Óáreittir glæpahópar?

Upplýsingar lögreglunnar um að hér á landi starfi margir skipulagðir glæpahópar, bæði íslenskir og erlendir, vekja upp margar áleitnar spurningar.  Ef lögreglan hefur haft vitneskju um slík glæpagengi árum saman, hvers vegna ganga þau þá laus ennþá?

Á blaðamannafundi lögreglunnar í dag kom fram að:  "Margir glæpahópar hérlendis falla undir skilgreiningu evrópsku lögreglunnar Europol um skipulagða glæpastarfsemi, þar á meðað pólskir, litháískir og íslenskir glæpahópar með tengsl erlendis." 

Hérlendis starfa sem sagt margir glæpahópar, en samkvæmt fréttum síðustu daga er aðeins verið að rannsaka starfsemi eins þeirra og snýst sú rannsókn m.a. um fjármunabrot, Þjófnaði, ofbeldisbrot, fíkniefnabrot, skjalafals og peningaþvætti.  Áður höfðu tveir erlendir hópar verið upprættir, en þeir virtust hafa sérhæft sig í innbrotum, bæði á heimili og í fyrirtæki.

Þarna er þá samtals um að ræða þrjá glæpahópa, en ef margir í viðbót eru starfandi hérlendis og lögreglan veit um starfsemi þeirra, því eru þeir þá ekki teknir úr umferð samstundis?


mbl.is Margir glæpahópar með erlend tengsl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Merkilegt nokk þá hefur stöðugur niðurskurður undafarinna ára gert það að verkum að lögregla nær ekki að sinna frumkvæðisvinnu, sem er nauðsynleg í miklum mæli til þess að ná utan um hópa sem þessa. Það þarf sem sagt mannafla, fjárveitingar, lagaumhverfi og skilvirka dómstóla.  Hverjum það hentar að hafa lögregluna í stöðugu fjársvelti endalaust, öðrum en glæpamönnum, er mér óskiljanlegt. Getur verið að tengsl stjórnmálamanna og viðskiptaóreiðumanna séu svo sterk að lögreglunni hafi verið vísvitandi verið haldið niðri?

Runólfur Þórhallsson (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 17:04

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta gæti alveg verið rétt hjá þér, a.m.k. börðust bæði Samfylkingin og Vinstri grænir með oddi og egg gegn öllum framfaratillögum í löggæslumálum sem Björn Bjarnason, barðist fyrir í sinni ráðherratíð sem dómsmálaráðherra.  Nægir þar að nefna stofnun Greiningardeildar lögreglunnar.

Lögreglan stóð þétt með Birni í hans ráðherratíð, en stjórnarandstæðingar á þingi þvældust fyrir öllum úrbótum, eins og þeir mögulega gátu.  Ætli það hafi verið vegna tengsla við viðskiptaóreiðumenn?

Axel Jóhann Axelsson, 22.10.2009 kl. 17:12

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ekki hljómar þettta vel ef satt er. Ég gæti alveg trúað þessu miðað við allt sem á undan er gegnið.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 22.10.2009 kl. 17:43

4 identicon

Málið er miklu alvarlegra en látið er af ... glæpahópar sækja mjög á t.d. í Evrópu í skjóli Schengen og nú þegar ógna þeir sjálfstæðum ríkjum á borð við Kólumbíu og Mexíkó. Las nýlega úttekt á alheimsvandanum sem BBC fréttamaður gerði og tók 20 ár. Glæpahóparnir tengjast og mynda risastór tengslanet sem ráða oft yfir miklu meiri fjármunum en einstaka ríkisstjórnir .. þeir hafa til dæmis náð undirtökum í Georgíu og víðar á því svæði. Þeir ráða í Burma og miklu víðar stórum svæðum. Ísland er komið á dagskrá í gegnum Evrópska efnahagssvæðið og verður auðveld bráð.

olafur m. (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 17:52

5 identicon

Það er alveg ljóst að Löggan þarf alla peninga sem hún getur fengið. Það er ekki létt að gera þetta starf vel og vera stöðugt með peningarskort.

JB

jumbukk (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 17:58

6 identicon

Lögreglan er hvort eð er alltof upptekin að taka niður gróðurhús. Hún hefur ekki tíma til að sinna alvöru glæpamönnum.

garri (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 19:25

7 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Nei lögreglan er of upptekin við að rúnta og leita eftir litum pjökkum sem eru að reykja jónu í skúmaskoti, það er í ruan nánast eina sem þeir gera.

Alexander Kristófer Gústafsson, 23.10.2009 kl. 05:26

8 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Löggan á íslandi hefur nóg fjármagn, það eru færri lögreglumenn í ítaliu per 1000 manns en hér smt munni glæpatíðni,ég hef verið viðvarinnn 4 innbrot og sagan er eins, þeir koma eftir 30 mínótur, staldra við í 2 mínótur,skrifa eitthvað á blað og fara í burtu, þetta eru mestu letihaugar sem ég hef nokkítan vitað um.

Alexander Kristófer Gústafsson, 23.10.2009 kl. 05:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband