61,5% myndu greiða atkvæði gegn aðild að ESB

Meirihluti landsmanna er óánægður með að sótt hafi verið um aðild að ESB og 61,5% þeirra sem spurðir voru í könnun Capasent fyrir Samtök iðnaðarins, segjast sennilega eða örugglega greiða atkvæði á móti aðildarsamningi, ef kosið yrði nú.

Aldrei, frá því að Samtök iðnaðarins hófu að láta gera kannanir um Evrópumálin, hafa fleiri verið andvígir aðild að ESB og hafa samtökin þó rekið sterkan áróður fyrir inngöngu Íslands í ESB.  Þetta þarf þó ekki að koma á óvart, eftir að ESB sýndi sitt rétta andlit með stuðningi sínum við að Íslendingar yrðu hnepptir í þrældóm fyrir Breta og Hollendinga með efnahagsstríðinu gegn þjóðinni vegna Icesave skulda Landsbankans.

Því máli er alls ekki lokið, þar sem skriflegt samþykki Breta og Hollendinga þarf vegna fyrirvaranna, sem Alþingi setti fyrir ríkisábyrgðinni á skuldaklafann, en þrælapískararnir hafa ekki einu sinni séð sóma sinn í að svara Alþingi vegna málsins.  Með því lítur svo út, að þrælahöfðingjarnir ætli ekki að svara neinu, heldur halda áfram þvingunaraðgerðum sínum gegn Íslendingum og pína þá til að draga fyrirvarana til baka.

Alþjóðagjaldeyrissjóurinn hefur nú tilkynnt, að fyrsta endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og sjóðsins verði ekki tekin fyrir á fundi sjóðsins í September, en henni hefur verið frestað trekk í trekk síðan í Febrúar.

Er nema von að þjóðin snúist til varnar gegn ESB og handrukkaragengi þess?


mbl.is Fleiri andvígir en hlynntir ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var ekki spurður.

Jói á hjólinu (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 14:16

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þú hefur sennilega verið úti að hjóla, ef ekki úti að aka, og þá næst ekki til þín, jafnvel þó þú lendir í úrtakinu.

Axel Jóhann Axelsson, 15.9.2009 kl. 14:20

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þegar færslan hér fyrir ofan var skrifuð, vissi ég ekki af þessari frétt á ruv.is. 

Frétt ruv.is fjallar um AGS og frestanirnar á afgreiðslu sjóðsins, en þar kemur fram að nú síðast hafi það verið norðurlandaþjóðirnar, sem stóðu í veginum, en nú segir fréttin að það sé afstaða Breta og Hollendinga til fyrirvaranna við ríkisábyrgðinni, sem allt stoppar á.

Ætli það sé ekki vegna þvingunar þrælahöfðingjanna svo fyrirvararnir verði afturkallaðir?

Axel Jóhann Axelsson, 15.9.2009 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband