Icesave er miðinn inn í ESB

Talsmaður framkvæmdastjórnar ESB segir að Icesavemálið verði til skoðunar við mat á umsókn Íslands að ESB og slíkar "hótanir" berast frá ýmsum málsmetandi mönnum ESBríkja.  Þetta eru engar nýjar fréttir, því framkvæmdastjórnin frestaði umfjöllun um inngöngubeiðni Íslands í desember s.l., en bar reyndar öðru við, þó allir vissu hvað hékk á spýtunni.

Össur, utanríkisgrínari, viðurkenndi það óbeint í viðtölum, að sú væri ástæðan og því hefði fyrirtaka umsóknarinnar verið frestað fram í mars n.k.  Verði breytingarlögin á ríkisábyrgðarfyrirvörunum felld í þjóðaratkvæðagreiðslu í febrúarlok, verður umsókn Íslands enn frestað a.m.k. fram á haust, ef henni verður ekki bara vísað frá, sem væri besta afgreiðslan fyrir Íslendinga.

Paul Myners, aðstoðarfjármálaráðherra Bretlands, er einn þeirra, sem heldur að Íslendingar fari að skjálfa vegna hótana um útilokun frá ESB, en hann sagði m.a:  "Íslensk stjórnvöld geri sér fulla gein fyrir því að samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sé stofnað í hættu og sömuleiðis mögulegri aðild að Evrópusambandinu."

Enn og aftur kemur fram að AGS er handrukkari fyrir Breta og Hollendinga og alls ekki í raunverulegu samstarfi við Íslendinga um að koma efnahagsmálunum í lag.  Sama er um norðurlöndin, þau hafa enn í hótunum, um að setja loforð sín um lánveitingar í frystingu, ef Íslendingar gangi ekki að ítrustu kröfum þrælahöfðingjanna, bresku og hollensku.

Íslendingar eiga engar vinaþjóðir, a.m.k. ekki í Evrópu, nema Færeyinga og líklega Pólverja og þurfa því ekki að reikna með aðstoð neinsstaðar frá.  Baráttan fyrir réttlátri niðurstöðu í Icesavemálinu verður löng og ströng, en hana munu Íslendingar heyja einir.

Til þess að eiga möguleika í þeim hernaði verður þjóðin að standa saman og vera tilbúin til þess að taka á sig ýmsa erfiðleika á meðan á þeim bardaga stendur.  Það hefur hún gert áður og gerir vonandi núna. 

 


mbl.is ESB metur Icesave-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Þetta útskýrir vel hversu döpur á svipinn Jóhanna var á blaðamannafundinum í gær og aftur að það vottaði fyrir brosi hjá Steingrími :)

Jón Óskarsson, 6.1.2010 kl. 14:50

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Mér finnst þú ekki túlka þessi ummæli rétt. Íslendingar eru aðilar að AGS og umsækjendur að ESB. Ef mikilvæg mál sem snerta AGS beint einsog IceSafe verða ekki útkljáð með samningum þá verður umsókn um ESB einnig sett í bið þó ekki nema vegna andstöðu Hollendinga og Breta sem eru aðilar að bæði AGS og ESB. - Þó að við séum íslendingar þurfum við að geta greint á milli hvað er hvað. Það hjálpar meira að segja í berjamó.

Gísli Ingvarsson, 6.1.2010 kl. 15:10

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Fyrirgefðu Gísli, en hvað var ekki túlkað rétt?  Ég skil þig ekki alveg, enda fer ég afar sjaldan í berjamó.

Axel Jóhann Axelsson, 6.1.2010 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband