Hraðaspurningar og bjöllusauðir

Nú eru þrjár vikur þar til Alþingi kemur saman á ný og samkvæmt venju verða fjárlög lögð fyrir þingið í októberbyrjun.  Fjárlög næsta árs þurfa að vera vel unnin, enda þarf þar að gera ráð fyrir tugmilljarða niðurskurði í ríkisrekstrinum frá því sem verið hefur undanfarin ár.

Vitað er um mikinn ágreining milli stjórnarflokkanna um leiðir í þessum niðurskurði og því hefði mátt ætla að allur kraftur ráðuneytanna myndi beinast að vinnu við fjárlögin á næstu vikum og mánuðum.  Þá birtist Olle Rehn með spurningaleik EB og ráðuneytin láta eins og um sé að ræða hraðaspurningar í Popppunkti, eða eins og segir í fréttinni:  "Tugir starfsmanna ráðuneyta og stofnana hafa hraðar hendur við að semja svör við spurningum ESB vegna aðildarumsóknar Íslands. Eiga einstök ráðuneyti að skila af sér í þessari viku."

Grínistinn í Utanríkisráðuneytinu lætur eins og umsókn um aðild að ESB sé einhver leikur, sem starfsmenn ráðuneyta og stofnana megi vera að eyða tíma í, nú þegar allt kerfið ætti að vera á fullu í vinnu við fjárlög og tillögur um úrbætur á vanda heimilanna í landinu.

Ráðherrar hafa sagt að þau úrræði, sem fundin verði til bjargar heimilum almennings megi ekki kosta eina krónu, en á sama tíma telja þeir réttlætanlegt að eyða milljörðum í spurningaleiki og spjall við fulltrúa Evrópusambandsins.

Forsætisráðherrann er týndur, utanríkisráðherrann leikur sér og fjármálaráðherrann er ráðalaus.

Næsta bjölluspurning er:  "Af hvaða fyrirbæri er er myndin, sem nú er að birtast?"


mbl.is Hraðaspurningunum svarað á næstu dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband