Til hamingju Moggi

Nú hefur verið staðfest að Davíð Oddson og Haraldur Johannessen verði ritstjórar Morgunblaðsins og koma væntanlega til starfa næstu daga.

Nú verður Mogginn aftur það þungaviktarblað, sem hann hefur lengst af verið frá stofnun.  Hann dalaði örlítið síðustu átján mánuði, sérstaklega vegna einstrenginslegs ESB áróðurs, en eins og kunnugt er, er meirihluti Íslendinga mótfallnir aðild að sambandinu og því þótti fólki Mogginn setja niður við að verða áróðurstæki einkaskoðana ritstjórans í þessu efni.

Nú verður aftur tilhlökkunarefni að byrja daginn á lestri Moggans og engin mun geta komist hjá því, sem vill vera virkur í þjóðmálaumræðunni og fá bestu og nýjustu fréttir og fréttaskýringar beint í æð.  Fréttablaðið hefur engan trúverðugleika og eiginlega er óviðeigandi að minnast á DV, þegar talað er um fréttamiðla.

TIL HAMINGLU MOGGI MEÐ NÝJU RITSTJÓRANA.

TIL HAMINGJU ÍSLENDINGAR.

 


mbl.is Davíð og Haraldur ritstjórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með dauða dagblaðs! Á morgun mun ég eyða blogg aðgangi mínum og heita því að lesa Morgunblaðið aldrei aftur.

Andri Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 17:30

2 identicon

Nú þarf maður að fara endurnýja áskriftina að blaði allra landsmanna .

Valgarð Ingibergsson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 17:51

3 identicon

Þá fækkar lesendum hratt og örugglega.

Hallgrímur Ormur (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 18:05

4 Smámynd: Guðbergur Egill Eyjólfsson

Ekki trúir þú því í alvörunni að þetta verði blaðinu til heilla? Hvernig getur blað verið óháð og trúverðugt þegar að ritstjóri þess er fyrverandi forsætisráðherra, formaður stjórnmálaflokks og seðlabankastjóri. Þið sem viljið lesa svona fréttir getið ekki haft vott af sjálfstæðri hugsun og viljið bara láta matreiða ákveðin raunveruleika ofan í ykkur. Heldur þú í raun að Moggin eigi eftir að gagnrýna eitthvað frá ríkisstjórnartíð Davíðs eða frá tíma hans í seðlabankanum. Halló er ekki allt í lagi.

Kveðja Guðbergur

Guðbergur Egill Eyjólfsson, 24.9.2009 kl. 18:05

5 identicon

Andir, hættu þessu væli og hættu að blogga ef þú finnur þig knúinn til þess, ég mun hinsvegar örugglega kaupa mér áskrift að blaðinu á morgun, tími til kominn að maður sem þorir að rífa kjaft þrátt fyrir mótlæti fari að stýra þessu, ekki einhver ESB gunga sem þorir ekki að berjast aðeins í bökkum og felur sig á bakvið Samspillingu.

Gleymist ansi oft í umræðunni að í Sjálfstæðisflokknum berjast tvær fylkingar og örugglega ekki langt í að Davíð gefist upp á ruglinu sem þar viðgengst sem og margir aðrir sjálfstæðismenn og konur og segi sig úr flokknum og fari í það að stofna nýjan hægriflokk, bíð spennt eftir þeim degi, þá verð ég fyrst til þess að skrá mig.

Hlakka fyrir mitt leyti til þess að sjá hvernig Davíð og Haraldi gengur upp með að ritstýra blaðinu, verður eflaust áhugavert og klárt mál að þrátt fyrir að mogginn muni missa nokkra áskrifendur þá munu aðrir koma í staðinn.

sigrún björg (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 18:13

6 Smámynd: Ragnar Borgþórs

Þið ömurlega hallarislegu raddir sem haldið að eftirsjá sé af ykkur á blogginu : ein smá leiðrétting " mér og mörgum öðrum gæti ekki staðið meira á sama "  þetta er hallarislega barnalegt. 

Hefði viljað sína ykkur puttann en fann hann ekki á takkaborðinu

Ragnar Borgþórs, 24.9.2009 kl. 18:24

7 identicon

Held hann sé á ALT + F+O+K+K+J+Ú+V+Æ+L+U+K+J+Ó+A+R - en er samt ekki viss.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 22:19

8 identicon

@ Guðbergur Egill Eyjólfsson, 24.9.2009 kl. 18:05

"Hvernig getur blað verið óháð og trúverðugt" þú meinar eins og áróðuspési JÁJ sem nefnist Fréttablaðið?, eða ESB áróðusvélin á RÚV sem mér er þröngvað til með lögum að borga af?

Tími til komin að við fáum miðil sem er mótvægi við áðurnefndar áróðusvélar.

Síðan hvenær hafa blöð og miðlar verið óháð? "never" betra að vita hvar þau standa í stað þess að þurfa að hlusta á endalausan blekkingarleik um hvað þau séu æðislega óháð, trúverðug og frjálsssss!

Mun örugglega kaupa moggann, búin að setja moggan afur upp sem heimasíðu ásamt öðrum miðlum á Firefox stikunum mínum, ætla sjálfur að mynda mér skoðanir á því sem er að gerast dag frá degi og til þess þarf ég mismundandi skoðanir mismunandi miðla.

Eggert (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband