Útrásinni haldið áfram

Nánast öll fyrirtæki, sem voru innan Baugs Group, eru nú í gjaldþrotameðferð, svo sem Stoðir, Landic Property, flest eða öll erlendu fyrirtækin, sem og auðvitað móðurfélagið sjálf, Baugur Group.  Afskriftir vegna þessara félaga munu nema hundruðum milljarða króna, sem munu lenda á erlendum og innlendum lánastofnunum og almenningi í landinu.

Einu félagi, ásamt tugum tengdra félaga í einum kóngulóarvef, hefur Jóni Ásgeiri þó tekist að koma undan skiptum, en það eru Hagar hf., sem flutt var út úr Baugi um mitt síðasta ár, þegar banka- og útrásarmógúlar voru farnir að sjá hrunið fyrir, en almenningur var ennþá í þeirri trú, að allt væri í himnalagi hjá þessum görkum.

Nú boðar Jón Ásgeir, að Hagar hf., verði skuldlaust fyrirtæki eftir tvö ár, hvernig sem á að fara að því, og þá verði fyrirtækið endurfjármagnað með aðstoð breskra fjárfesta.  Ekki kæmi mikið á óvart, þó þau bresku fjárfestingarfélög væru með lögheimili á Tortola, eða öðrum skattaparadísum og væru í raun eign Jóns Ásgeirs sjálfs og félaga hans.

Með slíkri skuldsetningu Haga hf., mun stoðum verða rennt undir nýja útrás Jóns Ásgeirs, eftir að hafa komið tapinu af hinni fyrri yfir á aðra. 

Það verður kallað að byrja á ný, með hreint borð.


mbl.is Fá breska fjárfesta inn í rekstur Haga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef Hagar verður skuldlaust eftir tvö ár, hver er þá tilgangur endurfjármögnunar? Þá verða engar skuldir til að endurfjármagna eða hvað? Nema að hann eigi við að endurfjármagna eignarhaldsfélag Haga, 1998 ehf?

Hvernig ætlar 1998 ehf að greiða skuldir sínar með gjalddaga 2011 og 2014? Einu tekjur þess eru væntanlega arðgreiðslur frá Högum nema að félagið eigi fleiri eignir sem gefa arð eða standi í einhvers konar rekstri. Gefur rekstur Haga fyrirheit um að slíkar arðgreiðslur verði mögulegar?

Mér finnst blaðamenn algjörlega heiladauðir þegar kemur að því að spyrja krefjandi spurninga.

Nonni (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 13:10

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sammála um blaðamennina.  Ný skuldsetning heitir endurfjármögnun á máli útrásarmógúla.  Væntanlega er áætlunin sú, að taka lán út á Haga til þess að fjármagna kaup á nýjum fyrirtækjum í Bretlandi, eða jafnvel kaupa aftur þau fyrirtæki, sem þeir eru búnir að setja á hausinn nú þegar og gætu keypt á "brunaútsölu" seinna.

Axel Jóhann Axelsson, 24.8.2009 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband