Norska ríkisstjórnin skammast sín

Thomas Vemes, blaðamaður hjá ABC Nyheter í Noregi, hefur upplýst, að norska ríkisstjórnin hafi kúvent í afstöðu sinni til afgreiðslu láns til Íslendinga, því nú sé ekki lengur sett það skilyrði, að samþykkt á þrælasölu íslenskra skattgreiðenda til Breta og Hollendinga verði frágengin, áður en lánin verði afgreidd.

Þessu neita norsk stjórnvöld og halda því fram, að slíkt skilyrði hafi aldrei verið sett af sinni hálfu.  Þetta segja þau, þótt marg staðfest hafi verið af norskum ráðherrum, að engin lán yrðu veitt, fyrr en ríkisábyrgðin á skuldum Landsbankans hefði verið samþykkt.

Greinilegt er, að einörð afstaða íslensks almennings gegn þrælasamningnum og væntanleg þjóðaratkvæðagreiðsla, sem mun kolfella lögin, hefur breytt afstöðu Norðmanna, eins og svo margra annarra erlendis að undanförnu.

Norska ríkisstjórnin er augljóslega farin að skammast sín, fyrir stuðninginn við þrælasölu nágranna sinna til erlendra kúgunarþjóða.

Nú er bara að vona að sú íslenska fari að skammast sín og hefji baráttu fyrir málstað eigin landsmanna.


mbl.is Stendur við fréttina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir allt þetta með þér, Axel.

Vonandi er ríkisstjórnin ekki óforbetranleg!

Jón Valur Jensson, 4.2.2010 kl. 16:36

2 identicon

Batnandi "norð"- mönnum er best að lifa.

Íslendingur (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband