Ýmsar sanngjarnar umfjallanir erlendis

Mikið hefur verið gert úr neikvæðum umsögnum breskra og hollenskra stjórnmálamanna vegna synjunar forsetans á staðfestingu laganna um útþynningu fyrirvaranna við ríkisábyrgð á skuldum Landsbankans.  Einnig hefur röngum og villandi umfjöllunum fjölmiðla erlendis verið gerð góð skil, en minna farið fyrir frásögnum af velviljuðum og skynsamlegum greinum erlendra blaða.

Rykið er þó byrjað að setjast og byrjaðar eru að birtast greinar í erlendum blöðum, þar sem fjallað er um allt þetta óheillamál af nokkurri þekkingu og réttsýni.  Wall street Journal birtir á vef sínum ágæta grein um málið, þar sem farið er yfir málið á ágætan hátt og rifjuð upp fyrri deilumál Breta og Íslendinga, en sagt að frá þeim tíma sé heimurinn breyttur og nú ráði t.d. ESB og AGS miklu um lyktir mála.

Athyglisvert er það sem kemur fram í greininni um fordæmið, sem þetta gæti gefið um bankainnistæður í framtíðinni, en þar segir:  "Hvaða skilaboð gefur þetta sparifjáreigendum í stórum löndum í næstu uppsveiflu? Það að þeir þurfa ekki að spyrja of margra spurninga um hvort innistæðurnar séu traustar þar sem ef illa fer þá muni ríkisstjórn þeirra og aðrir skattgreiðendur landsins greiða þeim út innistæðurnar. Hægt verður að senda reikninginn úr landi og hann hafnar á útlendum skattgreiðendum." 

Verður ekki að fara að gera þá kröfu til sparifjáreigenda, að þeir velji sér innlánsstofnun, sem þeir treysta fyrir sparifé sínu og verði svo sjálfir að bera skaðann, ef illa fer?

Annað ekki síður áhugavert kemur fram um ESB, en það er þetta:  "Fyrir Evrópusambandið er þetta einnig stund lærdóms. Tvö aðildarríki sem þyrstir í peninga eru að traðka á ríki sem vill fá aðild að ESB. Lokað hefur verið fyrir viðræður nema Bretar og Hollendingar fái peninga sína. ESB hefur það fyrir reglu að fara illa með lítil ríki."

Hvers vegna skyldu lítil ríki sækjast eftir því að láta ESB fara illa með sig?

Því verður Samfylkingin að svara fyrir Íslands hönd.


mbl.is Hefðu átt að halda sig við fiskinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Comment frá The Times, athyglisvert !

Karl Snow wrote:
A small piece of text taken from Huffingtonpost 5th jan by Mr Sheldon Filger. Might be more relevant to Brits than we might or wish to think of.

“What is now occurring in Iceland is a foretaste of what may become more common throughout the developed world. Taxpayers have been told by policymakers that they must bear the financial costs of failed decisions made by private business, no matter how steep the price, or accept even more horrendous economic consequences. For the first time, an aroused public in at least one country has rejected the dictates being imposed by the political establishment.

No wonder that the Dutch and British governments reacted so swiftly with a condemnation of Iceland's citizens for having the audacity to think they have the right to exercise their democratic rights in deciding for themselves what is in the best economic interests of their nation.

As the global economic crisis continues, leading to more private business failures and demands by policymakers that taxpayers fund ever-larger bailouts, look for other aroused citizenry following in the footsteps of Iceland's.”

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 10:19

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta er afar áhugavet.  Málstaður íslenskra skattgreiðenda nýtur vaxandi skilnings, a.m.k. skattgreiðenda erlendis.

Axel Jóhann Axelsson, 6.1.2010 kl. 10:32

3 identicon

Þrátt fyrir kvíðann sem þjóðin ber yfir hugsanlegum neikvæðum áhrifum ákvörðunar forsetans er eitt alveg á hreinu - Ísland er að setja fordæmi.

Rétt eins og fjölmargir greinahöfundar hafa tekið fram þá fer að reyna á regluverk ESB í þessu máli. Það kæmi mér ekki á óvart að EF Bretar og Hollendingar ætluðu sér í harðan slag við okkur, þá yrði það þeim örugglega erfiðara en þeir vonast eftir.

Þetta er það sem gerir þessa stöðu svo spennandi.

Jón Flón (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband