Þingið nánast óstarhæft vegna hroka embættismanns og ráðherra

Svavar Gestsson og Steingrímur J. eru báðir miklir hrokagikkir og kjaftaskar, en nú er mikillætið og lítilsvirðingin gagnvart Alþingi gengin svo fram úr hófi, að þingið er orðið nánast stjórnlaust og óstarfhæft.

Ósannsögli, leynd og mikilmennska þessara félaga úr Alþýðubandalaginu sáluga, gagnvart þingi og þjóð, er orðin svo yfirgengileg, að jafnvel samflokksmönnum þeirra, mörgum hverjum, ofbíður.

Að opinber embættismaður skuli neita að mæta fyrir þingnefnd og útskýra störf sín, sem eiga að heita í nafni þjóðarinnar, lýsir slíkum hroka og yfirlæti, að engu tali tekur.

Enn meiri lítilsvirðing fyrir þinginu felst í því, að formaður Fjárlaganefndar og ráðherranefnurnar skuli sætta sig við þessa framkomu og láta hana átölulausa.

Það er grátlegt að horfa upp á niðurlægingu löggjafarsamkundu þjóðarinnar.


mbl.is Þingfundi frestað til 12
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt í boði Samfylkingarinnar !

Ekki gleyma því ! Þeir spiluðu stærri þátt en margur vill vita í öllu sem hefur skeð.

afb (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 11:51

2 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Þú hefur sagt nánast allt sem þarf að segja um þetta, nema mér finnst vanta að formenn stjórnarflokkanna eru ekki aðeins að sýna alþingi lítilsvirðingu með því að sjást aldrei í þingsal, heldur á það við um þjóðina alla. Það er varla hægt að sýna meiri lítilsvirðingu því fólki sem þau eiga að starfa fyrir en það að þau nenni ekki að hlusta á þvaður þeirra sem berjast af veikum mætti fyrir hagsmunum þjóðarinnar.

Ég vona að þó það verði of seint að þjóðin átti sig á innræti þessa fólks.

Kjartan Sigurgeirsson, 30.12.2009 kl. 12:05

3 Smámynd: Jón Óskarsson

Hvernig stendur á því að menn eins og Svavar Gestsson geta neitað að mæta fyrir þingnefnd ?  Þarf ekki að skoða einhver lög og reglur sem gilda um réttindi og skyldur þegna landsins ef nefndir Alþingis fara fram á að ákveðinn eða ákveðnir einstaklingar mæti fyrir viðkomandi nefnd ?

Jón Óskarsson, 31.12.2009 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband