Nú má Gunnar vara sig

Þegar Eva Joly hóf störf sem aðstoðarmaður Sérstaks saksóknara, lýsti hún því strax yfir, að hún teldi að mörg og stórkostleg lögbrot hefðu verið framin af banka- og útrásarmógúlunum.  Strax á eftir hófst herferð ákveðinna lögmanna, sem starfað hafa fyrir útrásarmógúlana, í þeim tilgangi að gera orð hennar tortryggileg og að hún, í krafti stöðu sinnar, mætti ekki hafa nokkrar skoðanir á þeim málum, sem rannsaka ætti.

Nú segir Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, fullum fetum að mörg og stórkostleg lögbrot hafi verið framin innan bankanna á undanförnum árum, eða eins og stendur í fréttinni:  "„Við erum að tala um milljarða, tugi milljarða og meira en það í milljörðum. Og við erum að tala um refsingar, fangelsisvist allt að tíu árum." Hann sagði, aðspurður, að einhver mál gætu farið upp í 100 milljarða króna."

Ef að líkum lætur, mun nú hefjast kórsöngur lögmanna um að þetta sé fyrirframmótuð skoðun og þar með sé búið að "stimpla" bankamennina fyrirfram, sem verði til þess að þeir fái ekki réttláta dómsmeðferð.

Lögfræðingarnir fá sína þóknun fyrir að flækja mál og tefja og það munu þeir gera svikalaust í þessum málum.

Niðurstaða mun því ekki fást fyrr en eftir mörg ár.


mbl.is Mörg dæmi um lögbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég er bara mest hissa á því að Kúlu fólkið skuli vera enn á landinu og allt þetta fólk sem voru kallaðir útrásarvíkingar, en ef betur er að gáð þá er mesta öryggi þeirra að vera á ÍSLANDI þar eru þetta fólk best varið, það hefur fengið að fara frjálst um  og er enn á fullu að selja og kaupa hluti fyrir milljarða króna og engin gerir neitt eftir 11 mánuði frá bankahruninu svo vel eru þeir varðir af MAFÍUNNI á ÍSLANDI að allt þetta fólk er bara í rólegheitum í allsnægtum og skreppur erlendis til að ná í nokkrar milljónir króna til að lifa á ÍSLANDI, svona svipað ferli og fyrrverandi Seðlabankastjóri stundaði undan farin ár að sækja í DeCode sjóðinn sinn sem er staddur í Luxemburgh og ekki ólíklegt að feðgarnir séu búnir að bjarga fyrir hann DeCode sjóðnum fyrrum Seðlabankastjórans til annars Paradísar lands, nema að hann hafi sjálfur  skroppið til London eins og honum var tamt í ráðherra og bankstjóra tíð sinni, kannski að vinirnir DO og HHG hafi skroppið til London að heimsækja vini sína Prófessora og bankastjóra....

það er verið að undirbúa að fella Ríkisstjórnina og þá verða að vera til peningar í áróðurinn, þetta þekkir xD FL okkurinn eins og bróður flokkur hans í Þýskalandi gerði árin 1932-33

Tryggvi Bjarnason (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 10:11

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já, nafni það er vissara að gæta tungu sinnar í svona málum. En Fjármálaeftirlitið hefur vísað þessum málum sem Gunnar var að tjá sig um til embættis Sérstakssaksóknara, þannig að það kemur ekki til kasta Fjármálaeftirlitsins að dæma í málinu.

Hitt er annað mál og öllu alvarlegra að í öllu þessu svínaríi skuli vera 1. mál á dagskrá  að refsa blaðamönnum sem gerðu sitt besta til að upplýsa almenning um sóðaskapinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.9.2009 kl. 10:15

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Tryggvi, varla trúir maður því að þú sért að ásaka Davíð Oddson um að eiga einhvern DeCode sjóð í skattaparadísum, nema þú hafir fyrir því sannanir.  Blessaður skelltu sönnunargögnunum á netið, svo þú verðir ekki ásakaður um að ljúga sökum upp á saklausa menn.

Þú hlýtur að gera þér grein fyrir því, að það er ekki fallegt að dreifa lygasögum á netinu, svo það ætti ekki að vera vandamál fyrir þig, að sanna þitt mál.

Lokasetningin þín er alveg bráðfyndin, eins og þú hefur sjálfsagt ætlast til að hún yrði.

Jónas, það er óhætt að taka undir með þér, að alveg ótrúlegt sé, að FME skuli leggja þessa áherslu á blaðamennina.

Axel Jóhann Axelsson, 7.9.2009 kl. 10:39

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nafni, ekki veit ég hvernig mér datt í hug að kalla þig Jónas.  Það hljópta að hafa verið einhver ósjálfráð skrif.

Axel Jóhann Axelsson, 7.9.2009 kl. 10:42

5 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Hingað til hafa sýndarviðskipti, markaðsmisnotkun og innherjaviðskipti ekki verið ólögleg á Íslandi, nema að nafninu til.  Það verður fróðelgt að sjá hvort breyting verði á því.  Annars er ég sammála því að Gunnar megi alveg gæta orða sinna þó svo að ég efist ekki um að allt sem haft er eftir honum í þessum efnum sé rétt.

Guðmundur Pétursson, 7.9.2009 kl. 14:28

6 identicon

Maðurinn er ekki að tjá sig um ákveðin mál eða ákveðna sakborninga. 

Það er vandséð hvernig hann geti haft eitthvað um það að segja hvort að saksóknari kæri mál út frá yfirlýsingu sem þessari og eyðileggi mál yfirleitt með svo almennri yfirlýsingu. 

Vonandi falla menn ekki í sömu fáránlegu gryfju og í Baugsmálinu með að láta óhæfann dómara fjalla um mál, sem hann sem hann hafði ekki neina sérþekkingu á því sem þar var til umfjöllunar, og með því var öllu hent út af borðina, á nákvæmlega sama hátt og Eva Joly lýsti að gerðist iðulega í slíkum tilfellum.

Með eindæmum að enginn fjölmiðill hafi fjallað um þá undarlegu staðreynd að einn og sami dómarinn hefur fengið öll þau mál sem hafa tengst Baugsmafíunni og Jóni Násker, sem eru orðin ansi mörg.

Hann er jú einn dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur af einhverjum 23, og fyrir bragðið er ekkert óeðlilegt að hann er kallaður Baugsdómarinn og ætti frekar að vera á launaskrá hjá þeim en borginni.

Getur þetta verið hrein tilviljun?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband