Grínútnefning ársins

Baugstímaritið Nýtt líf hefur valið Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherralíki, konu ársins og hefði það komið gjörsamlega á óvart, ef ekki væri fyrir eiganda tímaritsins.

Mesti brandarinn við útnefninguna er forsendan fyrir henni, eða eins og þar segir:  "Í umsögn ritstjórnar tímaritsins segir að frá lýðveldisstofnun hafi sennilega enginn stjórnmálamaður staðið frammi fyrir jafnögrandi verkefni og Jóhanna geri nú."

Þetta hlýtur að vera í fyrsta skipti í veraldarsögunni, sem einhver er verðlaunaður fyrir að standa frammi fyrir ögrandi verkefni.

Venjulega er fólk heiðrað fyrir að hafa leyst ögrandi og vandasöm verkefni vel af hendi, en ekki bara fyrir að standa frammi fyrir þeim.

Nýtt líf hlýtur að verða útnefnt tímarit ársins, fyrir að verðlauna aðila, sem stendur ráðalaus frammi fyrir verkefnum sínum, hvort sem þau eru ögrandi eða ekki.

 

 


mbl.is Jóhanna valin kona ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

 Valið var til vanda fundið,

vafðist kyn um sprund.

Þegar sálin sjálf var valin,

það var á Baugsins fund.

Rauða Ljónið, 10.12.2009 kl. 22:33

2 Smámynd: Björn Birgisson

Nú er greinilega erfitt að vera Sjálfstæðismaður. Sakbitinn og fullur hryggðar vegna unninna "afreka" . Svo kemur betri tíð með fáein blóm í haga. Hver veit? Kannski eftir 15 ár?

Björn Birgisson, 10.12.2009 kl. 22:36

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nei Björn, það er ekki og hefur aldrei verið erfitt að vera Sjálfstæðismaður.

Ég er sammála þér um það, að vinstri stjórnin mun framlengja kreppuna frá því, sem hún hefði þurft að vera.  Sjálfsagt er rétt hjá þér, að það verði a.m.k. 15 ár.

Axel Jóhann Axelsson, 10.12.2009 kl. 23:17

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Það eru víst tvær tegundir af Sjöllum. Skáld eitt skilgreindi þá þannig:

Sumir eru sauðheimskir kjánar

Í þá ber að gefa frat.

Aðrir eru hreinræktaðir bjánar

tjóðraðir við rassagat....

hilmar jónsson, 10.12.2009 kl. 23:41

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hilmar, mikið mátt þú þakka himnaföðurnum fyrir hvað hann hefur gert þig miklu betri, gáfaðri og gjörfulegri á allan hátt, en alla aðra menn.

Menn, sem hafa efni á því, að kalla alla aðra heimskingja, bjána og þaðan af verra, hljóta að vera vel af guði gerðir sjálfir, en margir slíkir kunna þó að fara vel með sínar gáfur.

Þú sýnir aldrei neina slíka kunnáttu.

Axel Jóhann Axelsson, 10.12.2009 kl. 23:47

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Já Axel maður getur ekki annað en verið þakklátur...

hilmar jónsson, 10.12.2009 kl. 23:55

7 Smámynd: Jón Óskarsson

Útnefningin minnir óneitanlega á friðarverðlaun Nóbels sem Barak Obama var að veita viðtöku, en nefndin ákvað að veita honum þessi verðlaun örðu hvoru megin við þann dag sem hann var settur í embætti í byrjun ársins.  Með fullri virðingu fyrir honum þá var hann ekki búinn að vinna annað afrek en að takast að vinna forsetakosningarnar.  Framundan voru á þessum tíma 4-8 ár í embætti og mér finnst allavega skynsamlegra að veita fólki viðurkenningar fyrir vel unnin störf, en ekki það að standa frammi fyrir verkefni.   Sá sem klífur háan fjallstind setur gjarnan fána sinnar þjóðar á tindinn þegar upp er komið en byrjar ekki á því að reisa hann við fjallsræturnar.

Jón Óskarsson, 11.12.2009 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband