Betra að fresta fram yfir áramót

Þingstörf eru öll í uppnámi vegna ótrúlegra vinnubragða ríkisstjórnarnefnunnar á lokaspretti umræðunnar um breytingu á lögum um ríkisábyrgð á skuldum Landsbankans.

Samningurinn sjálfur er sá allra lélegasti, sem sjálfstætt ríki hefur gert við önnur ríki, án þess að um uppgjafarskilmála hafi verið að ræða eftir styrjaldir.  Samninganefndin var enda samansett af embættismönnum, sem vafi leikur á að hafi kunnað almennilega ensku og alls ekki flókið enskt lagamál, enda textinn allur einhliða í hag hinna erlendu "samningsaðila".

Formaður samninganefndarinnar sagðist ekki hafa nennt að hafa þetta mál hangandi yfir sér lengur og því bara skrifað undir og svo þegar hann er boðaður á fund Fjárlaganefndar Alþingis, til að útskýra ýmsa þætti í aðdraganda undirskriftarinnar, þá nennir hann ekki að mæta og nennir ekki heldur að útskýra málið skriflega.

Enn er beðið eftir nýjum gögnum frá Mishcon de Reya, ensku lögmannsstofunni, sem reyndi að ráðleggja Svavari og félögum heilt í aðdraganda samningsins, þó Svavar hafi hunsað þær ráðleggingar, enda hefur hann varla nennt að hlusta á þær.

Úr því sem komið er, er viturlegast að fresta málinu fram yfir áramót, því ef þingið ætlar að fara að fjalla um málið í dag og greiða síðan atkvæði um það í nótt, er mikil hætta á óeirðum í miðbænum, sem ekki er gott að spá um, hvert kunna að leiða.

Það er ekki fyrst og fremst vegna þess að andstæðingar ríkisábyrgðarinnar muni fjölmenna í miðbæinn, heldur er mikil hætta á að talsverð ölvun verði í bænum í kvöld og nótt og fólk sem ekki verði alveg með sjálfu sér, leiðist út í skrílslæti og jafnvel óeirðir við slíkar aðstæður.

Þingmönnum veitir ekki af nokkrum dögum í viðbót til að safna saman þeim gögnum, sem enn er reynt að leyna fyir þeim.


mbl.is Þingfundi nú frestað til 15
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband