Banna þarf búrkur og blæjur

Trúarbrögðin skiptast í alls kyns söfnuði og iðkar hver trúboðið eftir eigin geðþótta og túlka trúarritin á svo mismunandi hátt, að varla er hægt að greina að um söfnuði af sömu trú sé að ræða.

Kóraninn segir ekkert um að konur skuli hylja andlit sín á almannafæri, en vegna karlaveldisins í múslimalöndum, hafa einhverjir á leiðinni frá Múhameð til nútímans, komið á þeirri viðbótarundirokun kvenna, að skylda þær til að ganga með andlitsblæjur eða jafnvel í búrkum sem hylja líkamann frá toppi til táar og aðeins er net í augnhæð, sem konurnar geta skoðað heiminn í gegnum.  Líklega eru þessir öfgar sprottnir af þeirri boðun Múhameðs að konur skyldu hylja hár sitt, en vegna afbrýðissemi karlanna hefur þeim dottið blæjan og búrkan í hug, sem vörn gegn því að aðrir karlmenn gætu dáðst að konum þeirra og dætrum, enda ákveða feðurnir hverjum dæturnar skuli giftar.

Belgar hafa nú bannað blæjur og búrkur á almannafæri og Frakkar eru í þann mund að fylgja því fordæmi.  Ekki er það vegna þess að svo margar múslimakonur séu neyddar til þess að bera þessa ömurlegu búninga, heldur til að hjálpa þeim að aðlagast evrópsku samfélagi, sem karlarnir vilja í mörgum tilfellum meina þeim að gera.

Áður en blæjur og búrkur fara að sjást á götum hérlendis verður Alþingi að setja lög sem banna þennan kúgunarklæðnað, enda á hérlendis að ríkja fullt jafnrétti karla og kvenna, en konur sem neyddar eru í þessa búninga verða alltaf afskiptar.

Alþingi þarf að bregðast við nú þegar og sýna fyrirhyggju, en á það hefur skort í mörgum málum.  Of seint er að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið ofan í hann. 

Það er líka allt of vel þekkt, að of seint er að bjarga bönkum, eftir að þeir hafa verið rændir inanfrá.


mbl.is Ver bann við blæjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott hjá þér að nefna þetta Axel, og vonandi verður þessari færslu ekki eytt eins og venjulega þegar einhver tjáir sig um islam hér ? Skora líka á fólk sem lítur hér inn, að líta á myndbandslinkinn hér líka :http://www.youtube.com/watch?v=NQOCcx5V9RI

conwoy (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 19:34

2 Smámynd: Elias  h Gudmundsson

Er þá ekki verið að brjóta á trúfrelsi manna? Það setndur til dæmis í biblíunni að samkynhneigð sé viðbjóður. Villt þú þá ekki láta banna samkynhneygð?

Þið boðberar frelsis, viljið bara frelsið þegar það hentar ykkur.

Elias h Gudmundsson, 25.4.2010 kl. 19:55

3 Smámynd: Elias  h Gudmundsson

Ég er miklu hlynntari því að banna trúarbrögð, öll með tölu, enda allt sama vitleysan eins og dæmin sanna.

Elias h Gudmundsson, 25.4.2010 kl. 19:57

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Elías, þetta er tómt rugl hjá þér, því hvergi í Kóraninum er fyrirskipað að konur skuli hylja adlit sitt á almannafæri.  Þessi kvennakúgun er því ekki hluti af trúnni, heldur er þetta einungis kúgunartæki karla til að ráðskast með konur sínar.  Það er því ekkert verðir að abbast upp á múslimatrú, þó þetta verði bannað, enda hlýtur að mega ætlast til þess að þeir sem setjast að á vesturlöndum, lagi sig að þeirri menningu sem þar ríkir, alveg eins og vesturlandamenn verða að gera, ef þeir flytja t.d. til mið-austurlanda.

Tímarnir breytast og mennirnir með og það sem þótti viðbjóður fyrir tvöþúsund árum þykir sjálfsagt mál í dag.  Ég er algerlega samþykkur því, að samkynhneygðir njóti allra sömu réttinda og aðrir þjóðfélagsþegnar, hvort sem þeir eru rauðhærðir, ljóshærðir eða sköllóttir.

Ég er mikill boðberi frelsis, en það frelsi á ekki að ná til þess að einn geti kúgað annan.  Það sýnist mér þú hins vegar vilja gera, með því að banna fólki alfarið að iðka sína trú.  Það er skoðanakúgun, en blæju- og búrkubann er ekki skoðanakúgun, heldur þvert á móti, barátta gegn kúgun.

Axel Jóhann Axelsson, 25.4.2010 kl. 20:09

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sú staðreynd að í þeim löndum þar sem múslimatrú er hvað sterkust, er krafist þess að allar konur klæðist búrkum og hylji allann líkamann, ætti að duga til þess að við vesturlandabúar getum ætlast til þess af þeim þjóðum að þær virði okkar venjur og siði. Ef konur mega ekki klæðast pilsum og ermalausum bolum hjá þeim, ættu múslimakonur ekki heldur að fá að klæðast búrkum hjá okkur.

Gunnar Heiðarsson, 25.4.2010 kl. 20:13

6 identicon

Svo mikill paradox i framsetningu þinni Axel frjálsi.

Þú villt taka frá konum réttinn að velja sjálfar vegna þess að ÞÚ ert viss um að verið sé að neyða þær til að hafa blæjur.

Hvað hefur þú fyrir þér í því annað en að þér finnist svo?

Jóhanna (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 15:06

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jóhanna, ég hef það fyrir mér í þessu, að ég hef lesið mikið um þessi mál og ennfremur hef ég sjálfur séð hver staða kvenna er í Jemen og styrki reyndar tvær stúlkur þar til náms þar í landi.  Þær ákveða sko alls ekki sjálfar hvort þær komi til með að bera blæjur, heldur er það ákveðið af "fjölskyldunni" og hverjir ætli ráði í fjölskyldunum, aðrir en karlarnir?

Ég verð nú bara að lýsa undrun minni á því að svona innlegg skuli koma frá konu, því ég hefði nú haldið að þær myndu styðja betur við bakið á undirokuðum konum í heiminum, en þessi athugasemd gefur tilefni til að ætla.

Axel Jóhann Axelsson, 26.4.2010 kl. 15:33

8 Smámynd: Elias  h Gudmundsson

Hvað gerðist með bloggið þitt í gær. Það hvarf.

Trú er af hinu illa, eins og sagan sýnir. Bann við blæjum og búrkum er kúgun, sama hvað þú segir.Ef það á að vera trúfrelsi, þá verður að leyfa þeim að hafa sínar reglur í hvaða söfnuði sem er, ekki bara í hinum kristnu.

Elias h Gudmundsson, 26.4.2010 kl. 15:46

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bloggið hvarf vegna míns eigin fikts í stjórnborðinu, en mér tókst einhvernveginn að loka á sjálfan mig og kunni ekkert að laga það aftur.  Bloggstjórar brugðust vel við og löguðu þetta fyrir mig.  Þetta kennir manni að vera ekki að fikta of mikið.

Varðandi búrkurnar og blæjurnar, þá er fyrirskipun um notkun þeirra hvergi að finna í múslimskum trúarritum og flestir klerkar þeirra andmæla notkun þeirra.  Ekki boða klerkastjórnin og trúarleiðtogarnir í Íran þessa undirokun, enda nota konur þar í landi hvorki búrku eða blæju.  Konur þar nota hins vegar slæðu yfir hárið, enda boðað í Kóraninum og ekkert út á það að setja, það er ekki merki um kúgun af hálfu karla, enda nota konurnar litríkar og fallegar slæður og fylgja tísku í því efni, eins og með annan fatnað.  Búrkan og blæjan eru alls ekki trúartákn, heldur tákn um kúgun og undirokun og gegn slíku verður að berjast með öllum ráðum.

Ef karlmenn tæju upp á því að setja hálsband og ól á eiginkonur sínar og dætur og teymdu þær á eftir sér um götur borgarinnar og segðu jafnvel að einhver trúarleiðtogi, eða prestur, hefði fyrirskipað það, fyndist þér það þá í góðu lagi?

Axel Jóhann Axelsson, 26.4.2010 kl. 16:12

10 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Þetta er vandmeðfarið efni, síðasta umræða um álíka hér í Noregi snerist um hvort múslímskar lögreglukonur ættu að hafa leyfi til að bera "hijab" blæju við einkennisbúninginn á vakt, þessa var óskað af þeim sjálfum að sagt var vegna trúarinnar,hvað svo aftur lá þar að baki er ekki gott að segja,þetta var svo lagt á "ís"ó bili.

  Ég er auðvitað heilshugar sammála Axel hvað varðar orsökina fyrir því að múslímskar konur eru svo huldar klæðum og blæjum að veldur vandræðum hér hjá okkur í hinum vestræna heimi, nefnilega ekkert með kóraninn og sjálfa trúnna að gera, heldur er þetta sprottið út úr karlaveldinu sem ríkir hjá flestum múslímskum samfélögum og firringu ábyrgðar á því að standast freistingar, konurnar eiga nefnilega að bera ábyrgðina á að passa að þeir verði ekki fyrir freistingum.

Við brenndum konur á báli fyrir 5 til 6 öldum síðan, stundum bara ef "geistlegum" reis hold við að ganga framhjá bæjarlæknum meðan konur voru við þvotta þar með uppbrett pils og beraða handleggi, hafði ekkert með biblíuna, frelsi eða trúarbrögð það að gera ?

Með stórauknum samskiftum og fólksflutningum, þar sem fólk hugsandi og lifandi á næstum 5 alda ef ekki meiri tímamun í þróun,er að hittast og blanda menningu sinni, er óhjákvæmilegt að árekstrar verði, og þá er besta lausnin sú að gera eins og gert og krafist er í því landi sem þú ert í, óháð trú menningu og öðrum lífsskoðunum, "When in Rome act as Romans" þar með yrðu "okkar" konur (og gera meir eða minna) að dekka yfir sig með blæjum þegar við erum í heimsókn eða setjumst að heima hjá múslímunum, menn og konur ekki neita áfengis osfrv. því það mun taka kynslóðir að nálgast svo mikið í þróun að þetta hverfi af sjálfu sér. 

Við erum öll að þróast en er svoldið hræddur um að við þróumst hægar en okkur fjölgar og það veldur mér þónokkrum áhyggjum.

Góðar Stundir og velkominn tilbaka Axel :)

Kristján Hilmarsson, 26.4.2010 kl. 16:35

11 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Þessi litla setning átti svo að vera með hér á undan, en gerir ekkert kemur hér: Sé samt ekki tilganginn í að "banna" fólki að klæðast hverju sem er (næstum) á almannafæri og í sínum frítíma,svo lengi sem klæðnaðurinn ekki veldur hættu og/eða verulegum óþægindum t.d. við vegabréfa og aðra skilríkjaskoðun, hvað varðar einkennisbúninga, í starfi, skólum og annað álika, gildir auðvitað annað, þar eru og hafa alltaf verið reglur og kröfur um ástand og útlit klæða.

Kristján Hilmarsson, 26.4.2010 kl. 16:52

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Takk fyrir Kristján.  Auðvitað er þetta upphaflega sprottið af því að karlarnir treystu ekki "bræðrum" sínu til að girnast ekki konur sínar og dætur og vegna þess að réttindi þeirra voru og eru sáralítil í flestum múslimaríkjum, var einfaldasta lausnin að láta þær hylja sig frá toppi til táar, svo blessaðir drengirnir færu nú ekki að glápa of mikið á þær.

Þessir kúgarar kenna enda konunum um, ef eitthvað bregður út af í siðferðismálunum og dæmi eru um dóma, þar sem karl sem hélt fram hjá konunni sinni var sýknaður algerlega, en hjákonan grýtt til dauða.  Þetta er allt saman grein af sama kúgunarmeiði og vesturlandabúar eiga alls ekki að láta svona lagað líðast á sínum heimaslóðum.

Hver heldur þú, að hafi skipað lögreglukonunum að biðja "sjálfviljugar" um að fá að bera blæju við búninginn sinn?  Ætli það hafi ekki verið eiginmenn eða feður þessara kvenna?  Alveg má reikna með því, að kona, sem hefur alist upp við það frá barnæsku að hennar framtíð verði þessi og þekkir ekkert annað og hafi vanist því að ganga svona til fara á almannafæri, frá kynþroskaaldri, líði ekkert vel í fyrstu, þegar hún fer að ganga um götur óhulin, en kjósi fólkið að flytja til vesturlanda, þá verður það einfaldlega að semja sig að þeim lögum og reglum, sem gilda í nýja landinu.

Það er engum til góðs, að kúgunarsiðirnir verði látnir óátaldir kynslóð, fram af kynslóð á vesturlöndum, eingöngu í nafni einhvers umburðarlyndis, enda sýnir reynslan í nálægum löndum, að jafnvel þriðju kynslóðar fólk hatar vesturlönd, vesturlandabúa og allt sem vestrænt er, vegna þess að lífið þar fellur ekki að þeim skoðunum, sem það hefur verið alið upp við.

Axel Jóhann Axelsson, 26.4.2010 kl. 17:07

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Vegna viðbótarinnar nr. 12, tek ég alveg undir það, að fólk á almennt að fá að klæða sig sem frjálslegast og eftir eigin smekk, en það á bara ekki við um búrkurnar og blæjurnar og hugsunarháttinn á bak við þann klæðnað.  Á þessum síðustu og verstu hryðjuverkatímum væri ekki álitlegt, ef allir færu að ganga grímuklæddir og í síðum skikkjum hvenær sem þeir færu út úr húsi.  Að ekki sé talað um, að einhver skipaði fólki að klæða sig á þann hátt til að kúga viðkomandi og niðurlægja hann.

Axel Jóhann Axelsson, 26.4.2010 kl. 17:16

14 Smámynd: Finnur Bárðarson

Bæði Kóraninn og Biblían eru stórmerkileg rit. Hvernig mannskepnan hefur síðan túlkað það sem þar stendur eftir sínu höfði og til að réttlæta kúgun, er hins vegar sorgarsaga.

Finnur Bárðarson, 26.4.2010 kl. 17:46

15 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 Þú segir m.a. Axel: "en það á bara ekki við um búrkurnar og blæjurnar og hugsunarháttinn á bak við þann klæðnað" og það er einmitt hugsunarhátturinn á bakvið sem gerir allann muninn, ef ég eða þú förum á grímuball í "burka" þá erum við að skemmta okkur, en hugsunin bak við það að einhver verði að klæðast þessu plaggi er það alvarlega í þessu öllu saman, hvað varðar stúlkur og konur sem "óska" þess að fá að bera þennann búnað vegna hefða og trúar sinnar, þá er þetta því miður innrætt í kynslóðir og ekki einfalt að söðla um á einni nóttu, þar koma mínar efasemdir um bannið, en eins og ég sagði í upphafi þetta er mikil áskorun fyrir okkur, öll þessi öra menningarblöndun sem á sér stað í heiminum í dag.

Kristján Hilmarsson, 26.4.2010 kl. 18:00

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þeir múslimar sem ég hef haft kynni af, eru elskulegasta og besta fólk, og þannig er almenningur í þessum löndum, þó innanum séu öfgamenn, eins og gerist líka meðal kristinna, þó líklega séu múslimsku öfgamennirnir öllu herskárri og bardagafúsari fyrir sína trú.

Það sem aðallega háir þessu fólki í a.m.k. fátækari múslimalöndunum er fátækt og menntunarleysi ásamt árhundraða innrætingu á stöðu konunnar og því að karlinn eigi að vernda fjölskylduna og ekki síður heiður ættarinnar.  Ekkert mun breyta þessu, annað en aukin menntun og þá sérstaklega aukin menntun kvenna, en samt mun auðvitað taka einhverjar kynslóðir að breyta þessu.

Til að forðast allan misskilning er ég ekki að amast við kuflunum, sem kvenfólkið klæðist víða, eða höfuðklútunum, aðeins búrkunum og andlitsblæjunum, sem eru ekkert annað en tákn um yfirráð karlsins yfir kvenfólkinu.

Bann við þessum kúgunarklæðum á vesturlöndum getur ekki orðið til annars en góðs og jafnvel til að rétta stöðu múslimakvennanna örlítið.

Axel Jóhann Axelsson, 26.4.2010 kl. 19:49

17 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Já auðvitað, það er ekki málið, enda hef ég ekki séð snefil af alhæfingum í þessu spjalli hjá þér, nei maður vildi svo gjarnan sjá þau yfirgefa fortíðina og nálgast okkar tíma svoldið hraðar en raunin er.

 Og hvað varðar skoðanir þína á að banna blæjur og búrka þá allavega skildi ég þig þannig Axel að þetta ætti aðeins að gilda þessi "hyljandi" plögg, reikna með að aðrir hafi gert það lika, hvað varðar skort á menntun og almennri fræðslu þá er það vel þekkt hér í Noregi að í sumum múslímskum samfélögum (hér til lands) er ekki óalgengt að neita konunum að læra norsku líklega til að tefja fyrir að þær kynnist og læri um réttindi sín í vestrænu landi, en þetta er sem betur fer hverfandi, svo það eru margar vígstöðvar að kljást á í viðbót við þær táknrænu sem "burkan" er

Kristján Hilmarsson, 26.4.2010 kl. 21:34

18 identicon

Ég  held  að   málið  snúist  ekki  alvarlega  um  slæðuna  heldur  tvær  tegundir   af    pokabúnaði  múslímakvenna,  nefnilega   ,,búrku"  og  ,,niqab" .   Búrkan  hylur  andlitið  algjörlega  en  augun  sjást  í  Niqab  búningnum.    Það  er  ,,búrkan"  sem  hefur  verið  notuð  mikið  við  búðarrán,  bankarán  og  önnur   afbrot   til  að  villa  á  sér  heimildir,  en  báðir  þessir   búningar  skapa  mikla  hættu  fyrir   aðra  vegfarendur,  ef   fólk  fer  undir  stýri  í  þeim.  ÞESSAR  TEGUNDIR  ÆTTI  AUÐVITAР AР HARÐBANNA!

Búrkan  og  Niqab  eru  hlutar  af  íslamskri  menningu  frá   Arabíuskaganum  og   staðfest  í  Kóraninum:

Qur'an 033:059 „Spámaður! Segið konum ykkar og dætrum og öllum Múslímakonum að klæðast skikkjum yfir allan líkamann (hylja sjálfar sig algerlega nema að því er varðar annað eða bæði augun, til að sjá til vegar). Það er betra."

Belgía  og   Búrkan.  Því  miður   þá  sprakk  ríkisstjórnin  í  Belgíu  áður  en   Búrkumálið  kom  fyrir  þingið  og   bannið  verður  að  bíða    betri  tíma.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 22:33

19 Smámynd: Eva

Frakkar hafa fullkomið leyfi til þess að setja þau lög sem þeir vilja í sínu landi ... Og fólk má klæða sig eins og það vill, hvort sem það er af trúarlegum ástæðum eða öðrum.

Varðandi kúgun íslamskra kvenna afhverju á það að vera í okkar hlutverki að vera einhverjir bjargvættir þeirra eða annara. Við eigum nóg með að vernda málfrelsi okkar og framtíð barnan okkar... Þið vitið það er allt í góðu að vera stoltur Arabi og stoltur African stoltur gyðingur ogsvfrv við eigum að sína trúarbrögðum þeirra og hefðum skilning og vera stillt... En ef ég voga mér að segja að ég elski kynstofninn minn og sé bara fjandi stolt af honum og því sem hann hefur áorkað. Sé tilbúinn berjast fyrir mínum hefðum og hinni norrænu arfleið og seigi kannski eitthvað eins og Nordick Pride ...Þá er ég kölluð rasisti...

Ég er alveg kominn með upp í kok af þessu...

Eva , 27.4.2010 kl. 06:16

20 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eiga vesturlönd þá ekki bara að draga sig algerlega í hlé í heimsmálunum og vera bara ekkert að skipta sér af því sem gerist annarsstaðar, hvort sem það er hungur, drepsóttir eða annað?  Á ekki bara að láta þetta allt saman hafa sinn gang, en vernda eingöngu okkar eigið málfrelsi og framtíð okkar barna, en láta málfrelsi og framtíð annarra barna algerlega afskiptalaust?

Ef foreldrar barna úti í heimi einhversstaðar hafa ekki efni á að mennta börnin sín, sérstaklega stúlkurnar, sem oftar verða útundan, eigum við þá nokkuð að vera að styrkja þau til náms?  Eigum við ekki bara að virða rétt þeirra til að vera fátæk og ómenntuð, en sýna örbirgð þeirra og hefðum skilning, því svona er þetta búið að vera í nokkur hundruð ár?

Axel Jóhann Axelsson, 27.4.2010 kl. 08:38

21 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Eva ! auðvitað máttu meina það sem þú vilt, ég get verið svo ósammála þér sem mögulegt er, en ver jafnframt rétt þinn til að meina það sem þú meinar, en þú verður þar með  þola gagnrýnina líka, jafnvel vera kölluð "rasisti" en það veit auðvitað enginn nema þú sjálf hvort þú ert.

En þú ert komin svoldið út yfir efnið með akkúrat þessu, staðsetur "þá" þarna og "okkur" hér, þetta er bara ekki svona einfalt, þó Ísland hafi hingað til sloppið við að hafa  stórann hluta þjóðarinnar sem múslíma,  þá mun það breytast og það er ekki langt þangað til, og þá er ekki lengur hægt að stinga hausnum í "þjóðernissandinn" og segja "Varðandi kúgun íslamskra kvenna afhverju á það að vera í okkar hlutverki að vera einhverjir bjargvættir þeirra eða annara. Við eigum nóg með að vernda málfrelsi okkar og framtíð barnanna okkar... " því allt í einu eru múslímsku börnin og konurnar orðnar börnin "okkar" og þú og aðrir verða að taka alvöru afstöðu, en ekki þetta klisjulega "þeir" og "við" !!

Þetta er staðreyndin í dag sem næstu nágrannalönd Íslands eru og verða að taka afstöðu til, að maður tali nú ekki um önnur og fjarlægari Evrópulönd sem hafa búið stórinnflutning af múslímum í fleiri áratugi.

Hafandi sagt það, er auðvitað rétt hjá Axel að samtímis því sem við tökum ákvörðanir um lög og reglur varðandi vandamál sem skapast af menningarblöndun í eigin heimalandi, þá eigum við að reyna að hjálpa þeim þjóðum sem eftir eru í jafnréttis og félagsmálum að bæta þar um og þá án þess endilega "troða" öllum okkar lífsstíl upp á þetta fólk.

Kristján Hilmarsson, 27.4.2010 kl. 15:09

22 Smámynd: Eva

Það væri nú bara vel til fundið að vesturlönd drægju sig sem dæmi út úr Afríku hafa ekkert gert þar til sérstaks gagns undanfarnar aldir svo ég geti séð. Svo má alltaf benda á suður ameríku þar hafa nú vesturlönd aldeilis unnið frábært starf eða þannig... Það má líka nefna Palestínu þar eru nú vesturlönd aldeilis að skora og ég gæti haldið áfram endalaust..

En fólk má nátúrulega styrkja hvern þann til náms sem það kýs og er það bara af hinu góða.

En að efninu þær Íslömsku konur sem ég þekki, flestar nota ekki burku en allar nota þær nijab þeim þykir afar vænt um þessa hefð sína og eru stoltar af henni,nijab er til í mörgum útfærslum og sumir hverjar bara mjög smart eða það finnst mér.Ég á þó eina vinkonu sem notar alltaf burku þegar hún fer út úr húsi og getur ekki hugsað sér annað.. Mér dettur ekki til hugar að segja henni hvernig hún á að klæða sig eða ala upp sínar dætur frekar en hún skiptir sér af því hvernig ég el up mína dóttur eða hvernig við klæðum okkur, en auðvitað skiptumst við á skoðunum!

Hérna eru einhverjar myndir af hijab :)

http://www.youtube.com/watch?v=3d-2W7CRUEM

Eva , 27.4.2010 kl. 16:03

23 Smámynd: Eva

Já Kristján ég seigi alltaf það sem ég meina og meina það sem ég seigi.. Ég þoli það alveg að vera kölluð rasisti ég er með ágætlega breitt bak og svoleiðis. Er líka alveg með á hreinu hver og hvað ég er og er ekki.. Eitt finnst mér þó svolítið skondið að aldrei kalla vinir mínir af öðrum uppruna en ég er mig rasist þeim finnst fullkomlega eðlilegt að vera stoltur af uppruna sínum hafa meira segja gaman af sögunum mínum um Óðinn og Víkinga :)

En ég er sammál bæði þér og Axel, þetta er allt saman mjög snúið.. Best væri að öll svona vinna færi fram á jafnréttis grundvelli. Þar sem við forðumst alhæfingar og kúgun, berum virðingu fyrir náuganum og ræðum málin, reynum að mætast á miðri leið , svo er líka bara gott að vera sammála um að vera óssamála. Málfrelsi er undirstaða lýðræðis....

Eva , 27.4.2010 kl. 16:45

24 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki eru allir múslimar ánægðir með stöðu kvenna í sínu samfélagi, eins og sjá má af fréttinni hérna

Axel Jóhann Axelsson, 29.4.2010 kl. 13:56

25 Smámynd: Sigurjón

Sæll Axel.

Það gleður mig að lesa að þú styrkir stúlkur til náms í Yemen.  Menntun er einmitt það sem fólk þarf til að brjótast út úr fátækt og þröngsýni síns þjóðfélags.  Hafðu þökk fyrir það!

Kv. Sigurjón

Sigurjón, 29.4.2010 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband