Stórmerkilegt innlegg, sem betur hefði verið tekið tillit til

Maria Elvira Méndez Pinedo, dósent í Evrópurétti við Háskóla Íslands, hefur skrifað stórmerkilega grein á vef sinn um misskilning erlendra fjölmiðla á eðli synjunar forsetans á staðfestingu óheillabreytingarlanganna á ríkisábyrgðinni, sem Alþigi samþykkti þann 30. desember s.l.

Ekki er síðra viðtalið, sem birtist við hana í Mogganum s.l. sumar og hefðu þeir, sem um málið fjölluðu á þeim tíma, betur leitað til hennar vegna þekkingar hennar á Evrópurétti og skoðana hennar á því hvernig íslensk yfirvöld hafa haldið á Icesave málinu, alveg frá upphafi.

Fólk er hvatt til að lesa vel greinina, sem þetta blogg hangir við, því þar kemur margt merkilegt fram og lokaorðin hafa sannarlega ræst:  "Nú stöndum við uppi með Icesave-samninga, sem eru svo fjarri því að vera ásættanlegur kostur í stöðunni. Og ef við ekki breytum um kúrs er hætta á að framhaldið verði ekki skárra. Það er ekkert grín að fóta sig í Evrópusamstarfinu, það má segja að við séum á gráu svæði sem gangi inn á ESB-rétt, EES-rétt og alþjóðalög. Það er því að mörgu að hyggja og eins gott að menn viti hvað þeir eru að gera."

Þetta sagði Maria í sumar, áður en fyrri Icesavelögin voru samþykkt og því miður var ekkert gert með hennar álit, enda hefur spádómur hennar komið fram og nú súpa menn seyðið af því.


mbl.is Telur útlenda fjölmiðla misskilja málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband