Er verið að prenta fyrir sorphaugana?

Kjörseðlar vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar eru nú tilbúnir frá prentsmiðju og verið að undirbúa sendingu þeirra út á kjörstaði, vítt og breitt um landið.

Á sama tíma er róinn lífróður til að ná einhvers konar nýjum samningi við Breta og Hollendinga með það yfirlýsta markmið að aflýsa þjóðaratkvæðagreiðslunni.  Af einhverjum dularfullum ástæðum eru íslensk stjórnvöld algjörlega andvíg því að atkvæðagreiðslan verði látin fara fram, en vitað er að Bretum og Hollendingum er ekki eins illa við neitt og þá staðreynd, að lögin verði felld með afgerandi meirihluta.

Þjóðaratkvæðagreiðslan yrði sterkasta vopn Íslands í baráttunni við fjárkúgarana og myndi vekja heimsathygli á sanngjörnum og löglegum málstað Íslendinga.  Hvers vegna yfirvöld vilja kasta frá sér sínu besta vopni er vægast sagt undarlegt.

Er verið að eyða stórfé í undirbúning kosninganna til einskis og verið að prenta kjörseðla fyrir sorphaugana?


mbl.is Kjörseðlar prentaðir og í dreifingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sæll vertu Axel

í mínum huga er málið þannig að hvort sem einhverjir "samningar" eða samningsdrög verði komin upp á borði þá ber að klára þessa þjóðaratkvæðagreiðslu - helst ætti fólk að kjósa í dag og á morgun til þess að sýna vilja sinn -vilja þjóðarinnar -

Hvert sem framhaldið verður á síðan að leggja það fyrir þjóðina líka.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 25.2.2010 kl. 12:46

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðvitað ætti þjóðaratkvæðagreiðslan að fara fram, en ekki verður betur séð, en að allt eigi að gera til að aflýsa henni.

Axel Jóhann Axelsson, 25.2.2010 kl. 13:04

3 identicon

Til hvers í ósköpunum ætti þjóðin að greiða atkvæði um samning þegar mun betri samningur er í bígerð?

Baldur (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 13:12

4 Smámynd: Birnuson

Ekki veit ég hvað er rétt í þessu, en sú kenning er líka til að með því að gefa í skyn að fallið verði frá þjóðaratkvæðagreiðslunni megi nýta sér ótta Breta og Hollendinga við niðurstöðu hennar til að ná fram betra samningi.

Birnuson, 25.2.2010 kl. 13:15

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Baldur þetta er tákn almennings til að sýna styrk sinn í lýðræðisumbótum gegn flokksræðinu!

Sigurður Haraldsson, 25.2.2010 kl. 13:16

6 identicon

Var ekki par hrifinn af framtaki forsetans. En hann hefur þá afsökun að tugir þúsunda undirskrifta lágu bak við hans ákvörðun. Ákvörðunin var tekin og hún er lögleg. Því á að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla, og allt bendir til þess að lögin verði felld. Það er núna orðið hið besta mál. Hvort fyrri lög með fyrirvörum Alþingis taki þá gildi verða aðrir að svara til um. Eða hvort málið verði hreinlega sent til dómstóla. Því er ekki að neita að fordæmið er mikilvægt, kannski koma aðrar þjóðir á eftir okkur. Spurningin, bera skattgreiðendur ábyrgð á innistæðum í einkareknum bönkum. Fylgir ekki áhættan hagnaðinum. Arður til eigenda, tap til skattgreiðenda.

Jens Jensson (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 13:17

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Jens svona var þetta og svona mun þetta verða, nema við gerum eitthvað í málunum!

Sigurður Haraldsson, 25.2.2010 kl. 13:21

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég er á sipaðri skoðun og Jens, varðandi það, hvort það eigi að vera í höndum eins manns, að ákveða þjóðaratkvæðagreiðslur, en í þessu tilfelli höfðu um, eða yfir, 20% kjósenda skorað á hann að vísa málinu til þjóðarinnar.  Fyrst það var gert á annað borð, á atkvæðagreiðslan auðvitað að fara fram, enda virðast kúgararnir skelfast hana meira, en nokkuð annað, einmitt vegna þess fordæmis, að skattgreiðendur láti ekki bjóða sér, að á þá verði skellt skattaþrældómi til margra ára, vegna glæfraverka einkabanka.

Almenningur í Grikklandi er byrjaður að mótmæla á sömu forsendum, þ.e. að þurfa að taka á sig skuldir vegna "þjófnaðar einkaaðila", eins og það er kallað þar í landi.

Risastórt NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni yrði geysileg auglýsing fyrir málstað skattgreiðenda á Íslandi og myndi setja fordæmi víða um lönd, því ekki er alls staðar búið að bíta úr nálinni varðandi bankaruglið.

Það myndi líka verða til þess, að tryggingakerfi banka a.m.k. um alla Evrópu yrði endurskoðað, til að koma í veg fyrir svona þjóðarhörmungar vegna ruglstarfsemi bankamógúla.

Axel Jóhann Axelsson, 25.2.2010 kl. 13:51

9 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Rétt Axel - risastórt NEI  í þjóðaratkvæðagreiðslu yrði geysileg auglýsing - auglýsing sem að öðrum kosti myndi kost hundruðir milljóna að koma á framfæri - auglýsing sem kostar smáaura með þessari aðferð.

Undirbúa svo næstu atkvæðagreiðslu strax - getum tekið hana um leið og sveitarstjórnarkosnngarnar eða fyrr

Ólafur Ingi Hrólfsson, 25.2.2010 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband