Lifandi lík

Ríkisstjórnin er dauð, en aðstandendur hennar eru í afneitun og geta ekki ennþá horfst í augu við raunveruleikann.  Bæði Össur, grínari, og Katrín, menntamála, hafa verið í viðtölum í dag og lýst þeirri von sinni, að Steingrímur J, fjármálajarðfræðingur, geti blásið lífi í nasir hennar, þegar hann kermur heim á morgun, en undanfarna viku hefur hann legið á píslarbekk Breta, Hollendinga, ESB og AGS í Istanbul.

Allir hans fundir hafa verið "gagnlegir" en virðast ekki hafa skilað neinu, öðru en því, að áfram skuli málin rædd og reynt að finna lausn á þeim, enda staðan orðin "vadræðaleg fyrir alla aðila", eins og ráðherranefnurnar orða niðurstöðuleysið.  Um þetta var fjallað nánar í gær, og má lesa það hérna

Þegar ráðherrar í ríkisstjórn eru farnir að tala um að þeir vonist til að stjórn þeirra sé ekki dauð, þá er hún í raun steindauð.  Ekki skýrist hugsunin í kolli þeirra, eða stuðningsmanna þeirra, á meðan þeir berja hausnum við steininn.  Því væri þeim ráðlegast að viðurkenna andlátið og auglýsa jarðarförina sem allra fyrst.

Hvað sem þeir reyna að klóra í grafarbakkann, er stjórnin ekki orðin annað en lifandi lík, eða eins og kaninn myndi segja:  "Dead man walking".


mbl.is Hefur trú á að stjórnin lifi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband