Hraðaspurnigar á ensku

Nú er svo komið að opinbert tungumál ráðuneytanna og stjórnsýslunnar er enska, því það er orðið svo dýrt að tala íslensku.  Undirlægjuhátturinn við ESB er svo ótakmarkaður, að borið er við að það myndi kosta of mikið að þýða spurningalista ESB og þar að auki tæki það tvo til þrjá mánuði.

Allt skal gert til að hraða samningaferlinu við ESB, án þess að nokkur skilji hvað liggur á í þessu efni.  Ríkisstjórnin kemur ekki frá sér nokkru einasta verki, enda eru starfsmenn allra ráðuneyta og annarra stofnana í vinnu langt fram á kvöld og um  helgar í spurningaleiknum.  Þar er ekkert til sparað í launakostnaði, þó öllum öðrum ríkisstofnunum sé uppálagt að skera niðu aukavinnu, stytta vaktir og afnema ósamningsbundnar kostnaðargreiðslur.

Áætlaður kostnaður við umsóknarferlið að ESB er um tveir milljarðar króna og því er hlægilegt að bera því við, að of dýrt sé að nota móðurmálið við þá vinnu, þó það myndi kosta tíu milljónir.

Samfylkingin er yfirlýstur undirlægjuflokkur ESB sinna, en óskiljanlegt er að VG skuli taka þátt í þessari spurningakeppni.

ESB setur fram eintómar hraðaspurningar og álitamál hvort stjórnsýslan geti hugsað nógu hratt.


mbl.is Spurningalisti ESB ekki þýddur á íslensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég býðst til að taka verkið að mér fyrir 20% af kostnaðaráætlun.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.9.2009 kl. 17:13

2 identicon

svör Íslands muni eingöngu innihalda lýsingu á staðreyndum, löggjöf, innleiðingu löggjafar og framkvæmd hennar auk skipulags einstakra málaflokka.

Er þessi íslenska of torskilin fyrir þig, eða hvað á þessi kjánalega færsla að fyrirstilla?

Íslenska er ekki eitt af opinberum tungumálum spyrjandans. Næg tungumálaþekking er til staðar innan íslensku stjórnsýslunnar til þess að svara hinum erlenda aðila á erlendu tungumáli. 

Kristján Birgisson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband