Ríkissjóðir eiga ekki að borga, þó þeir geti

Í tilskipun ESB um innistæðutryggingasjóði kemur skýrt fram, að ekki sé hægt að krefja ríkissjóði um bætur vegna tapaðra innlána í bönkum, hafi verið stofnaðir tryggingasjóðir samkvæmt reglugerðinni.

Það var gert hér á landi og því mátti ekki vera ríkisábyrgð á innistæðum í bönkunum, enda hefði ríkisábyrgð talist til markaðmisnotkunar og þar með algerlega óheimil.  Eftir bankakreppuna, sem skalla á öllum hinum vestræna heimi, jusu mörg ríki óheyrilegum fjámunum inn í sín fjármálafyrirtæki, en það var í raun þvert á reglugerðina og ekkert, sem skylduðu þau til að gera þetta.

Hefði verið gert ráð fyrir ríkisábyrgum í reglugerð ESB, þyrfti ekki að neyða Íslendinga núna, til að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave skuldum Landsbankans, enda heyrast engar raddir neins staðar frá um lagalega skyldu til að ábyrgjast þessar innistæður, heldur er alltaf talað um að þetta sé pólitísk lausn.

Sú pólitíska lausn felst í því að neyða íslenska skattgreiðendur til að taka á sig þennan klafa, vegna hræðslu ESB um að traust á bönkum innan stórríkisins yrði að engu og hætta væri á allsherjar bankaáhlaupi.  Til að bjarga trausti á bankakerfi Evrópu, skal nú fórna Íslendingum með pólitískri lausn á málinu.

Grunur leikur á að leynisamningur hafi verið gerður um að skuldin yrði felld niður við inngöngu Íslands í ESB og að það sé einn af þeim samningum, sem lögmannsstofan Mishcon de Reya sagði að ekki hefðu enn verið gerðir opinberir, en hefðu fylgt Icesave samningnum.

Allir slíkir hliðarsamningar hljóta að verða kynntir fyrir almenningi, áður en þjóðaratkvæðagreiðslan fer fram. 

Það er alger lágmarkskrafa að allar upplýsingar liggi ljósar fyrir.


mbl.is Hvorki geta né eiga að borga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband