Eina eftirlifandi útrásarfyrirtækið?

Actavis virðist vera eina, eða eitt af sárafáum útrásarfyrirtækjum, sem ennþá eru lifandi og í fullum rekstri.  Reyndar hefur flogið fyrir, að félagið sé í gjörgæslu erlendra banka, þannig að sú spurning vaknar, hvort fyrirtækið telst lengur vera í eigu Björgólfs Thórs, eða sé í raun komið í hendur þessara útlendu banka.

Hvað sem því líður, er Actavis ennþá í þeirri stöðu, að geta gert himinhá kauptilboð í önnur félög, eða eins og fram kemur í fréttinni:  "Heimildir Bloomberg herma að auk Actavis og EQT séu lyfjafyrirtæki eins og Sanofi-Aventis, Teva Pharmaceutical Industries og Sinopharm Group meðal bjóðenda. Eiga öll félögin sem enn eru í pottinum að hafa boðið yfir 2,5 milljarða Bandaríkjadala, 311 milljarða króna, í þýska fyrirtækið."

Fyrirtæki, sem geta tekið þátt í slíkum kaupum hljóta að eiga gríðarlega sjóði, eða það sem líklegra er, að á bak við þau standi stórir bankar og eitt sem víst er, er að þeir eru a.m.k. ekki íslenskir.

Eftir því sem best er vitað, er Actavis skráð með höfuðstöðvar á Íslandi og verður því líklega ennþá að teljast íslenskt útrásarfyrirtæki, hvernig svo sem eignarhaldinu er háttað um þessar mundir.

Á meðan svo er, verður að vona að fyrirtækinu takist að lifa af fjármálakreppuna og geti að einhverju leyti tekið þátt í uppbyggingunni, sem framundan er.


mbl.is Rætt um sameiginlegt tilboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Félagið er í raun í eigu Deutsche Bank. Þeir eiga skuldina

John Merlin (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 14:22

2 identicon

Nei Actavis er ekki eina eftirlifandi "útrásarfyrirtækið". Önnur eru:

Marel

Össur

CCP

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 14:29

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hárrétt Björn, þetta eru auðvitað útrásarfyrirtæki, þó þau hafi verið skynsamlega rekin, sem ekki er hægt að segja um þau fyrirtæki, sem almennt eru kölluð "útrásarfyrirtæki". 

Það er spurning hvaða orð ætti að nota til að aðgreina þessi alvörufyrirtæki, frá hinum.

Bankabarónarnir töluðu niður til slíkra fyrirtækja á sínum tíma, vegna þess að þau væru framleiðslufyrirtæki og það þótti ekki par fínt í fjármála- og útrárargarkageiranum á þeim árunum.

Axel Jóhann Axelsson, 11.12.2009 kl. 14:39

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Er Þetta ekki bara sýndarveruleiki ? Ég trúi engu lengur þegar kemur að fjármálafyrirtækjum.

Finnur Bárðarson, 11.12.2009 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband