Hvern er Össur að reyna að blekkja?

Eins og allir muna bráðlá á í vor, að sækja um aðild að ESB, til þess að það næðist að afgreiða umsóknina á meðan Svíar færu með forsætið í framkvæmdastjórninni.   Þess vegna var lista 2500 spurninga frá ESB svarað með mikilli skemmriskírn, til þess að hægt yrði að afgreiða málið á fundi framkvæmdastjórnarinnar í desember s.l.

Framkvæmdastjórnin frestaði hins vegar að taka umsókn til formlegrar meðferðar og sagt var að málið yrði tekið upp aftur á næsta fundi stjórnarinnar, sem haldinn verður í marsmánuði n.k.

Össur, utanríkisgrínari, viðurkenndi það sjálfur í desember s.l., að Icesave málið hefði þar haft áhrif, því hann sagði að töfin á afgreiðlsu ríkisábyrgðarinnar hefði vissulega haft sín áhrif.

Nú kemur þessi brandarakall í fjölmiðla og segir upp í geðið á fólki, að Icesave og ESB umsóknin séu tvö aðskilin mál, þrátt fyrir að ýmsir forystumenn ESB hafi sagt að þetta yrði allt skoðað í samhengi.

Hafi þetta átt að vera fyndið hjá uppistandaranum, þá er þetta brandari, sem ekki hittir í mark.


mbl.is ESB og Icesave aðskilin mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það trúverðugur Ráðherra sem fer eingöngu út með þessa spurningu?

Hvenær ætlar þessi auma Ríkisstjórn að stimpla sig inn í vinnuna og fá hrein svör við því hjá ESB hvar Ísland stendur gagnvart EVRÓPULÖGGJÖFINNI um innistæðutryggingakerfið. Samkvæmt Evu Joly og fleirum á hún ekki við um kerfishrun eins og varð hér.

Þetta er spurning sem Geir og  Solla hefðu átt að fá endanlegt svar við á fyrsta hrundegi. Og að sjálfsögðu þessi Ríkisstjórn þegar hún tók við.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 19:23

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það hefur verið ljóst allann tímann, að samkvæmt ESB reglugerðinni ber íslenskum skattgreiðendum ekki að borga eina einustu krónu, enda þyrfti ekki að vera að samþykkja ríkisábyrgð núna, ef reglugerðin hefði gert ráð fyrir henni.

Það er heldur aldrei vitnað í neina lagabókstafi, hvorki íslenska né evrópska, um greiðsluskyldu Íslendinga, heldur er alltaf talað um að þetta sé pólitísk lausn.

Þetta er pólitísk lausn, sem Bretar og Hollendingar kúguðu ríkisstjórnina til að samþykkja.  Fyrst gömlu ríkisstjórnina og svo þá nýju.

Axel Jóhann Axelsson, 9.1.2010 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband