Fyrsta vikan fer í Davíð Oddson, svo kemur að hinum

Nú styttist í að hin langþráða skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis líti dagsins ljós, en líklega verður hún opinberuð á föstudaginn, eftir leynilegustu upplýsingasöfnun Íslandssögunnar, að ekki sé talað um öryggisgæsluna á meðan á prentun hennar hefur staðið.

Allt þjóðfélagið bíður í ofvæni eftir skýrslunni og um leið og hún kemur út, verður lúsleitað í henni að öllu sem sagt verður um Davíð Oddsson og hans hlutverk í aðdraganda hrunsins, hvort heldur sem forsætisráðherra og seðlabankastjóri.  Hvað svo sem sagt verður um hans hlut, mun allt þjóðfélagið loga a.m.k. fyrstu vikuna vegna umfjöllunarinnar um hann í skýrslunni og verði sú umsögn ekki í allra svartasta lagi, mun nefndin verða ásökuð um að hlífa honum og hans hluta og munu þá margir telja sig vita miklu betur um allt, sem að honum snýr, en nefndin, sem varið hefur einu og hálfu ári í að rannsaka málið.

Jafnvel þó umsögnin um Davíð verði honum ekki sérlega hliðholl, mun allt snúast um hans þátt, og margir munu verða til þess að segja, að skýrslan væri samt að gera hans hlut of lítinn og sama hvað skýrslan segi, þá sé Davíð slíkt skrímsli, að umfjöllunin sé honum alltaf of hagstæð.

Þegar mesti móðurinn verður runnin af mönnum vegna Davíðs, munu umræður geta hafist af raunsæi um innihald skýrslunnar og raunverulegar orsakir hrunsins og hverjir beri þar mesta ábyrgð, sem auðvitað hljóta að vera banka- og útrásarrugludallarnir, sem hér settu allt á hvolf.

Umræðan um þessa langþráðu skýrslu mun yfirskyggja allt annað, næstu mánuði og ár, enda verður hún hluti Íslendingasagnanna í framtíðinni.


mbl.is Fræðimenn verða á skýrsluvakt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

já það verður alt á öðrum endanum í marga mánuði vonandi verða menn vakandi yfir gjörðum ríkisstjórnarinnar þeir gætu gjört eitthvað rugl meðan BLOGGARAR  bölsótast út í Davíð því eins og allir vita hefur alt lagast síðan Davíð var látin víkja (eða þannig) það má ekki líta af stjórninni eitt augnablik því þá er voðin vís.

Jón Sveinsson, 16.3.2010 kl. 11:32

2 Smámynd: Björn Birgisson

Auðvitað verður eitthvað minnst á Davíð Oddsson. Þó það nú væri. Einnig hljóta Björgvin G. Sigurðsson, Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni Mathiesen, FME og Seðlabankinn að komast á nokkrar blaðsíður. Að ógleymdum snillingunum sem stjórnuðu bönkunum.

Svo verður þessi skýrsla kannski bara eitthvert yfirklór og mesta flopp aldarinnar miðað við væntingar.

Björn Birgisson, 16.3.2010 kl. 11:38

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón, það má nú ekki dæma ríkisstjórnina of hart, því eins og allir vita, vinna ráðherrarnir myrkranna á milli og eru dauðþreyttir eftir alla þessa vinnu, sem þó hefur ótrúlega litlu skilað. 

Reyndar er það nú ofsagt, því það mun víst vera búið að semja frumvarp um bann við nektardansi, enda er slíkur dans eitthvert alvarlegasta böl þjóðfélagsins nú um stundir og t.d. ekki ástæða til að fara að huga að efnahagsmálunum, atvinnuleysinu eða vanda heimilanna, fyrr en þetta brýna mál er frá.

Axel Jóhann Axelsson, 16.3.2010 kl. 11:38

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Björn, ef rétt er munað, átti nefndin að fara yfir og rannsaka aðdraganda bankahrunsins og draga saman allar staðreyndir þar um, en hún á ekki að kveða upp dóma yfir einstökum mönnum, ef maður hefur skilið þetta all saman rétt.  Kæmist hún að einhverju misjöfnu, átti hún að vísa því til Sérstaks saksóknara til rannsóknar, sem hún mun hafa gert í einhverjum tilfellum.

Ekki er ég sammála þér um að skýrslan verði bara eitthvert yfirklór og mesta flopp aldarinnar, en hins vegar er ég ekkert viss um að hún muni uppfylla væntingar þeirra, sem reiknuðu með miklu blóðbaði, enda skilst manni að skýrslan eigi að benda á gerðir og aðgerðaleysi manna sem leiddu til hrunsins, án þess að dæma hvern og einn sérstaklega.

Annars verður náttúrlega forvitnilegt að sjá hvernig skýrslan mun líta út og hvernig hún tekur á þessum atburðum.

Axel Jóhann Axelsson, 16.3.2010 kl. 11:47

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þar sem skýrslunni var einungis ætlað að draga saman staðreyndir en ekki kveða upp dóma er undarlegt hve margir eru á tánum og naga neglur sínar af ótta við að Davíð Oddson verði nefndur á nafn í skýrslunni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.3.2010 kl. 12:01

6 Smámynd: Jón Sveinsson

JÚ Jú Það þarf að passa sig á að dæma engan stundum hugsar maður upphátt, Skírslan verður ábyggilega fróðleg en eins og þjóðfélagið er í dag er fólk mjög hneigslað í garð als sem talað er um björgun eða hver gerði þetta eða hitt.

Ekki ætla ég þeim að klóra yfir eitt né neitt það væri kjánaskapur en fróðleg verður hún ábyggilega

Jón Sveinsson, 16.3.2010 kl. 12:13

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nafni, hver er svon hræddur?  Ef þú átt við mig, þá flokkast það nú varla undir hræðslu, að setja fram spádóm um hvernig umræðan um skýrsluna muni þróast.

Axel Jóhann Axelsson, 16.3.2010 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband