Vinnusöm en án trausts

Í öllum könnunum um traust á stjórnmálamönnum hefur forsætisráðherra á hverjum tíma nánast undantekningalaust verið efstur og oftast verið einnig efstur á óvinsældalistanum.  Aðrir ráðherrar hafa  svo komið í næstu sætum, á báðum listum og stjórnarandstæðingar þar fyrir neðan, en ofarlega í vantraustsmælingunni.

Jóhanna, meintur forsætisráðherra, nýtur lítils trausts og hefur hrapað niður vinsældalistann um tugi prósenta frá síðustu könnun.  Það er nokkuð merkilegt, ekki síst vegna þess að hún er óþreytandi að lýsa því fyrir þjóðinni að hún vinni daga og nætur, aldrei unnið að erfiðari verkefnum og sé alltaf dauðþreytt,  svo þreytt, að hún getur varla talað og alls ekki rætt við fréttamenn og þá alls ekki erlenda fréttamenn, jafnvel þó þeir tali íslensku.

Það er varla von, að þjóðin beri mikið traust til svona aðframkomins forsætisráðherra, sem vinnur og vinnur, að eigin sögn, en afkastar litlu, sem engu.

Það er greinilega ekki nóg að vera vinnusamur, að eigin áliti, ef afraksturinn er lítill sem enginn.

 


mbl.is Steingrímur nýtur mest trausts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband