ESB á að bjarga Íslandi, en hver bjargar ESB?

Samfylkingin hefur lofsungið ESB undanfarin ár og boðað það fagnaðarerindi, að allir erfiðleikar Íslendinga hyrfu, eins og dögg fyrir sólu, eingöngu við það eitt, að sækja um aðild að bandalaginu og síðan yrði líið ein sæla eftir að landið hefði formlega verið innlimað sem hreppur í stórríkið.

Undanfarið hafa þó verið að birtast fréttir af því, að einstök lönd innan ESB glími við litlu minni kreppu en Íslendingar, sem þó urðu fyrir algeru kerfishruni, sem virðist, þegar að er gáð, aðeins sett Ísland á svipaðan stall og ESB ríkin eru vön að vera á, þegar til lengri tíma er litið.

Atvinnuleysi er í óþekktum hæðum hérlendis eftir hrunið, en slíkt atvinnuleysi nær þó einungis því að vera svipað og meðaltalsatvinnuleysi ESB landanna, sem virðast líta á það sem eðlilegan hlut, á meðan Íslendingar líta á atvinnuleysi, sem eitt mesta böl, sem yfir þá getur komið.

Þó mikið sé rætt um skuldir hins opinbera hérlendis, eru þær síst meiri en gerist og gengur í löndum ESB, eða eins og fram kemur í fréttum, eru opinberar skuldir Grikkja um 113% af landsframleiðslu, 115% af landsframleiðslu á Ítalíu, 73% í Þýskalandi og nærri 69% í Bretlandi. 

Skuldir íslenska ríkisins nema um 78% af landsframleiðslu, þannig að þær eru litlu meiri en í forysturíki ESB, Þýskalandi, en til Þýskalands er alltaf litið sem efnahagsrisans í ESB.

Ef Samfylkingin heldur að ESB geti bjargað einhverju fyrir Ísland, hver skyldi þá að hennar mati eiga að bjarga ESB?


mbl.is Lofa að aðstoða Grikki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Axel Jóhann.

Mjög góðir punktar hjá þér og spurningin er líka ansi stór. Hverjir eiga nefnilega að bjarga þessum fallvalta risa á brauðfótunum sínum.  Svo er það alltaf að koma betur og betur í ljós að þessi risi ESB keisarinn gengur um á brauðfótunum sínum algerlega klæðalaus, þó svo að ESB trúboðið dásami klæðaburðinn og gersemarnar sem hann ber, þá sér fólk þetta alltaf betur og betur.

Ja eina röksemdin sem ég hef heyrt um hverjir muni bjarga ESB apparatinu úr vandræðum sínum og vesældómi, en það er nú reyndar einn af bummerang áróðurstrixum ESB- trúboðsins á Íslandi en það er að með innlimun Íslands myndi Ísland og okkar miklu sérfræðingar bjarga gersamlega handónýtri og gjaldþrota sjávarútvegsstefnu Sambandsins. 

Þvílíkur búmmerang brandari !  Nei rökþrota ESB- liðið hrekst nú úr einu skjólinu í annað !  

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 10:19

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Evrópusambandið getur hvorki bjargað Ísland né sjálfu sér.

Hjörtur J. Guðmundsson, 16.3.2010 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband