Enn jákvæðar fréttir úr Reykjanesbæ

Í gær var gengið frá sölu á hlutabréfum OR til Magma Energy, þannig að líkur eru á því að friður skapist um það fyrirtæki og orkuvinnsla getur vonandi farið á fullt skrið fyrir nýtt álver Norðuáls í Helguvík.

Nú birtist frétt að því að Þróunarfélag Keflavíkurflugvalla og Iceland Health ehf. hafi undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu heilsutendrar starfsemi á Ásbrú í Reykjanesbæ, auk samnings um nýtingu íbúða á svæðinu. 

Gangi þessar áætlanir eftir, mun þetta skapa fjölda starfa fyrir lækna, hjúkrunarlið og annað starfsfólk, sem sjúkrahúsarekstri tilheyrir, því hér er um að ræða stofnun sjúkrahúss, sem myndi annast sérhæfðar skurðaðgerðir og aðgerðir vegna offitu.

Sjúkrahúsið og ferðaþjónusta tengd því, mun því, ef af verður, verða mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið á Suðurnesjum, ekki síður en álverið í Helguvík.

Vonandi bregður heilbrigðisráðherra ekki fæti fyrir þessar áætlanir um sjúkrahúsið, og vonandi flækist ríkisstjórnin ekki fyrir uppbyggingunni í Helguvík.

 

 


mbl.is Uppbygging á heilsusjúkrahúsi í Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband