Verða Icesave vinirnir saman í bankaráði Íslandsbanka?

Royal Bank of Scotland var stærsti viðskiptabanki Baugs Group í Bretlandi og tók þátt í mörgum "skuldsettum yfirtökum" fyrirtækja þar í landi og jafnvel víðar. 

Nú, þegar kröfur í gömlu bankana eru að koma upp á yfirborðið, kekur í ljós að RBS er einn af stærstu kröfuhöfunum í Baugsbankann Glitni, þannig að svo virðist, sem Glitnir hafi verið milligöngubanki í einhverjum þessara viðskipta, ekki ólíklega til að fela hve stór lántakandi Baugur var orðinn i RBS.

Annað, sem er athyglisvert, er að Landsbankinn skuli vera með svipaða kröfu á Glitni, en það virðist sýna hvernig fjármagn hefur verið sogað bakdyramegin milli banka, til að fela einhverja slóð lána til útrásartaparanna.

Breska ríkið mun koma til með að eiga mikinn meirihluta í RBS og íslenska ríkið á Landsbankann að mestu.

Kröfuhafar Glitnis hafa nú eignast Íslandsbanka og munu fá full yfirráð yfir honum eftir tvö ár og skipa þá stjórn hans, en fram að því mun skilanefndin stjórna bankanum.

Þegar þar að kemur mun Indriði H. væntanlega verða skipaður bankaráðsmaður og mun þá líklega hitta þar fyrir vini sína úr bresku samninganefndinni um Icesave.


mbl.is Tengsl íslensku og bresku bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það væri nógu fróðlegt Axel, að vita hvaða viðskipti RBS var að fjármagna í gegn um Glitni. Ætla verður að RBS hafi verið leiðandi aðili í þeim verkefnum sem bankarnir fóru í saman. Ef lánastreymi bankanna er einhliða frá RGS til Glitnis, er þetta augljóst. Þá var Glitnir notaður sem leppur fyrir RBS.

Loftur Altice Þorsteinsson, 27.12.2009 kl. 15:02

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þa' verður fróðlegt að fá nánari fréttir af samspili þessara banka, en RBS var mikill samstarfsbanki Baugsmanna og félaga þeirra í Bretlandi.  Ef til vill voru þeir orðnir of stórir skuldarar í bankanum, til þess að hann gæti fjármagnað þá meira, nema þá gegn krókaleiðum og einn sá krókur hafi verið Glitnir.

Royal Bank of Scotland var stórtækur, eins og íslensku bankarnir, enda tapaði hann einna mest allra breskra banka í hruninu.  Ekki er undarlegt þó rannsakendur efnahagsglæpa í Bretlandi hafi mikinn áhuga á að skoða íslensku bankana vandlega.

Vonandi upplýsast öll þessi tengsl að lokum, þó maður leyfi sér að efast um það.

Axel Jóhann Axelsson, 27.12.2009 kl. 17:09

3 identicon

Atli (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 17:09

4 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þannig að ICESAVE, Landsbankinn, Royal Bank of Scotland og e.t.v. fleiri íslenskir og breskir bankar eru þá bara svona sameiginlegur klúbbur sem íslensku þjóðinni er gert að fjármagna... Þeir Indriði H, Jón Sigurðsson (Samfylkingarmaður) og væntanlega fleiri setjast svo í stjórnir þessara peningastofnunana.... Hvað ætli það verði langt þangað til Finnur, Jóhannes, Jón Ásgeir og Björgólfarnir setjast aftur í stjórnir íslenskra peningastofnana.... Úr því að þeir eru hæftir til að setja á stofn Gagnaver með skattaafslætti þá er tæpast hægt að halda svona reynsluboltum fyrir utan stjórnir banka og helstu fyrirtækja landsins....!

Ómar Bjarki Smárason, 27.12.2009 kl. 18:47

5 identicon

Paradísarheimt ;-)

Það er nú einu sinni Samfylkingin sem er á bakvið þetta allt saman, VG
hafa ekki hugmynd og kunna þetta einfaldlega ekki, þeir geta ekkert gert að
því.  Samfylkingin er með forsætisráðuneytið og formann fjárlaganefndar og
þá er málið dautt ;-)

Það er svo einfalt hvað er í gangi hérna hjá okkur á landi guðs "Ísland"! 
Við stefnum á ljóshraða inní ESB hvað sem það kosta með fyrrum
Sovételítunni á Íslandi í broddi fylkingar, þ.e. Ólafur Ragnar, Svavar
Gestsson, Svandís Svavarsdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Indriði ...,
Steingrímur J Sigfússon, Össur Skarphéðinsson,  Ingibjörg Sólrún, Jón
Sigurðsson o.s.frv.

Sólin hefur alltaf verið björt í austri, þurfum við að fara eitthvað nánar
út í þetta?

Lifið heil og áfram sjálfstæð hugsun með frelsi einstaklingsins í huga ;-)

Kv.

Atlinn 

Atli (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 23:56

6 Smámynd: Jón Óskarsson

Mér sýnist á framangreindu að Íslandsbanki verði í raun í sameiginlegri eign Breskra og Íslenskra stjórnvalda sem sagt ekki í einkaeign heldur í "tvöfaldri" ríkiseign í gegnum RBS og NBI.   Það er talsvert mikið til í því sem Ómar segir hér að framan um þennan "Icesaveklúbb"

Jón Óskarsson, 28.12.2009 kl. 16:00

7 identicon

Mig langar að skifa um bankastofnun fyrir mín viðskipti en ég veit ekki kvert ég á að fara með mín bankaviðskipti. Ég tó ekki þátt í 2007 bullinu og mig langar til að eiga mín bankaviðkipti við al Íslenska bankastofnun sem er laus undan sukkinu. Er það kanski sparisjóður Þingeyinga ?? en þá þurfa þeyr aðfjölga útibúum.

Jónas Hallgrímsson (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 22:48

8 Smámynd: Jón Óskarsson

Eitt af því sem núverandi ríkisstjórn er búin að vera að draga lappirnar í, er að koma í framkvæmd fyrirhuguðum stuðningi við þá sparisjóði landsins sem ennþá lifa.   Það er landsmönnum nauðsynlegt að sparisjóðunum fækki ekki frekar, því þar er og hefur verið mun persónulegri þjónusta heldur en hjá stóru bönkunum.   Þó svo að sparisjóðirnir hafi ekki og eigi ekki að hafa burði til þess að fjármagna stórframkvæmdir eða annast viðskipti stærri fyrirtækja, þá gegna þeir mikilvægu hlutverki fyrir smærri viðskiptavini og geta veitt alla þá þjónustu sem flestir einstaklingar þurfa á að halda.

Ég vil nota tækifærið og benda bloggurum á að gott er að nota forritið "púka" sem er ofan við gluggann sem menn skrifa í, áður en greinar eru sendar því það er fátt eins leiðinlegt og að senda frá sér athugasemdir með mikið af stafsetningarvillum.  Þó púkinn komi ekki í veg fyrir allar villur þá finnur hann þær helstu og bætir greinarskrifin hjá manni.

Jón Óskarsson, 29.12.2009 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband