Hroki og yfirlæti eru aðalsmerki Jóhönnu

Jóhanna Sigurðardóttir hefur tamið sér stjórnunarstíl, sem er hennar aðalsmerki og nánast óbrigðult, en það eru hortugheitin, en hún virðist ekki geta svarað fyrir nokkurt mál, án þess að þessi einkenni hennar komi berlega í ljós.

Á blaðamannafundinum í dag, sagði hún að útgerðarmenn skyldu vita, að hún stjórnaði ekki landinu eftir þeirra hugmyndum  og þeir skyldu sko vita, að engin sátt væri um núverandi fistkveiðistjórnunarkerfi, svo betra væri fyrir þá að halda sér á mottunni.  Þetta sagði hún í tilefni af því, að Alþingi samþykkti svonefnt Skötuselsfrumvarp, sem þó var búið að lofa Samtökum atvinnulífsins að fjallað yrði um það í nefndinni sem nú vinnur að því að reyna að ná sáttum um breytingar á kerfinu.

SA voru búin að lýsa því yfir fyrirfram, að yrði Skötuselsfrumvarpið samþykkt án umfjöllunar nefndarinnar, litu samtökin svo á, að með því væri ríkisstjórnin í raun að segja upp Stöðugleikasáttmálanum, sem hún hefur reyndar aldrei staðið við af sinni hálfu.  Vegna aðalsmerkis síns, hrokans, kýldi Jóhanna frumvarpið í gegnum þingið og þykist svo vera afar undrandi á viðbrögðum SA við svikum ríkisstjórnarinnar í þessu máli, sem öðrum.

Eftir samþykkt frumvarpsins ætla Jóhanna og Steingrímur J. að funda með forystu SA og segjast ætla að fá skýringar á þessum viðbrögðum samtakanna, sem komi þeim algerlega á óvart og þau skilji ekkert í.

Hrokinn og yrfilætið eru söm við sig hjá þessum ráðherrum, enda það eina sem einkennir þá, fyrir utan þreytuna, sem hrjáir þá vegna getuleysisins við að koma fram nokkrum aðgerðum, sem máli skipta fyrir endurreisn efnahagslífsins.


mbl.is Ætla að hitta forustu SA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Að vissu leyti er maður þakklátur fyrir þessa þreytu og þennan hroka í Skattgrími og Lady Gaga, setur án efa meiri pressu á að hér verði aftur kosið innan tíðar og leggur ennfremur drög að því afhroði sem þessir flokkar munu án efa hljóta í sveitastjórnarkosningunum sem eru framundan . . .

Magnús V. Skúlason, 23.3.2010 kl. 14:45

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Magnús, þessu er hægt að vera 100% sammála.

Axel Jóhann Axelsson, 23.3.2010 kl. 14:47

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ríkisstjórnin er að leita málefnis sem hún getur haldið fram sem orsök afsagnar sinnar. Útreiðin í kosningunum um Icesave er ekki slíkt mál. Hins vegar ef Jóhanna getur sagt að LÍÚ hafi fellt stjórnina eða eitthvað álíka bull, munu Sossarnir telja að þeir hafi þó eitthvað sér til varnar í kosningabaráttunni.

Loftur Altice Þorsteinsson, 23.3.2010 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband