskip, Sjóvá, VÍS, bankana o.fl., o.fl.

Það voru víðar framin rán, en í bönkunum á árum útrásarglæpaáranna.


mbl.is Icelandair á athugunarlista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslendingar verða að bjarga Icelandair! Þetta félag hefur verið okkar stolt í tugir ára og er enn. Það þarf að flengja þjófana þrjá opinberlega og taka allt af þeim.

Lúðvík Karl Friðriksson (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 13:52

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Icelandair mun vonandi klóra sig fram úr sínum erfiðleikum, en til þess þarf það öll þau viðskipti sem möguleg eru frá Íslendingum.  Hins vegar er athyglisvert að Pálmi Haraldsson náði að skjóta Iceland Express, skuldlitlu, undan þrotabúi Fons og rekur það félag núna eins og ekkert hafi í skorist og að því er manni sýnist með miklum og góðum viðskiptum íslenskra ferðalanga.

Axel Jóhann Axelsson, 3.5.2010 kl. 13:56

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þingmenn Hreyfingarinnar settu saman lista að þeim kollegum sínum, sem þeir vildu losna úr sölum Alþingis, svo allt yrði betra á Nýju Íslandi.

Sá listi hefur eflaust ekki verið gerður með þjóðarhag í huga, vegna þess að þá hefði Hreyfingin birt lista þeirra útrásarvíkinga sem enn mergsjúga íslenska alþýðu og fylgifiska þeirra og beðið almenning að forðast viðskipti við þá.

Ég veit ekki hvernig sá listi liti út alveg tæmandi, en ég skal byrja........ svo geta aðrir bætt á hann.

Jón Ásgeir Jónsson Hagar/Baugur, Bónus Hagkaup 10-11 Útilíf og fleiri verslanir, Stöð2 og aðrar sjónvarpsstöðvar 365 miðla.

Björgólfur Thor Björgólsson Nova

Pálmi Haraldsson í Fons Icelandic Express

Ólafur Ólafsson Samskip (Landflutningar-Samskip)...............................

Kristinn Karl Brynjarsson, 3.5.2010 kl. 14:19

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta eru allt saman blómstrandi fyrirtæki núna, sem bankaræningjarnir eru búnir að ná undir sig, eða eru í þann veginn að endurheimta, með hjálp nýju bankanna.  Svona er Ísland í dag, eins og maðurinn sagði.

Axel Jóhann Axelsson, 3.5.2010 kl. 14:23

5 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þó að allir ofangreindir verði dæmdir til fangelsisvistar og sæti eignaupptöku, þá mun ekkert þessara fyrirtækja hverfa úr eign þeirra.

Á meðan þeir afplána helming til tvo þriðju refsingarinnar, þá munu þessi fyrirtæki vera áfram í rekstri undir stjórn ættingja og samstarfsmanna þeirra, þangað til að þeir ljúka sinni afplánun og koma aftur út í samfélagið, með "hreint" borð, enda búnir að taka út sína refsingu.

Við lifum á skelfingartímum. Fjármálakerfið, tveir af þremur stóru bankana eru í eign "drauga", þ.e. eignarhald þeirra fæst ekki uppgefið. Fólki er sagt að halda ró sinni, af Gylfa Magg og Steingrími, því að skilanefndirnar eru með þetta undir "control" og enginn komist í stjórn bankana nema með samþykki FME.

Skildu skilanefndirnar fylgjast t.d. með því hverjir hringja í stjórnendur bankana? Það veit væntanlega enginn nema stjórnendur bankana við hverja þeir tala dagsdaglega. Sú "fullyrðing" að bakvið margar kröfur í bankana, sé útrásarvíkingar með "Tortolapeninga" er orðin mjög lífsseig.

Ég sá frétt um helgina að Íslandsbanki ætlaði að opna skrifstofu í New York. Núna er svo sagt að stórhluti kröfuhafa í þann banka séu Bandarískir vogunnarsjóðir. Dettur virkilega engum í hug að þar gætu verið tengsl á milli?

Kristinn Karl Brynjarsson, 3.5.2010 kl. 14:50

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Fyrsta skrefið er væntanlega að opna skrifstofu, svo hlýtur að koma að opnun útibús með tíð og tíma.  Miðað við ofuráherslu stjórnvalda á að gera íslenska skattgreiðendur ábyrga fyrir Icesavereikningum í Bretlandi og Hollandi, þá verður þetta hugsanlega útibú í Ameríku, svo og önnur sem hugsanlega verða opnuð í öðrum löndum, einnig á ábyrgð skattaþræla hérlendis.

Framtíðin er björt fyrir "draugabankana" í skjóli almennings á Íslandi.

Axel Jóhann Axelsson, 3.5.2010 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband