Mikið atvinnuleysi í Þýskalandi

Í sterkasta efnahagskerfi ESB, Þýskalandi, mælist nú 8,7% atvinnuleysi, sem er svipað og það er nú hér á landi, í mestu efnahagskreppu sem Íslendingar hafa þurft að glíma við frá lýðveldisstornun.

Hérlendis hefur atvinnuleysi lengst af varla verið neitt og allar vinnufúsar hendur getað unnið, og oftast valið úr atvinnutilboðum og aukavinnu, ef fólk hefur kært sig um.  Atvinnuleysi í Þýskalandi hefur hins vegar verið viðvarandi, á svipuðum nótum og núna, en stjórnvöld þar hafa ausið peningum í atvinnumál, til þess að forðast aukið atvinnuleysi.  Í flestum öðrum löndum ESB er atvinnuleysi meira en í Þýskalandi og hefur svo verið undanfarna áratugi.

Ætli Íslendingar sér að samþykkja að landið gerist hreppur í stórríki ESB, er eins gott að gera sér grein fyrir því fyrirfram, að með því væri verið að festa það mikla atvinnuleysi, sem hér er nú, í sessi til næstu áratuga og líklegast myndi það aukast, frekar en minnka.

Við innlimunina í stórríkið yrðu hér gífurlegar breytingar í atvinnuháttum, sérstaklega í sjávarútvegi og landbúnaði, ásamt afleiddum störfum vegna þessara greina.  Störf sem þar myndu tapast skipta þúsundum og þrátt fyrir að einhver ný störf myndu skapast við verlsun og þjónustu, myndi það ekki gera neitt til að slá á atvinnuleysið.

Fólk verður að hafa heildarmyndina í huga, þegar það íhugar kosti og galla þess að verða áhrifalaus hreppur í stórríki.


mbl.is Atvinnuleysi mælist 8,7% í Þýskalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Tek undir þetta

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 25.2.2010 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband