Ofstjórn og bannárátta Alþingismanna

Alþingi hefur samþykkt lög, sem banna nektarsýningar og kemur það í beinu framhaldi af því að banna kaup á vændi, þó sala þess sé lögleg,  enda eru þessi bönn hugsuð til að útrýma vændi úr landinu, en það hefur viðgengist hér, sem annarsstaðar, lengur en allra elstu menn muna.  Enginn hefur þó getað sýnt fram á að vændi sé stundað á þessum fáu súlustöðum landsins og hvað þá mansal, sem vitsmunabrekkurnar á Alþingi segja að sé fastur fylgifiskur nakinna kvenna.

Fram að þessu hafa kvennahreyfingar barist hart fyrir því, að konur eigi að ráða líkama sínum sjálfar og þar með að ákveða t.d. hvort þær fari í fóstureyðingu, þegar það hentar, en þegar kemur að því að sýna líamann, þá virðast gilda allt önnur viðhorf og þá þykir sjálfsagt að taka sjálfsákvörðunarréttinn af konunum.

Auðvitað á að berjast hart gegn mansali og öllu sem því fylgir, en hvort konur stundi kynlíf ókeypis, eða gegn greiðslu, eiga þær að fá að ákveða sjálfar, að ekki sé nú minnst á að sveifla sér allsberar í kringum járnstöng, ef einhver hefur áhuga á að horfa á það.  Konurnar eiga að fá að ráða líkama sínum sjálfar á öllum sviðum, ekki bara til að ákveða hvort þær láti fjarlæja úr honum fóstur.

Ofstjórninni og bannáráttunni vex sífellt fiskur um hrygg og nú er komin fram hugmynd í ríkisstjórn um að banna unglingum innan átján ára aðgang að ljósastofum, eins og þESSI frétt sýnir, en þá hugmynd á engin önnur en Álfheiður Ingadóttir og á því þarf enginn að vera hissa.  Líklega verður þetta bann til þess, að ljósabekkir verði vinsælasta fermingargjöfin á næstu árum, nema þeir verði bannaðir í heimahúsum, því opinbert eftirlit þarf jú að hafa með líkömum fólks.

Hvað ætlar þetta bannáráttufólk að láta sér detta í hug næst.


mbl.is Alþingi bannar nektardans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Fáránlegasta bannáráttan felst í því að banna kaup á vændi en ekki sölu á vændi. Ég vil láta banna kaup á fíkniefnum en ekki banna að selja þau og það er alveg jafngáfulegt. Og svo vil ég láta banna fæðingarbletti á líkama fólks, sérstaklega þá bletti sem sjást opinberlega án þess að fækkað sé fötum.

corvus corax, 23.3.2010 kl. 14:51

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Og hér eftir skulu eiginkonur hátta sig í sér herbergi - fara í þykka náttkjóla og vera komnar undir sæng áður en eiginmaðurinn kemur inn í herbergið.

Til þess að forðast óþarfa freistingar skulu konurnar afklæðast í myrkri.

Grínlaust - til hamingju ríkisstjórn - þetta er forgangsröðun sem ekki er hægt að gagnrýna. Enn ein skjaldborgin um heimilin - enn eitt uppbyggingarafrek stjórnarinnar.

Hér með eru greiðsluerfiðleikar þjóðarinnar búnir -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 23.3.2010 kl. 14:57

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Verðuir ekki næsta skref að skipa konunum að klæðast búrkum, svo þessir illa innrættu karlmenn séu ekki alltaf að glápa á þær úti á götu?

Axel Jóhann Axelsson, 23.3.2010 kl. 15:03

4 identicon

Þessir foræðishyggjufroskar vilja banna allt.Nú vill Ömmi ömurlegi og fleiri hans líkar banna að auglýsa allt sem minnir á áfengi.andlega vanæfir og leiðinlegir einstaklingar þar á ferð

Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 15:11

5 identicon

Ég og konan ákváðum að skilja '98. Ég vorkenndi sjálfum mér svo mikið að ég ákvað að leita huggunar á súlustað sem þá var og hét Maxim og var í eigu Geira sem nú á Goldfinger. Þar var mér mörgum sinnum boðið vændi fyrir lokuðum tjöldum af strippurunum sjálfum. Ég þáði það aldrei. Einu sinni keypti ég stelpu til að dansa fyrir mig, hún sagði mér aldrei nafnið sitt en nefndi sig eftir ákv. vinsælli dúkku. Í staðin fyrir að láta hana dansa bað ég hana um að setjast hjá mér og við fórum að spjalla. Ég sagði henni frá skilnaði mínum og það sem ég var að ganga í gegnum. Ég spurði hana hvort hún hefði lent í öðru eins og ég. Það sem hún sagði mér gerði það að verkum að ég fór aldrei aftur inn á súlustað. Ég íhugaði það lengi hvort ég ætti að gera eitthvað, tala við lögguna. Mér finnst eins og ég hafi fengið syndaaflausn með þessu frumvarpi. Þú veist EKKERT um hvað þú ert að tala í þessum pistli.

pps (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 15:12

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég sagði að taka ætti hart á mansali og öllu sem því tengist.  Einnig sagði ég að ekkert slíkt hefði sannast að vera við lýði á súlustöðunum.  Auðvitað er ekki hægt að útiloka neitt, þó það hafi ekki sannast, en ef einhver keyrir bíl fullur, á þá að banna alla bíla.  Ef einhver brýst inn í verslun, á þá að banna allar verslanir, svo þær freisti ekki þjófa.  Ef einhver stelur peningum, á þá að banna alla peninga?  Allt þetta þykir auðvitað fáráðnlegt, en það er bannað að keyra fullur og bannað að stela og þeir sem verða uppvísir að slíku, fá dóma fyrir, jafnvel fangelsi.  Sama á að gilda um vændi og nektarsýningar, ef fólk er neytt út í slíka iðju með hótunum, meðingum eða öðru, á að refsa viðkomandi, enda er slíkt bannað með lögum.

Það þarf ekki að banna kvenfólk þó nauðganir séu algerlega bannaðar með lögum og hörð viðurlög við þeim.

Axel Jóhann Axelsson, 23.3.2010 kl. 15:20

7 identicon

Ég verð að viðurkenna að ég botna stundum ekkert í ykkur öfga hægri mönnum. Sjálfur er ég hægrimaður, sagði skilið við Sjálfstæðisflokkinn vegna málflutnings manna eins og þín. Ég las nýlega góða grein á blogginu um hvernig þið sem haldið að lýðræði sé eitthvað sem þrífst á reglna, eða "boða og banna" eins og þið orðið það, hvernig lýðræðið sé í framkvæmd. Það var eitthvað á þá leið að helst vilja hægri öfga menn rétta nýfæddu barni byssu með skrifuðum skilaboðum inn í framtíðina sem hljóma eitthvað á þessa leið: Frelsi þitt er ótakmarkað og kemur engum við, gjörðu svo vel að skjóta þig þegar þú villt!

pps (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 15:40

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þó ég sé á móti heimskulegum boðum og bönnum, er það langt frá því það sama og vera einhver öfgamaður.

Hinsvegar hef ég ekki séð jafn fáráðlega öfgaþvælu og þessa, sem þú lætur frá þér í athugasemd nr. 7.

Hún segir ekkert um mínar skoðanir, en mikið um þínar eigin.

Axel Jóhann Axelsson, 23.3.2010 kl. 15:48

9 identicon

Kreppa?

Þráinn Bertelsson (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 15:59

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þráinn, þetta eru þau "hagsmunamál" sem forgang hafa á Alþingi þessa dagana. 

Það virðist ekki ríkja önnur kreppa á Alþingi en hugmyndakreppa, sem leiðir af sér algert getuleysi til að leysa úr stærri og meira áríðandi málum.

Axel Jóhann Axelsson, 23.3.2010 kl. 16:07

11 Smámynd: Sigmundur H Friðþjófsson

Sæll Axel

Þessi ríkisstjórn virðist ætla að banna allt milli himins og jarðar.Skattleggja annað sem henni er á móti skapi.Hver á til dæmis að borga kolefnisgjaldið af Eyjafjallajökli.Búið er að hækka eldsneyti á einstaklingum og fyrirtækjum til að minnka mengun á Íslandi.en þá gerist þetta eldgos og áratuga sparnaður á eldsneyti farinn út um gluggann.

Búið að setja lög um ljósabekki.

Búið að banna verkföll.

Búið að banna nektardans.

Ég tel að það gæti ákveðins misskilnings í því hvern er verið að vernda með banni við nektardansi.Nektardansstaðir virtust hafa veiðileyfi á drukkna karlmenn og kom meðal annars fram í fréttum hvernig menn voru féflettir um hundruðir þúsunda á þessum stöðum.

Vændi var bannað að kaupa en ekki selja.Rök í málinu var félagslegar aðstæður kvenna sem stunduðu vændi,og einnig erfið fortíð.Ef gæta ætti jafnræðis í vændisákæru þá þyrfti að athuga félagslegar aðstæður plús fortíð vændiskaupanda.Það verður spennandi að sjá hvað verður bannað næst.Gaman væri að veðja á það,en það er víst bannað líka

Kveðja SigmundurF

Sigmundur H Friðþjófsson, 23.3.2010 kl. 16:16

12 identicon

Ekki eyða orðum í aðila eins og pps.  Aumkunarvert.

Sammála pistil þínum. Þessi forræðishyggja er sérlega döpur og verður þess valdandi að vændi og mannsal eykst.  Fer í undirheima þar sem ekkert eftirlit er og ekkert hægt að kæra.

Sorglegt forræðishyggju bull!

Baldur (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 16:19

13 Smámynd: hilmar  jónsson

Æ hvað þessi færsla þín er eitthvað hallærislega Karlpungsleg...

hilmar jónsson, 23.3.2010 kl. 16:30

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er rétt, að ein helsta ástæðan fyrir því að banna ekki sölu á vændi, er sú að konunum á að hjálpa með félagslegum úrræðum.  Þá vaknar sú spurning hvers vegna eru svona mikil félagsleg vandamáli í þjóðfélaginu, sem ekkert tengjast vændi, sem ekki er búið að leysa fyrir löngu.  Hér er fjöldi af útigangsfólki, sem ekki virðist vera hægt að bjarga með "félagslegum" úrræðum, fjöldi eiturlyfjaneytenda, fjöldi geðsjúkra alkahólista og annarra alkahólista, sem ekki er hægt að veita "félagslega" lausn á vandamálum sínum.

Hvernig á að bjarga vændiskonum, sem eru seldar mansali landa á milli með "félagslegum" lausnum.

Hinar sem stunda vændi og súludans af fúsum og frjálsum vilja, kæra sig ekkert um "félagslegar" lausnir.

Axel Jóhann Axelsson, 23.3.2010 kl. 16:36

15 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hilmar, mér gefst ekki eins vel og þér að skrifa kvenrembulega.

Axel Jóhann Axelsson, 23.3.2010 kl. 16:38

16 Smámynd: Sigmundur H Friðþjófsson

Það er gaman að sjá þegar menn viðra skoðanir sínar á hvar eigi að draga mörkin við lagasettningar,

þá birtast karlmannleg og skotheld rök frá mönnum eins og Hilmari.

Sigmundur F

Sigmundur H Friðþjófsson, 23.3.2010 kl. 16:39

17 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta er ágætis sýnishorn af því, hvað Hilmar er málefnalegur, svona þegar hann geyspar ekki.

Axel Jóhann Axelsson, 23.3.2010 kl. 16:44

18 identicon

Þið minnið mig á lagið mitt góða; ,,Sumarliði er fullur";

Ég veit allt, get allt, skil allt, kann allt, má allt, er allt o.s.frv.

Bjartmar Guðlaugsson (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 17:00

19 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hvort sem þú er sá Bjartmar, sem samdi þennan texta, eða ekki, þá að minnst kosti heldur þú að þú sért rosalega sniðugur að setja hann inn í athugasemdir við hvað sem er, um allt bloggið.  Það bendir til að þú haldir mikið upp á textann og finnist þú sjálfur svakalega fyndinn, þegar þú vitnar í hann.

Axel Jóhann Axelsson, 23.3.2010 kl. 17:07

20 identicon

Sár er þér sannleikurinn.

Bjartmar Guðlaugsson (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 17:22

21 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki kemur svona kjánagangur við mig, en þú heldur sjálfan þig greinilega mikinn speking.  Bara að þar eigi ekki við:  Bylur hæst í tómri tunnu.

Annars gera innlegg eins og þín nákvæmlega ekkert fyrir málefnalega umræðu og skoðanaskipti, svo hafir þú ekkert til málanna að leggja, áttu ekki að vera að blanda þér í umræðurnar.

Axel Jóhann Axelsson, 23.3.2010 kl. 17:34

22 identicon

ég er ekki alveg að skilja af hverju sala á vændi sé í lagi, en ekki kaup á vændi,, ætti þetta ekki að haldast í hendur ?   er sammála, finnst þetta eins og það sé í lagi að selja dóp, en ekki að kaupa það !

Venni Bergs (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 18:06

23 Smámynd: Sigmundur H Friðþjófsson

Sæll Axel

Er fullkomlega sammála Venna.Þessi umræða virðist hafa knúið okkur báða fram á völlinn.

Við áttum sameiginlegan vinnufélaga sem mátti ekkert aumt sjá,en er nú látinn fara ótrulega illa út úr samskiptum sínum við Súludansmeyjar.Ég fæ ómögulega séð hvort hann var sökudólgur eða fórnarlamb.

Sigmundur F

Sigmundur H Friðþjófsson, 23.3.2010 kl. 18:25

24 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Já, það er spurning hver er fórnarlamb og hver sökudóldur í svona máli.  Alla vega varð Alþingi fórnarlamb forheimskunnar í dag.

Axel Jóhann Axelsson, 23.3.2010 kl. 18:51

25 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Fyrirgefðu Axel - þú talaðir um Hilmar og málefnalegur -  eee  var ég að missa af merkisatburði??

Og koma svo - eftirlitsmyndavélar á heimilin - koma í veg fyrir ósiðlegt athæfi þar --

Ólafur Ingi Hrólfsson, 23.3.2010 kl. 19:21

26 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Já, Ólafur, þetta var eitt allra máefnalegasta innlegg, sem ég hef séð frá Hilmari.  Það kallast málefnalegt af hans hálfu, að kalla menn karlpunga.  Hann leggur yfirleitt ekkert málefnalegra en það til umræðunnar.

Áður en myndavélarnar verða settar upp á heimilin, er bráðnauðsynlegt að taka upp ritskoðun á netinu. 

Axel Jóhann Axelsson, 23.3.2010 kl. 19:30

27 Smámynd: Örn Ingólfsson

Jæja nú fengu (ég ætla að fá  nota orð úr frægum texta) femínistabeljurnar sínu framgengt. Já mikil er bölvunin af súlustöðunumn allavegana miðað við okkar alþingi, en að láta sér detta svona helv... vitleysa í hug að setja lög á súlustaðina á meðan að það er nóg að gera innanland að ákæra  glæpamennina sem að komu landinu á hausinn og reyna að koma þeim undir lás og slá en þessi helv... skrípaleikur er kominn í algjöra vitleysu. Ekki meiri svona helvítis þvætting og ólög komið Lögum yfir glæpamennina sem að ofan greinir en ekki vera að setja lög á hitt og þetta sem skiptir engu helvítis máli nema fyrir einhverjar afdankaðar femínistabeljur.

Örninn

Örn Ingólfsson, 23.3.2010 kl. 20:56

28 identicon

Axel má vel vera að forræðishyggjan sé komin út í öfgar með svona dæmi eins og ljósabekkina.

En ég eins og fleiri kom inn á súlustaðina fyrir allmörgum árum. Stundum í glasi. Stundum þegar ég var að keyra félaga mína. Það fór ekki framhjá neinum og allir vissu hvað þar tíðkaðist rétt eins og pps kom inná.
Vændi! Þýðir ekkert að tala endalaust um að ekkert hafi sannast þó svo að allir viti hvað átti sér stað. Segir kannski meira um frammistöðu lögreglunnar og dómsvaldsins fremur en hitt að ekkert hafi verið sannað.
Vændi er viðbjóður og sjálfsagt að banna það. Eða þykir þér líklegt að menn stundi strippbúlur til þess eins að ná sér í bóner???

Skjótum á ruglið varðandi ljósabekkina og fleira en látum það ógert að réttlæta rekstur á strípibúlum!

ps: vil taka það fram að ég hef ekki keypt vændiskonu svo ég fái nú ekki einhver skot á mig:)

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 23:28

29 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Úff - hélt að bannið hefði riðið Hilmari að fullu - gott að allt er í föstum skorðum.

 Dettur einhverjum í hug að vændi hafi hafist á Íslandi með súlustöðunum???  Dettur einhverjum í hug að bjór hafi ekki fengist hér fyrir lögleiðingu hans??  Amerískt tyggjó áður en það var leyft??  MM þegar bannað var að flytja það inn??   Að ekki séu seld hér eiturlyf þar sem innflutningur og sala á þeim gengur gen lögum???

Öll starfssemi súlustaðanna fer bara í neðanjarðarstarfssemi -eins og eiturlyfjasalan.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 24.3.2010 kl. 02:34

30 identicon

Hvernig má skilja það sem þú ert að lesa Ólafur Ingi?
Að þú sért að mælast til þess að vændi sé látið átöluleyst og leyft fyrst það var einhverntíman til staðar?
Og hvaða endemis rugl samanburður með tyggjó og MM.
Heldur þú að allir aðrir séu fávitar en ekki þú og geri sér ekki grein fyrir staðreyndum málsins.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 07:55

31 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eggert, það mátti einmitt lesa út úr mínum skrifum, að vændi ætti að láta átölulaust, ef konur stunduðu það af fúsum og frjálsum vilja.  Barátta feminista hefur snúist um það, að konur ættu að ráða líkama sínum sjálfar og því ættu þær þá ekki að fá að sýna hann ef þeim sýnist svo og jafnvel hafa af honum atvinnu.  Það á að vera þeirra val, en að sjálfsögðu á að taka hart á mansali og annari nauðung.  Það er bara allt annað mál og á ekki að líðast, frekar en eiturlyfjasala, nauðganir og morð t.d.

Aldrei hef ég komið inn á þessa súlustaði, né verslað við vændiskonu, en ekki dettur mér í hug að vilja láta banna slíka starfsemi, eingöngu vegna þess að ég hafi ekki áhuga á slíku, persónulega.  Aðrir hafa sínar þarfir og skoðanir og þær eru alveg jafnréttháar mínum, þangað til ofstjórnin og bannáráttan gengur algerlega út í öfgar og verður óþolandi.

Eins og Ólafur segir, þá hófst vændi ekki með súlustöðunum og það mun ekki hverfa með lokun þeirra.

Axel Jóhann Axelsson, 24.3.2010 kl. 08:40

32 identicon

Heldur þú Axel að undir þeim kringumstæðum sem að konur fara útí vændi að það sé um eitthvað "val" fyrir þær að ræða? Virkilega!!!
Stór meirihluta þeirra kvenna sem að kemur nálægt vændi býr við nauðung og kúgun og það ættir þú að geta sagt þér sjálfur. Eða heldur þú að konur almennt hafi gaman af því að leggjast undir eh sóðalega karlpúnga gegn borgun.

ps: Þessutan á ég móður, systur, dóttur og kvenkyns vini og kunningja og mér þykir það vægast sagt viðbjóðslegt og bera vott um litla virðingu gagnvart kvenfólki almennt að þykja það sjálfsagt að þær stundi vændi.
Og að tuða um einhverja bannáráttu og forræðishyggju varðandi þennan málaflokk þykir mér vægast ósmekklegt og óþroskað. Held að þú/þið ættuð að nota eitthvað bitastætt dæmi eins og ljósabekkina ef þú ætlast til að einhver taki mark á þér.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 08:52

33 identicon

Mér finnst alltaf jafn ótrúlegt að sjá hvað karlmenn geta alltaf réttlætt vændi! Hvað ætli ykkur þætti um að svona staður væri opnaður með nöktum karlmönnum og ykkar konur gætu farið þar inn og keypt sér drátt?Og að bera saman mansal (sem allir vita að er í gangi á svona stöðum) og MM sælgæti, vá!!Heimskunni eru greinilega engin takmörk sett! En ég held að þessum sömu mönnum þætti þetta ekki jafn frábært og gefandi starf ef systir ykkar eða dóttir væri sú sem tæki á móti ykkur þarna inni. Geiri sjálfur varð vandræðalegur  þegar fréttamaður á stöð 2 spurði hann hvort þetta væri þá ekki eitthvað sem hann vildi sjá sem framtíðarstarf dætra sinna fyrst hann dásamaði svona þetta starf.

strúnna (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 09:05

34 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bæði Eggert og Strúnna eru að gera mér upp skoðanir.  Ég hef hvergi sagt, að mér þætti "sjálfsagt" að konur stunduðu vændi, ég sagði að ég væri á þeirri skoðun að þær ættu að fá að ráða því sjálfar hvort þær gerðu það og þá algerlega að eigin vali, en án allrar nauðungar eða mansals.  Fólk verður að ræða málin eins og þau eru sett fram, en vera ekki að gera öðrum upp einhverjar allt aðrar skoðanir, en fram koma í skrifum þeirra.  Lélegustu og leiðinlegustu svörin byggjast svo á því, að segja að sá sem verið er að mótmæla sé bara fífl, heimskingi, glæpamaður o.s.frv.  Það sýnir ekkert nema rökþrot viðkomandi svarenda og kallar alls ekki á andsvör, enda fylgja slíkum yfirlýsingum sjaldnast málefnarök varðandi umræðuefnið, en sýna einhverskonar mikilmennsku þess sem beitir slíku og áliti hans á eigin mikilleik, framyfir aðra.

Hvar á að enda í þessari fyrirhyggjusemi gagnvart náunganum og bannæðinu til að vernda hann gegn öllu illu?  Er til of mikils mælst, að einstaklingurinn taki eins mikla ábyrgð á sjálfum sér og mögulegt er, án þess að það skaði aðra?

Axel Jóhann Axelsson, 24.3.2010 kl. 09:19

35 identicon

Hvernig væri að svara Axel og það málefnalega. Enda hef ég hvergi kallað þig fífl né neitt annað niðrandi þannig að tæpast er ég rökþrota sbr. þína skilgreiningu á því.

En ég spurði þig og það væri ágætt að fá svar:

Heldur þú Axel að undir þeim kringumstæðum sem að konur fara útí vændi að það sé um eitthvað "val" fyrir þær að ræða? Virkilega!!!
Þú veist væntanlega að fátækt, fíkniefnaneysla og skipulagt mannsal koma velflestm konum útí vændið ef þú hefur fylgst með því sem hefur átt sér stað. Ekki satt.
Nú þætti mér gaman að fá svar frá þér á málefnalegu nótunum sem þér tókst að leiða hjá þér í þínu síðasta innleggi.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 09:30

36 identicon

Og hver á að ákveða hvort þessar konur eru að gera þetta af fúsum og frjálsum vilja og algjörlega að eigin vali og án allrar nauðungar eða mansals?

strúnna (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 09:32

37 identicon

Heyr heyr strúnna! 

Held að hljóðið í körlunum væri svolítið annað ef að þett snéri á hinn veginn. Þeim myndu sko ekki þykja þeir staðir jafn sjálfsagðir og mér heyrist á flestum sem hér hafa tjáð sig. Eigum við að nefna "ástandið" á stíðsárunum..... þá fannst íslenskum körlum nú að sér vegið blessuðum.

Það er magnað hvað karlar selja sér alltaf þá hugmynd að konur séu í strippi og vændi af því þeim langi svo til þess að liggja undir hvaða karlmanni sem er. Snúið þessu við strákar. Væruð þið til í að vera með hvaða kvenmanni sem er til þess eins að fá pening.... ég efast um það. Mynduð væntanlega reyna allar leiðir áður. Jú, örugglega er ein og ein þarna innanum á þeim forsendum.

En trúið mér, langflestum konum finnst vændi sú mesta niðurlæging sem til er.

Heiða (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 09:38

38 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eggert, eitthvað vantar upp á athyglisgáfuna hjá þér, allt sem þú spyrð um er margbúið að koma fram í mínum svörum hérna og reyndar strax í upphaflega pistlinum. 

Strúnna og Heiða, ekki hef ég heldur sagt neinsstaðar að ég væri að mæla sérstaklega með þessu "starfi", ég hef einungis sagt að konur ættu að ráða sjálfar yfir sínum líkama og ef þær vildu, þá ættu þær að geta nýtt hann sér til framfæslu.  Ég  hef margoft sagt, að alls ekki ætti að líðast að þær væru neyddar til þess.  Meira að segja Heiða segir að ein og ein kona velji að starfa við þetta sjálfviljug, en samt vill hún láta banna þeim það.

Störf eru misgeðsleg og það er alveg kristaltært að ekki vinna allir við sín óskastörf.  Fólk lendir í alls kyns störfum vegna hinna og þessara ytri aðstæðna og störf eru miseftirsóknarverð og margir endað í starfi, sem hann í raun kærir sig ekkert um.  Það er samt ekki ástæða til að banna störf, af því að einhverjum mislíkar við þau.

Væntanlega velur sér enginn að vinna í kolanámu, bara af því að það sé svo gaman og að það sé "draumastarf".

Axel Jóhann Axelsson, 24.3.2010 kl. 09:56

39 identicon

Veistu Axel. Þú talar um að fólk sé ekki málefnalegt en leggst svo lágt að bera það uppá mig að það vanti eitthvað uppá athyglisgáfuna hjá mér. Er það málefnalegt Axel!!

En það sem að ég spurði þig að hefur aldrei komið fram af þinni hálfu hvorki í þínu upphafsinnleggi eða síðar.

Ég skal setja spurninguna inn aftur og látum reyna á það hvort þú getir svarað henni. 

Heldur þú Axel að undir þeim kringumstæðum sem að konur fara útí vændi að það sé um eitthvað "val" fyrir þær að ræða? Virkilega!!!

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 10:07

40 identicon

 Frelsi einnar manneskju til að gera það sem hún vill réttlætir ekki ánauð allra hinna!

strúnna (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 10:17

41 identicon

Ég slæ því fram að ein og ein vilji hugsanlega gera þetta..... engin fullyrðing Axel. En öll þau viðtöl sem ég hefur séð við vændiskonur þá eru þær ekki í þessu "starfi" af því þeim langi til þess heldur af neyð.

Og það er munur á að vinna í kolanámu eða vera í vændi, ekki bera það saman. Í kolanámunni ertu að selja vinnukrafta þína. Í vændi ertu að selja það sem okkur öllum er kærast og nánast. Selja aðgang að líkamanum þínum. Kynlíf hjá lang flestum snýst um nándina við aðra manneskju og hjá okkur konum væntanlega meira en körlum ef eitthvað er. Kynlíf er það nánasta sem til er. Og að láta nota líkamann sinn sem eitthvað fullnægingartæki fyrir Pétur og Pál hlýtur að ganga nærri öllum. Því ansi erfitt er að aðskilja líkama og sál.

 Og Axel, ég er fyrst og fremst að tjá mig um þetta málefni og umræðurnar hér að framan. Ég er ekki að gera þér upp skoðanir.

Heiða (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 10:22

42 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ágæti Eggert -

Ekki skil ég þessa reiði þína í garð okkar Axels -

Það sem ég óttast er að fyrst búið er að setja þetta bann á að þá flytjist starfssemin í það sem kallað er "neðanjarðar". Þar verður ekkert eftirlit og öryggi þeirra kvenna sem þar munu starfa minnkar til muna -

Samanburðurinn sem ég gerði - áfengisbann - MM bann - tyggjóbann - var aðeins til þess að hnykkja á því að bönn koma ekki í veg fyrir starfssemi eða innflutning og hefur ekki gert. Fíkniefnasala er bönnuð - neyslan líka - samt er þetta á fullri ferð hér i þjóðfélaginu.

Ég tel að öryggi kvennanna sem dansa á súlustöðunum sé mun meira ( ég er ekkert að halda því fram að það sé viðunandi - fjarri því ) með því að hafa staðina rekna opinberlega og innan regluverks þjóðfélagsins. Hvort sem viðkomandi kona gerir þetta af fúsum og frjálsum vilja eða er neydd til þess að einhverjum óþverrum.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 24.3.2010 kl. 10:37

43 identicon

Mér finnst færsla þín nr.6 óskiljanleg. Hvað áttu við með að það þurfi ekki að banna konur þó nauðganir séu bannaðar? er það konum að kenna að þeim er nauðgað? mjög sérstök rök svo ekki sé meira sagt. Og finnst þér í alvöru vera hörð viðurlög við nauðgunum?

strúnna (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 10:42

44 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eggert, það er sjálfsagt að endurtaka einu sinni enn, að ég er þeirrar skoðunar að konur eigi að geta valið um hvaða starf sem þær kjósa sér, hversu geðfellt eða ógeðfellt öðrum finnst það.  Slíkt frelsi réttlætir alls ekki ánauð allra hinna, eins og Strúanna vill vera láta.

Heiða, auðvitað fer engin kona út í vændi til að lifa góðu kynlífi, það segir sig sjálft og örugglega "velja" konur sér að starfa við vændi, vegna þess að þær hafa skerta möguleika til annarrar atvinnu.  Ég hef hvergi og aldrei sagt, að mér finnist vændi eftisóknarvert fyrir nokkra konu, aðeins sagt að hver einstaklingur ætti að hafa sem mest frelsi til sjálfsákvörðunar. 

Það á við um margt "starfsvalið" í lífinu, en þetta er spurning hvar "Stóri bróðir" á að hætta afskiptum af einkalífi fólks.  Á ekki bara að banna allt, sem er óhollt, óþarft og "ógeðslegt" í lífinu?

Hvar á forsjárhyggjan að enda?

Axel Jóhann Axelsson, 24.3.2010 kl. 10:44

45 identicon

Stundum er sagt Ólafur Ingi.

If you can't beat them join them.
En það skal aldrei verða að ég joini! Og þér að segja þá er ég ekkert reiður útí þig né Axel heldur þau viðhorf og skoðanir sem að þið hafið gagnvart þessum óþverra sem að vændi er.
Vissulega stoppa bönn, lög og reglugerðir ekki alltaf það af sem er ósiðlegt eða ólöglegt.
En það er ekki þar með sagt að við getum látið það afskiptalaust eða hvað.
Nú er barnaþrælkun mikið vandamál mjög víða og ekki langt síðan að það var í fréttunum að barnaþrælkun væri stunduð á Fílabeinsströndinni(ef mig minnir rétt) þar sem að 40% af kakó framleiðslunni fer fram.
Hvort á að gera eitthvað í málum sem þessum eða bara einfaldlega segja sem svo.Jæja bara best að leyfa þetta svo það sé nú hægt að hafa eftirlit með því.
Og ættu  ekki sömu rök þá að gilda um fíkniefnin? Ef það er ekki hægt að loka á þetta er þá ekki bara best að leyfa það?
Mér finnst þú vera hreinlega vera algjörlega án prinsippa eða eðlilegra viðmiða ef þú nærð að réttlæta svona óþverra fyrir þér á þeim forsendum að öryggi þeirra sé eitthvað meira á strippbúlum þrátt fyrir að vera neyddar til þess af einhverjum óþverra eins og þú orðar það.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 10:54

46 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Heyrðu nú Eggert, lestu það sem ég skrifa og hættu að gera mér upp skoðanir.  Ég hef marg sagt að enga konu megi neyða til nektarsýninga eða vændis.  Ég hef hvergi sagt að "að öryggi þeirra sé eitthvað meira á strippbúlum þrátt fyrir að vera neyddar til þess af einhverjum óþverra ".  Okkur getur greint á um hlutina, en í gagnrýni þinni á mínar skoðanir, verður þú að halda þig við þær, en ekki leggja mér eitthvað í munn og byggja svo ásakanir á mig á þínum eigin tilbúningi.

Samanburðurinn við barnaþrælkunina missir algerlega marks hjá þér, því ég hef margsagt að ánauð og þrælkun sé aldrei réttlætanleg, hvorki gagnvart börnum, konum eða karlmönnum.  Gegn öllu slíku á að berjast með öllum ráðum.

Axel Jóhann Axelsson, 24.3.2010 kl. 11:04

47 identicon

En þetta bann við nektardansi er ein leiðin til að berjast gegn ánauð og þrælkun sem þú segir að sé aldrei réttlætanleg.

strúnna (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 11:12

48 identicon

Heyrðu Axel og lestu nú einu sinni gaumgæfilega!

Þú segir að enga konu megi neyða til nektarsýninga eða vændis!!!

Og ég spurði "Heldur þú Axel að undir þeim kringumstæðum sem að konur fara útí vændi að það sé um eitthvað "val" fyrir þær að ræða? Virkilega!!!".

Þú hefur ennþá ekki svarað þessari spurningu minni en eilíflega verið með einhvera útúrsnúninga um það að þær ráði yfir líkama sínum etc. og megi gjarnan gera það sem þær vilja.

Nú ítreka ég enn og aftur: Hefur meginþorri þeirra kvenna sem að stunda nektardans og/eða vændi eitthvað VAL um það hvort þær stundi þessa iðju. Getur þú svarað því með einföldu Jái eða Neii.

Það ætti tæpast að taka þig langan tíma að svara því!

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 11:22

49 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þú er algerlega ótrúlegur tuðari Eggert, annað verður nú varla sagt.  Ég hef alltaf verðið að tönnlast á því að konur ættu að ráða sjálfar yfir líkama sínum og að það ætti að ná yfir fleira en fóstureyðingar.  Ég hef enga tölfræði yfir það hvað margar konur neyðast út í vændi og hvað margar velja sér það sjálfviljugar, enda skiptir það engu máli fyrir þá umræðu, sem ég hóf hér.

Málið snýst um það, hvort það á að banna konum að stunda nektardans og/eða vændi, ef þær sjálfar velja sér það.  Það er ólíðandi að konur séu neyddar til eins eða neins í þessu sambandi og að banna þeim það, er álíka ofbeldi gagnvart þeim og að neyða þær til þess.

Ég hef verið að gagnrýna ofstjórn og bannáráttu þeirra, sem alltaf þykjast geta haft vit fyrir öðrum, en hvorki réttlætt nektardans eða vændi.  Þó ég sjálfur sé ekkert að sækja í svona starfsemi, finnst mér engin ástæða til að banna allt, sem ég hef lítinn eða engan áhuga á. 

Til þess að svara því í eitt skipti fyrir öll, þá er bannað að beita fólk nauðung og láta það gera eitthvað sem það vill ekki.  Slíkt á að vera og er refsivert og í verkahring lögregluyfirvalda að berjast gegn.

Axel Jóhann Axelsson, 24.3.2010 kl. 11:44

50 identicon

Já veistu Axel ég er að tuða þetta vegna þess að ítrekað kemur þú þér hjá því að svara einfaldri spurningu sem að beint er til þín og talar bara í kringum hlutina. Í stað þess að svara hreint út þá berðu það uppá aðra að þá skorti athygli eða séu tuðarar.

Ég hef ítrekað spurt þig að því hvort þú haldir að konur sem að starfa við vændi hafi eitthvað VAL í þeim efnum.
Þú hefur ítrekað leitt þessa spurningu hjá þér!! Geturðu svarað henni eður ei??

Svo segir þú í þínu innleggi hér að ofan að það skipti engu máli fyrir umræðuna hvort að konurnar hafi verið neyddar út í vændi eða ekki!!! Og ítrekar að þér finnist engin ástæða til að banna þetta. 

Held þú ættir aðeins að kynna þér málin á netinu til að fá meiri og betri innsýn í það hvernig vændið gengur fyrir sig.

http://brazilportal.wordpress.com/2008/10/28/new-security-beat-blog-post-prostitution-agriculture-development-fuel-human-trafficking-in-brazil/

" Modern-day slavery, also known as human trafficking, is the third most lucrative form of organized crime in the world, after trade in illegal drugs and arms trafficking. Today, 27 million people are enslaved—mostly as a result of debt bondage. In Trafficking in Persons: Global Patterns, the UN Office on Drugs and Crime (UNODC) reports that Brazil is the third-largest source of human trafficking in the Western hemisphere, after Mexico and Colombia. According to the U.S. Department of State’s Trafficking in Persons Report 2008, 250,000-500,000 Brazilian children are currently exploited for prostitution, both domestically and abroad. NGOs estimate that 75,000 Brazilian women and girls—most of them trafficked—work as prostitutes in neighboring South American countries, the United States, and Europe."

Einnig fróðleg lesning hérna.

http://news.sky.com/skynews/Home/World-News/North-Koreans-In-Prostitution-And-Slavery-After-Crossing-The-Border-Illegally-Into-China/Article/200811215150156?lpos=World_News_Article_Related_Content_Region_6&lid=ARTICLE_15150156_North_Koreans_In_Prostitution_And_Slavery_After_Crossing_The_Border_Illegally_Into_China

"

There wasn't enough to eat in North Korea... My two children starved to death. I don't have any choice but to work here as a prostitute.

- A North Korean woman who crossed the border to China"

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 12:03

51 identicon

Vændi verður alltaf til, því breytir ekkert.   Alveg eins og með stríð og átök, þetta er í eðli mannsins.  Mikill meirihluti vændiskvenna eru í því starfi vegna neyð, það er laukrétt.  En það er eflaust nokkur stór hluti nektardansmeyja sem er í því af fúsum og frjálsum vilja vegna þess að uppúr því er hægt að fá góðar tekjur.  Auðvitað er eitthvað um vændi á þessum stöðum, en þá væntanlega stúlkur sem gera það að eigin frumkvæði, milliliðalaust.  Ekkert athugavert við slíkt.

Með banni á slíkum stöðum eykst vændi í undirheimum.  Maður hefur heyrt að vændi sé að aukast í eiturlyfjabransanum, sem sagt stúlkur fara í vændi til þess að eiga fyrir efni og skuldum.  Þar er vandamál sem má taka á.  Því miður við lokun súlustaða eyst þetta að ég tel, þ.e.a.s að þeir menn sem eru á annað borð að kaupa sér vændi finni sér það þá í undirheimunum...

Baldur (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 12:38

52 identicon

There wasn't enough to eat in North Korea... My two children starved to death. I don't have any choice but to work here as a prostitute.

 Ef vændi væri bannað í kína þá væri þessi kona dauð, hún hefði dáið úr hungri vegna þess að henni hefði þá ekki boðist neinn annar kostur.  Þið eruð oft að tala um að konum sé neitt út í þetta vegna þess að þær hafi ekki neinn annan kost, ef þessi kostur er ekki til hvað kemur þá fyrir þær? 

 Með betra eftirliti og góðum lögum í kringum þessa starfsemi þá er hægt að lágmarka eymd þá sem er í kringum þetta.  Að banna þetta leysir ekkert.

Steinn (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 13:09

53 Smámynd: Vendetta

Ég er sammála þér í skrifum þínum, Axel. Samt er ég ekkert hægrisinnaður, bara jafnréttissinnaður og fylgjandi persónulegu frelsi. Og persónulegt frelsi, á meðan það ekki skaðar aðra má ekki takmarkast. Sömu sögu er að segja um tjáningafrelsi. Og ég vil berjast fyrir rétti kvenna til að ráða yfir sínum eigin líkama og eigin athöfnum, sama hvað femínistarnir skrækja og emja.

Ég vil benda þér á, Eggert, að það hjálpar ekki brasílískum börnum að það séu bannaðar nektarsýningar hér á landi. Það eru nákvæmlega engin tengsl þar á milli. Vandamál í Brasilíu eru vegna dugleysis og spillingu í lögreglunni, sem ekki aðeins loka augunum fyrir misnotkun á börnum heldur hefur löggan sjálf verið iðin við að myrða götubörn í m.a. São Paulo. Næst ferðu að staðhæfa að kjötkveðjuhátíðin í Rio de Janeiro sé orsök alls þessa glæpa, einungis vegna létklæddra kvennanna!

Ég vil einnig benda á að stór hluti af vændiskonum í Danmörku vinna sjálfstætt, oft í samvinnu við aðrar konur, þeim líkar starf sitt að eigin sögn og gefa lítið fyrir femínista sem sýna forræðishyggju of fyrirlitningu gagnvart þeim. Sumar aðrar vændiskonur eru fórnarlömb mansals og það er tekið á þeim málum með hörku og er það hið bezta mál. Nú síðast hafa nokkrir rúmenskir melludólgar verið handteknir eða eftirlýstir. En stjórnvöldum í Danmörku dytti ekki til hugar að banna nektarsýningar, ólíkt heimsku femínistunum á Alþingi Íslendinga.

Ég get líka bent þér á að það eru fleiri milljón manns í Evrópu sem líkar það að vera naktir að staðaldri án þess að nokkrum finnist það vera athugavert. En hér á landi geta femínistarnir með meðalgreindarvísitöluna 5 ekki gert greinarmun á nekt og klámi. Þær sjá klámvæðingu alls staðar. Forræðishyggjan er svo gífurleg, að þeim finnst allt sem kvenfólk gerir við líkama sinn að eigin frumkvæði, t.d. lýtaaðgerðir hluta af klámvæðingu. Svona er þetta lið.

Ég vil taka það fram, að ég hef aldrei farið inn á súludansstað hér á landi, en í útlöndum hef ég oft séð sýningar þar sem fólk var nakið, hvort sem um bodypainting var að ræða, uppákomur, croquois-teiknun sem var opið öllum eða listasýningar með nöktum fyrirsætum. Auk alls nakta fólksins á baðströndum og almenningsgörðum. Þessir menn og konur höfðu mikla ánægju af því að sýna líkama sinn og voru stolt af honum og á þetta var litið sem mjög eðlilegt. Í löndum eins og Danmörku, Svíþjóð, Þýzkalandi, Hollandi, Frakklandi, Spáni og Japan er mannslíkaminn ekki álitinn vera skítugur eða syndugur eins og á Íslandi.

Tepruskapurinn í íslenzkum yfirvöldum er yfirgengilegur. Jafnvel í New York geta konur sprangað um berbrjósta um götur og stræti löglega skv. hæstaréttardómi og þðr notfæra sér það. Hér á Íslandi yrðu þessar konur umsvifalaust handteknar og dæmdar fyrir að klæmast á almannafæri.

Vendetta, 24.3.2010 kl. 13:14

54 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eggert, þú heldur áfram að tala um mansal, sem ég er margbúinn að segja að ég sé algerlega andvígur, að sjálfsögðu, og að það eigi að berjast gegn því með öllum ráðum.  Það kemur ekkert við umræðunni um, hvort banna á nektardans og vændi.  Reyndar er ekkert samasemmerki á milli nektardansins og vændisins, því ekki stunda allir nektardansarar vændi og örlítill hluti vændiskvenna stundar nektardans.

Þar sem þú ert að tala um glæpi sem framdir eru gegn konum, er það allt önnur umræða og á ekkert heima í þessu tali um ofstjórn og bannáráttu.  Ef þú getur engan vegin tekið þátt í þeirri umræðu án þess að blanda glæpaumræðu inni hana, þá nær það bara ekkert lengra, en eins og ég hef marg sagt, er ég sammála þér um að mansal sé glæpur og gegn öllum glæpum á að berjast með hörku.  Það hefur ekkert með yfirráð kvenna á líkama sínum að gera.

Axel Jóhann Axelsson, 24.3.2010 kl. 13:19

55 identicon

Gott hjá þér Axel að vera á móti mansali og hverskonar glæpastarfssemi.
Nú erum við fullorðnir menn og höfum væntanlega fylgst með umræðunni og fjölmiðlum gegnum árin og ættum því að vita hvað er að gerast bæði erlendis og eins hér á landi.
Ég veit þar sem að ég hef lesið mér til um þessi mál og væntanlega veist þú það líka þó svo að þú hafir ekki stundað nektarstaði eða álíka búlur að umfangsmikið mansal og glæpaiðnaður þrífst í kringum vændi og nektardans.
Þessvegna liggur beint við að tengja þá umræðu og fjarstæðukennt hjá þér að halda því fram að þetta tengist ekkert umræðunni um það hvort banna eigi nektardans eða vændi.
Ofstjórn og bannárátta er til staðar og er ég ekkert að rífast við þig í þeim efnum. Mörg bönn og boð eru vægast sagt fáránleg rétt eins og sólarbekkjadæmið. Tek heilshugar undir það.

En ég get einfaldlega ekki verið sammála þér í því að leyfa strippbúlur vitandi það að skipulagt og umfangsmikið vændi þrífst í kringum þá staði sem byggist á mansali kvenna aðallega frá austur-evrópu.
Legg til að þú kynnir þér þau mál Axel áður en þú leggur nafn þitt við það að þessir staðir séu reknir áfram.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 13:53

56 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Fyrir nokkrum árum lenti ég við hlið ungrar danskrar stúlku í flugvél og við tókum tal saman á leiðinni, eins og gengur og gerist.  Hún var sálfræðinemi við Kaupmannahafnarháskóla og var á leið til landsins til að dansa nektardans.  Hún gerði það algerlega sjálfviljug og sagði mér að þær, nokkrar skólasystur, ynnu fyrir sér meðfram náminu með nektardansinum.  Henni fannst þetta hið besta starf og það tengdist engri óreglu, mansali eða öðrum annarlegum ástæðum.  Þær gerðu þetta vegna þess að launin voru góð og gátu unnið eftir hendinni, án þess að vera of bundnar ákveðnum vinnustað og námið gekk fyrir, en eins og aðrir þurftu þær að eiga fyrir lifibrauðinu.

Vegna þess að glæpamenn starfa á þessu sviði, eins og flestum öðrum, er nú búið að banna þessari stúlku og öðrum í hennar stöðu, að afla sér framfærslueyris með starfi, sem þeim líkaði ágætlega við.

Skyldi mansal og vændi leggjast af í heiminum við það?

Axel Jóhann Axelsson, 24.3.2010 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband