Verður tryggt að fyrri eigendur nái ekki meirihluta?

Sú ákvörððun Arion banka, að setja Haga hf. á hlutabréfamarkaðinn og gera fyrirtækið þannig að almenningshlutafélagi, er snjöll leið til þess að leyna þeim raunverulega tilgangi, sem að baki býr.

Til þess að þurfa ekki að blanda niðurfellingu allra skulda af 1998 ehf. inn í sölu Haga, er sú leið farin að gefa stjórnendum félagsins forkaupsrétt á 15% hlut í upphafi og 85% verða sett í almenna sölu, sem fagfjárfestar og almenningur mega kaupa.  Þar með vonast bankinn og Bónusfeðgar til þess að minni athygli vekji, þegar 1998 ehf. verður sett í gjaldþrot, félagið er algerlega eignalaust og Arion banki mun þurfa að afskrifa allar skuldirnar, sem nema a.m.k. fjörutíu milljörðum króna.

Að skömmum tíma liðnum munu fyrri eigendur verða búnir að kaupa nógu stóran hlut á markaðinum, til þess að ná aftur meirihluta í félaginu, því enginn þarf að efast um að einhversstaðar leynast nægir fjármunir til þeirra kaupa, eftir allar arðgreiðslurnar sem sogaðar voru út úr þeim Baugsfeðgafyrirtækjum, sem nú eru gjaldþrota.

Þetta mun gerast hægt og rólega, svo lítið beri á, en að lokum munu menn vakna upp og sjá til hvers hrútarnir voru skornir.


mbl.is Mun styrkja hlutabréfamarkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll félagi Axel !

Hjartanlega sammála !   Les þig alltaf.  Stundum svolítið kjaftfor og andstyggilegur í uppnefnum á öllum Jóhönnum landsins !

Kveðja,

Hilmar  (Verzló o.fl.). 

Hilmar Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 22:04

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þegar ég sker þá bíður maður eftir að allt blóðið er komið! Vil ekki sjá Jóhannes og Co aftur í rekstri!

Sigurður Haraldsson, 5.2.2010 kl. 01:06

3 Smámynd: Andrés Kristjánsson

 Kom með svar sem ég setti við tengilin.

En ég kann ílla við ógrundaðar afgreiðslur á mínum skoðunum.

http://axelaxelsson.blog.is/blog/axelaxelsson/entry/1014182/#comments

Andrés Kristjánsson, 5.2.2010 kl. 02:39

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hilmar, þakka kveðjuna og gömul kynni.  Ég er aldrei kjaftfor og hvað þá að ég sé andstyggilegur í uppnefnum á öllum Jóhönnum landsins.  Hér er kurteisi og prúðmennska alltaf í fyrirrúmi!!!!!  Það getur t.d. ekki kallast uppnefni að kalla þessar Jóhönnur ráðherralíki.

Þú manst þá tíð, að bjór var bannaður á Íslandi og undir það síðast fundu menn upp bjórlíki, til þess að reyna að bæta sér upp bannið. 

Bjórlíki var ekki ekta bjór.  Ráðherralíki er ekki ekta ráðherra.

Kveðja,

Axel.

Axel Jóhann Axelsson, 5.2.2010 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband