Linnir skattahækkanabrjálæðinu eða ekki?

Þegar stöðugleikasáttmálinn var undirritaður í júní í fyrra lofaði ríkisstjórnin því, að fjárlagahallanum yrði náð niður á þrem árum og skyldi 45% af honum fjármagnaður með hækkun skatta og 55% skyldu nást með niðurskurði ríkisútgjalda.

Á árunum 2009 og 2010 hafa skattar verið hækkaðir svo mikið, að samkvæmt loforði stjórnarinnar mun ekki verða hægt að hækka skatta meira á næstu árum, heldur verður að ná halla áranna 2011 - 2013 niður með sparnaði í ríkisrekstrinum.  Um þetta hafa aðilar vinnumarkaðarins marg oft gefið yfirlýsingar, þ.e. að allar þær skattahækkanir, sem um hafi verið rætt við gerð stöðugleikasáttmálans séu þegar komnar fram og gott betur.

Jóhanna Sigurðardóttir sagði í sjónvarpsfréttum nýlega, að nú væri unnið að fjárlögum fyrir árið 2011 og þar væri unnið út frá þeirri hugmynd að helmingur hallans á því ári yrði fjármagnaður með enn meiri skattahækkunum og aðeins helmingurinn með sparnaði.  Strax við þessa yfirlýsingu var augljóst, að ríkisstjórninni dettur ekki í hug að standa við gerða samninga og það sem verra er, er að almenningur mun ekki þola frekari skattahækkanir á næstu árum.  Brjálæðið er orðið nóg í því efni, nú þegar.

Í dag sagði Steingrímur J. á Alþingi, að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um hvernig halla næsta árs yrði mætt opg sagði engar ákvarðanir hafa verið teknar, s.s. hvort skattar verði hækkaðir frekar.

Það verður að teljast með ólíkindum hvernig ráðherrarnir tala alltaf út og suður og í allar áttir, en engin leið er að vita hver þeirra segir satt og hver ekki. 

Líklega vita þeir það ekki einu sinni sjálfir.


mbl.is Stefnir í 100 milljarða kr. halla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvað gerðist nafni, af hverju hvarf bloggið þitt um tíma? Getgátur voru uppi á blogginu um að búrkugreinin hefði farið illa í einhverja ritskoðunaraðdáendur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.4.2010 kl. 17:05

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nei, nei, þetta gerðist fyrir fikt í sjálfum mér í stjórnborðinu.  Einhvern veginn lokaði ég fyrir sjálfan mig og kunni ekkert að laga það aftur.  Bloggmeistarar mbl.is löguðu þetta svo fyrir mig, svo nú er allt komið í sama horf og áður.

Búrkugreinin getur varla hafa farið illa í nokkurn mann, nema hann væri þá kvennakúgari sjálfur.

Axel Jóhann Axelsson, 26.4.2010 kl. 17:10

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er gott að þú sér kominn aftur í samband og að þetta var ekki alvarlegra.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.4.2010 kl. 17:16

4 Smámynd: eysi

Vel orðað, svo sammála þér.

Eins og staðan er í dag þarf maður að vinna ca 60 % af vinnutímanum fyrir ríkið og  restin er fyrir sjálfann mann.

ATH þessi tala fæst með því að reikna með tekjuskatt, neysluskatta og verðbólgu.

eysi, 26.4.2010 kl. 17:47

5 Smámynd: Elias  h Gudmundsson

eysi.

Hver er ríkið?

Elias h Gudmundsson, 26.4.2010 kl. 23:41

6 Smámynd: eysi

Það er almenningur.. málið er bara að almenningur er ekki að fá það sem hann borgar fyrir útaf spillingu

eysi, 27.4.2010 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband