Skattahækkanabrjálæðið farið að sjást

Ein fyrstu merkin um skattahækkanabrjálæði ríkisstjórnarnefnunnar eru komin í ljós, með hækkun virðisaukaskatts, tóbaks- og áfengisgjalds, skatta á olíuvörur o.fl., sem tók gildi um áramótin.  Bensínið á þjónustustöðvum er nú að nálgast 200 krónur líterinn og vegna hækkana á heimsmarkaði, má gera ráð fyrir að útsöluverð hérlendis hækki enn meira á næstunni.

Um næstu mánaðamót fær fólk svo fyrstu launaseðla ársins og sjá þá hækkunina, sem orðin er á tekjuskattinum og bitnar helst á millitekjufólkinu.  Eftir því, sem líður á árið, mun þetta skattahækkanabrjálæði taka meira og meira í heimilisbudduna og fjárhagserfiðleikar flestra munu aukast verulega frá því sem þó er orðið, ná þegar.

Ríkisstjórnarnefnan er heppin, að athygli fólks skuli beinast að Icesave málinu þessa dagana, því það dreifir huganum frá sköttunum á meðan.

Ekki virðist vera hægt, af hálfu ríkiskerfisins, að vinna að nema einu máli í einu og því situr allt á hakanum á meðan kerfið er strand vegna Icesave og á meðan eykst atvinnuleysi og önnur óáran í landinu.

Hvar eru ráðherranefnurnar, sem ekki eiga að hafa Icesave á sinni könnu?


mbl.is Bensínlítrinn nálgast 200 kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Gæti ekki verið meira sammála.

ThoR-E, 6.1.2010 kl. 19:56

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Svo sammála þér!

Sumarliði Einar Daðason, 6.1.2010 kl. 22:29

3 Smámynd: Jón Óskarsson

Það er nefnilega stundum eins og ríkisstjórnin samanstandi bara af 2-5 ráðherrum.   Allt er strand á meðan Jóhanna og Steingrímur vinna að Icesave málinu og einungis andlit Össurar og Gylfa sem sjást svolítið í  sambandi við það mál  Fyrir utan þau er það dómsmálaráðherrann sem er að vinna að málum og vinnur sín mál vel.  Í upphafi árs var talað um "Verkstjóra" í stað "Forsætisráðherra".  Hvar er nú verkstjórnin ?   Það er öllum yfirmönnum nauðsynlegt að kunna að dreifa verkefnum á milli starfsmanna sinna svo álagið jafnist sem best og verkefnin gangi.  Á þetta virðist skorta hjá ríkisstjórninni því þar eru menn ekki að gera neitt.

Hræðsluáróður sem farinn er strax í gang eins og til að mynda varðandi þa að stýrivextir geti átt eftir að hækka, við næstu ákvörðun, en ekki lækka er til þess að fela þá staðreynd að það hefði gerst hvort sem var vegna þess að með skattahækkunum og hliðaráhrifum þeirra núna um áramótin þá fór í gang mikið verðbólguskot.  Það verðbólguskot hefur ekkert með atkvæðagreiðsluna á Alþingi 30.desember, synjun forsetans í gær, né væntanlega niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu að gera.

Mér sýnist að verðbólguskotið verið allnokkru meira og trúlega vari lengur en t.d. Greiningardeild Íslandsbanka áætlaði nú nýverið.  Við sjáum nú þegar 10% hækkun rafmagns, 8% hækkun á sementi, 7-10% hækkun bensínverðs, 10% hækkun bifreiðagjalda, 10% hækkun á tóbaki og verulega hækkun áfengis og daglega frá því rétt fyrir áramót er að heyrast af hækkunum og þær eiga eftir að verða á öllum sviðum því með öðrum hætti er ill gerlegt að bregðast við skattahækkunarruglinu.   Allt hefur þetta bein áhrif á vísitöluna og snarhækkar lánin sem hafa stökkbreyst nógu mikið fyrir.  Sennilega er það þetta sem Jóhanna á við með því að ríkisstjórnin sé búin að klára nær öll mál sem snúa að endurreisninni.

Jón Óskarsson, 6.1.2010 kl. 22:34

4 identicon

ég er ósammála ykkur,Ríkistjórnin hefur þurft að berjast í bökkum til að koma einhverjum í gegnum þingið og auðvitað þurfti að skera niður og AGS og flestir erlendir sérfræðingar vildu að við skærum mun meira niður,ég veit þetta er ömurlegt og það finnst það öllum en við verðum að nota commom sense og reyna að lifa af.ákvörðun Ólafs gerir stöðuna mun erfiðari,hvernig á nú að rétta við andlit lands okkar sem er það sem þarf að gera til að hægt sé að lifa á þessu skeri,hefur einhver ykkar reiknað út hversu mikið meira þið þurfið að greiða í skatt,það er mun minna en í fyrstu virðist.Reynið nú að taka ykkur saman í andlitinu og hætta þessu væli,því það gerir ekkert nema að draga ykkur og ykkar meira niður

Andri Hermannsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 04:26

5 Smámynd: Jón Óskarsson

Já Andri ég hef reiknað það út og skrifað margoft um það.   Gerir þú þér t.d. grein fyrir því að maður með 150.000 í skattskyldar tekjur (laun að frádregnum lífeyrissjóði) er að greiða 68,76% hærri staðgreiðsluskatt 2010 en 2009 ?   Ég og margir fleiri höfum tjáð okkur um skattahækkanir af öllu tagi sem skella á þjóðinni af miklum þunga. 

Flestar aðgerðir stjórnarinnar bæði síðasta sumar og aftur nú í skattamálum eru verðbólguhvetjandi og til þess fallnar að draga mátt úr bæði einstaklingum og fyrirtækjum.   Í mörgum tilfellum er skattlagningin komin yfir "þolmörk" sem þýðir að minni tekjur skila sér.  Kannski áttu við það Andri að við munum ekki þurfa að greiða svo mikið í skatta vegna þess að búið er að hækka þá það mikið yfir þolmörkin og þrengja að fólki að við einfaldlega "getum ekki" greitt fleiri krónur í skatta.  

Varðandi niðurskurðarhliðina þá er ljóst að skera þarf ennþá meira niður en í niðurskurði þarf að felast skynsemi.  Það er ekki mikil skynsemi í því að skera svo mikið niður í vegaframkvæmdum að fyrirtæki fari á hausinn og fólk missi vinnuna því það lendir aftur á ríkissjóði.  Framkvæmdir á vegum ríkisins sem stuðla að atvinnu og skapa tekjur til baka í ríkissjóð eru nauðsynlegar.  Það er átakanlegt að sjá þá ráðherra í ríkisstjórninni, sem greinilega hafa allt of lítið að gera á meðan aðrir ráðherrar eru yfirhlaðnir, slást innbyrðis og þannig stöðva stórframkvæmdir á Reykjanesi.

Ríkisstjórnin er með þingmeirihluta og á að geta komið sínum málum í gegn.  Hins vegar hlustar stjórnin ekki á góð ráð í tekjuöflun og vegna skorts á "verkstjórn" þá eru frumvörp að koma seint fram og nánast ekkert frumvarp hefur verið gallalaust þegar það loks birtist.  Breytingar á tekjuskattslögum og virðisaukaskattslögum hefðu þurft að vera lögð fram í þingbyrjun 1.október þannig að efnahags- og skattanefnd hefði haft nægan tíma til að sníða agnúa af þeim og hlusta á röksemdir umsagnaraðila.  En í staðinn er þetta ekki lagt fram fyrr en 1. desember þar af leiðandi tíminn löngu farinn frá mönnum.

Jón Óskarsson, 7.1.2010 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband