Kreppan í föðurlandi ESB

Nú er það svart.  Eini bjargvættur Samfylkingarinnar í efnahagsmálum Íslendinga, þ.e. ESB horfir nú á eftir hverju landinu á eftir öðru sökkva í kreppu.  Allir hafa vitað af bágu efnahagsástandi í Eystrasaltsríkjunum, Rúmeníu, Búlgaríu, Grikklandi, Ítalíu, Spáni, Portúgal, Póllandi, Ungverjalandi, Austurríki og Írlandi, svo nokkur ESB ríki séu nefnd. 

Nú eru hinsvegar að berast nýjar fréttir frá föðurlandinu sjálfu, Þýskalandi, en það á nú við að etja mestu kreppu, sem þar hefur riðið yfir í 60 ár.  Útlit er fyrir að þýska hagkerfið dragist saman um allt að 6% á þessu ári, en til samanburðar má geta þess að í sjálfu landi hrunsins, Íslandi, er gert ráð fyrir 8-9% samdrætti.

Þegar þýskaland hóstar, veikjast öll lönd ESB, því föðurlandið er stærsta og öflugasta hagkerfi ESB og í raun það sem hefur dregið sambandsvagninn.

Það kemur æ betur í ljós, að björgunarkúturinn fyrir Ísland lekur, og líklega spurning hvort hann verður orðinn alveg vindlaus, þegar Samfylkingunni tekst að véla Ísland út í ESBlaugina.


mbl.is Gert ráð fyrir 5,5-6% samdrætti í Þýskalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Öll lönd lenda í Kreppunni.
Kristján Vigfússon kennari og forstöðumaður Evrópufræða við Háskólann í Reykjavík skrifar ágæta grein á pressan.is. Þar fjallar hann um hvort Bandaríkin eða Evrópa verði fljótari að vinna sig úr út kreppunni. Kristján skrifar meðal annars:
,,Margir myndu segja að sú leið sem Evrusvæðið hefur farið sé félagslega sanngjarnari en nálgun Bandaríkjanna. Hún verndar fleiri störf, atvinnurekendur þurfa að bera meiri byrgðar með launafólki jafnframt sem ekki er eins mikið af opinberu fé til að styðja við fjármálastofnanir sem margar fóru óvarlega. Það er hins vegar athyglisvert ef rétt reynist að félagslega sanngjarnari leið sé í þessu tilfelli hagkvæmari út frá hefðbundnum mælingum á velferð og efnahagslegum framförum. Hvað skildu Friedman og Hayek segja ef þeir gætu tjáð sig?"

Hægt er að lesa greinina í heild sinni á:
pressunni

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 14:40

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Að Kristján Vigfússon sé kennari og forstöðumaður Evrópufræða við Háskólann í Reykjavík gerir það að verkum að maður les grein hans með mikilli varúð og tortryggni, enda er hann gjörsamlega á öndverðri skoðun við flest allt sem maður hefur lesið um gang kreppunnar í Bandaríkjunum og í Evrópu.  Flestir eru á því að Bandaríkin verði fljótari að ná sér upp úr þessu ástandi, einmitt vegna meiri sveigjanleika í atvinnulífinu en er í ESB.

Í ESB er meðaltalsatvinnuleysi til áratuga á bilinu 8-10% einmitt vegna þess að evrópskir atvinnurekendur eru ákaflega tregir til að stækka við sig, vegna þess að ef áætlanir ganga ekki eftir, geta þeir ekki sagt starfsmönnum upp aftur og því eru atvinnufyrirtækin í Evrópu látin taka á sig hluta af félagslega kerfinu í raun og veru.

Um þetta væri hægt að hafa langt mál, en óþarfi hérna, þar sem svo mikið er búið að fjalla um þetta af alls kyns fræðingum, en til lengri tíma mun þeim löndum ganga betur, sem búa við sem mestan sveigjanleika í atvinnulífinu.

Við sjáum líka að í kreppunni sem nú ríkir hér, er það útflutningurinn sem er að bjarga okkur, en í Þýskalandi hefur þeirra útflutningur dregist mikið saman, en Þýskaland er eitt voldugasta hagkerfi heims og þegar það hikstar, bitnar það á öllu Evrópusambandinu.

Þess vegna gæti farið svo, að jafnvel Ísland kæmist fyrr á skrið aftur, en flest Evrópusambandsríkin, ekki síst vegna þess að við erum laus við Evruna.

Axel Jóhann Axelsson, 8.9.2009 kl. 15:02

3 identicon

Hefurðu fylgst með gengishikstri Svía?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 15:12

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ja, ekki er það efnilegt í ESB og ekki batna fréttirnar, eins og sjá má á þessari frétt frá Finnlandi, en þar segir m.a:  "Tölurnar eru hrollvekjandi,“ segir aðalhagfræðingur OP-Pohjola Group, Anssi Rantala, í samtali við fréttastofuna AFP, og bendir á að finnskt efnahagslíf sé afar háð útflutningi, sem hafi orðið afar illa úti vegna þess hversu mjög hefur dregið úr eftirspurn á heimsvísu."

Einnig segir þar:  "Hagvaxtartölur Finnlands eru hinar verstu á evrusvæðinu, þeirra 16 ríkja sem eru innan myntsamstarfsins í Evrópu, þó að talið sé að tölur Írlands sem vænst er seinna í mánuðinum geti jafnvel orðið verri.

Á meðal annarra Evrópusambandsríkja voru það einungis nágrannarnir - Eistland, Lettland og Litháen sem lentu í dýpri lægð heldur en Finnar á öðrum ársfjórðungi."

Öll fréttin er í þessum dúr og er ekki glæsilegur vitnisburður um ESB löndin, en þar hrundi ekki nánast allt bankakerfið, eins og hér á landi.

Þessi hripleki ESB björgunarbátur á að bjarga Íslendingum úr ólgusjó efnahagshrunsins.  Einhver myndi nú segja að þetta væri ekki björgulegt björgunarlið, eða slysavarnasamband.

Axel Jóhann Axelsson, 8.9.2009 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband