Ólafur gefur ekkert eftir

Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, stendur í ströngu þessa dagana úti í Luxemborg við leit á einkaheimilum og í Banque Havilland, bankanum sem yfirtók starfsemi Kaupþings þar í landi.

Margur fjárglæframaðurinn andaði léttar, þegar starfsemi Kaupþings í Luxemborg var seld, því þar með reiknuðu þeir með, að bankaleyndin í Luxemburg myndi sjá til þess, að engar upplýsingar fengjust þaðan, um þau "myrkraverk" sem unnin voru af íslensku bönkunum þar í landi og teygðu anga sína um öll skattaskjól veraldar.

Nú er þessum sömu fjárglæframönnum væntanlega þungt um andardráttinn, því við þessa rannsókn mum margt gruggugt koma í ljós og ýmislegt fleira, en tengist viðskiptum með hlutabréf Kaupþings og afleiðuviðskiptin, sem Ólafur segir að séu grunnur leitarinnar.

Ólafur Hauksson hefur staðið sig frábærlega frá því að hann tók til starfa sem sérstakur saksóknari, og ekki hefur skemmt fyrir, að njóta ráðgjafar Evu Joly um þessar glæparannsóknir.

Þó svona fjárglæfrarannsóknir séu afar flóknar og tímafrekar, mun hið sanna koma í ljós áður en yfir lýkur og þá mun margur "góðborgarinn" afhjúpast sem réttur og sléttur skúrkur af stærri gerðinni.


mbl.is Leitað í Lúxemborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ánægð með EVU JOLY .Og mér líka vinnubrögð Ólafs .TAKK.

Kristín (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 22:09

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Já, málin eru greinilega tekin alvarlega á þessum bænum.

Axel Jóhann Axelsson, 12.2.2010 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband