Allt á hvolfi í Samfylkingunni vegna launa seðlabankastjóra

Nú er auðséð, að allt er komið upp í loft innan Samfylkingarinnar vegna þeirrar tillögu Láru Júlíusdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar í stjórn Seðlabankans, að hækka laun Más Guðmundssonar, sérstaks seðlabankastjóra Samfylkingarinnar, um 400 þúsund krónur á mánuði.

Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur skorað á Láru að draga tillöguna til baka, enda eigi enginn embættismaður að hafa hærri laun en forsætisráðherra Samfylkingarinnar og áður hafði Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sent Má sjálfum opið bréf á Pressunni, þar sem hann skoraði á hann að þiggja ekki þessa launahækkun, sem Samfylkingarkonan Lára vill endilega neyða upp á hann.

Mörður setur það í ákvörðunarvalds Más, að þiggi hann launahækkunina, neyðist Samfylkingin til að reka fulltrúa sína tvo úr stjórn Seðlabankans og biður Mörður þess lengsrta orða, að til þess þurfi ekki að koma, því þessir fulltrúar séu svo sannir og dyggir Samfylkingarmenn, að það væri alveg synd að Samfylkingin neyddist til að reka þá.

Samsull Samfylkingarinnar í þessu máli er svo mikið, að ekki verður komist hjá því að nefna flokkinn svo oft á nafn í stuttum pistli, að ástæða er til að biðja viðkvæmt fólk afsökunar á því, en ekki þykir skrifara samt ástæða til að axla sérstaka ábyrgð þess vegna.


mbl.is Skorar á Láru að draga tillögu til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hér þarf ekkert að afsaka, þetta er allt ein iðandi ormagryfja

Finnur Bárðarson, 3.5.2010 kl. 16:49

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Svínaríið heldur áfram.

Þráinn Jökull Elísson, 3.5.2010 kl. 17:28

3 identicon

Það hefur bara aldrei verið munur á Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum.  Sömu vinnubrögðin halda áfram.

itg (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 18:16

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Samfylkingin skánar ekkert þó svo að formaður hennar sitji sveittur við siðaregluskrif og fyrirskipti stofnun umbótanefndar.

Samfylkingin skánar ekkert þó hún reyni í gríð og erg þvo af sér svokallaðan "Blairisma", sem að slysaðist þangað inn árið 2007, að sögn Jóhönnu. Sú óværa sem Jóhanna kallar "Blairisma" var nú sest að í flokknum fyrir kosningar 2003.

Bendi þeim áhuga hafa, áð að lesa blogg hjá mér þar sem upp velt, hvort við stæðum eitthvað betur hefði það tekist 2003, sem stefnt var að með því að sækja úr stóli borgarstjóra IGS og gera hana að "forsætisráðherraefni" flokksins.

Kristinn Karl Brynjarsson, 3.5.2010 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband