Íslenski tryggingasjóðurinn fái algeran forgang

Nú er áætlað, að hægt verði að innheimta 1.172 milljarða króna af útistandandi kröfum Landsbankans, þannig að unnt verði að greiða 89% af innistæðukröfum á bankann, sem aðallega eru vegna Icesavereikninganna í Bretlandi og Hollandi.

Íslenski tryggingasjóðurinn á að greiða um 680 milljarða króna vegna lágmarkstryggingarinnar, sem er 20.887 evrur á hvern reikning, þannig að ekki ætti að vera vandamál, að greiða þá upphæð eftir því sem kröfur innheimtast í þrotabúið.  Svo einfalt er þó málið ekki, því Bretar og Hollendingar greiddu innistæðueigendunum út miklu hærri upphæð, en lágmarkstryggingin sagði til um og snillingar Steingríms J., þeir Svavar Gestsson og Indriði H. Þorláksson, sömdu svo hroðalega af sér í fjárkúgunarsamningnum, að sú viðbótarkrafa er gerð jafnrétthá kröfu íslenska sjóðsins, þannig að íslenski sjóðurinn fær aðeins 53% af því sem innheimtist, en Bretar og Hollendingar fá 47% í sinn hlut strax.

Það hljóta allir að sjá, að íslenski sjóðurinn á að hafa algeran forgang fram yfir viðbótargreiðslurnar, því kúgararnir gera kröfu um að fá greidda vexti af allri upphæðinni, alveg þangað til síðasta pundið og evran verður greidd, sem þýðir gífurlega aukna vaxtabyrði frá því sem annaras hefði orðið, ef snillingarnir hefðu ekki samið svona gjörsamlega af sér.

Reyndar fellur sá svikasamningur úr gildi, eftir að kjósendur hafna Icesavelögunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni, því ofbeldisseggirnir voru búnir að hafna þeim fyrirvörum, sem fylgdu Icesave I og þar með verður málið komið á byrjunarreit aftur.

Ef á að taka upp nýjar samningaviðræður, þá á lágmarkskrafan að vera sú, að íslenski tryggingasjóðurinn njóti algers forgangs í þrotabú Landsbankans og að ekki verði greidd ein einasta evra eða pund í vexti. 

Það sem eftir verður af eignum bankans geta fjárkúgararnir hirt upp í umframgreiðslur sínar, enda eru þær íslenska tryggingasjóðnum óviðkomandi.


mbl.is Meira fæst upp í kröfur á LBI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skuldatryggingaálag ríkissjóðs heldur áfram að lækka. Er Ísland nú dottið niður í 8. sæti á lista þeirra tíu þjóða sem taldar eru í mestri hættu á þjóðargjaldþroti. Ísland hefur lengst af vermt 5. sætið á þessum lista frá hruninu haustið 2008

Krímer (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 17:26

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Varla lagast lánstraustið, ef ríkissjóður tekur að sér að greiða gífurlegar skuldir, sem eru honum óviðkomandi.

Axel Jóhann Axelsson, 24.2.2010 kl. 17:44

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef þetta nýjasta mat stenst, þá eru ekki nema ca. 75 milljarðar sem standa út af vegna lágmarkstryggingar á IceSave.

Hvað eru Bretar og Hollendingar eiginlega að æsa sig yfir smámunum?

Guðmundur Ásgeirsson, 24.2.2010 kl. 18:45

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guðmundur, sá mismunur er allur vegna viðbótargreiðslna Breta og Hollendinga, þ.e. það sem þeir greiddu umfram lágmarkstrygginguna, 20.887 evrur.

Því verða þeir að sitja sjálfir uppi með tapið af því.

Axel Jóhann Axelsson, 24.2.2010 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband