Biður þjóðina að afsaka sjálfa sig

Jóhanna Sigurðardóttir, meintur forsætisráðherra, notar nú hvern dag, eins og hann sé sinn síðasti í ráðherrastóli, til að dæla alls kyns yfirlýsingum yfir landslýð, um hitt og þetta, sem hún hefur skipt um skoðun á, eins og t.d. greiðsluskyldu þjóðarinnar á hluta af skuldum Landsbankans og í dag til að biðja þjóðina afsökunar á hruninu.

Það sem verra er, hún minnist ekkert á helstu sökudólga hrunsins, þ.e. útrásarmógúlana, heldur biðst hún afsökunar á gerðum allra annarra, jafnvel þjóðarinnar sjálfrar, þegar hún segir:  "„Bankarnir brugðust, stjórnkerfið brást, stjórnmálin brugðust, eftirlitskerfið brást, fjölmiðlarnir brugðust, hugmyndakerfi hins frjálsa markaðar brást og það hafa efalítið verið teknar margar rangar ákvarðanir sem leiddu okkur í þessa erfiðu stöðu," sagði Jóhanna."

Það er t.d. hulin ráðgáta hvernig stjórnmálin brugðust, því ekki er vitað til þess að bankar eða útrásarfyrirtæki hafi verið rekin af stjórnmálamönnum, né á pólitískum forsendum.  Hugmyndakerfi hins frjálsa markaðar brást ekki heldur, það voru glæpamennirnir sem ekki fóru eftir hugmyndakerfinu og brutu, eða sveigðu öll lög landsins til þess að stunda sína iðju og leika á eftirlitskerfið.

Auðvitað voru teknar margar rangar ákvarðanir á þessum tíma, af almenningi, en það voru fyrst og fremst hvítflibbaglæpamenn, sem komu þjóðinni í þá stöðu, sem hún er í núna og þeir hafa ekki og munu ekki biðja nokkurn mann afsökunar á framferði sínu.  Þeir munu ekki einu sinni sjá sitt eigið siðleysi í réttu ljósi á afplánunartíma, því þeir munu allir halda því fram, að þeir hafi verið misskildir snillingar, sem urðu fyrir óhappi, og allt hafi einmitt verið stjórnsýslunni og eftirlitskerfinu að kenna.

Þessi afsökunarbeiðni lýsir ekki mikilli einlægni og skýrist fyrst og fremst af því, að Jóhanna er orðin hrædd um afdrif ríkisstjórnarinnar og hún mun ekki sjálf verða í framboði til Alþingis oftar.

Hún vill láta minnast sín, sem manneskjunnar, sem bað alla afsökunar á öllu mögulegu.

 


mbl.is Biður þjóðina afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Og svo tala sumir vinstrimenn að einkavæðing bankanna sem slík, hafi verið mistök sem er tóm þvæla, þó segja megi með réttu að kaupendurnir hafi ekki reynst þjóðinni vel.

Áður en bankarnir vorus seldir voru þeir mesta spillingarbælið á landinu. Í ríkisbönkunum eins og þeir voru áður, höfðu stjórnmálamennirnir raunveruleg völd. Kjördæmapotið í algleymingi og allskyns bitlingum veitt í vitavonlaus fyrirtæki. Þá var ekkert spáð í hvort glóra væri í lánveitingum og pennastrikin alræmdu voru vinsæl þegar afskrifa þurfti skuldir valinkunnra.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.10.2009 kl. 14:58

2 identicon

Thú daemir Jóhönnu hart.  Ég efast ekki um thad eina sekúndu ad Jóhanna vill gera allt fyrir thjódina sem hún getur.  En thad er alveg rétt hjá thér ad sökin liggur fyrst og fremst hjá hvítflibbunum í bönkunum.

Eftirlit stjórnvalda var lélegt.

Amel (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband