Er Alþingi að hylma yfir glæp?

Í síðust viku lak lánabók Kaupþings á netið og þaðan í fljölmiðla og almenningur varð bæði ofsakátur og algerlega agndofa, yfir þeim upplýsingum sem þar komu fram.  Til að byrja með reyndi bankinn að koma í veg fyrir birtingu í fjölmiðlum og að fá lánabókina fjarlægða af vefnum, en þá brugðust sumir þingmenn og ráðherrar, þ.m.t. forsætisráðherra, svo við, að þeir töldu þennan leka vera hið besta mál og alls ekki mætti refsa nokkrum manni fyrir verknaðinn, þrátt fyrir að hann væri óleglegur og gæti varðað fangelsisvist. 

Nú bregður hins vegar svo við, að upplýsingar leka úr Alþingi á netið og í fjölmiðla og þá bregður svo einkennilega við, að allt ætlar um koll að keyra hjá ráðherraliðinu og það krefst þess, að sá sem lak upplýsingunum verði kærður og dæmdur fyrir landráð.  Það var síðan hætt við að kæra, þó um ólöglegt athæfi væri að ræða, vegna þess að það gæti valdið upplausn á Alþingi og tafið fyrir störfum þess.

Ef þessi Alþingisleki varðar við lög, að ekki sé talað um landráð, ber Alþingi að sjálfsögðu skylda til að kæra málið til réttra yfirvalda, þannig að úr því yrði skorið hvað rétt sé í málinu.

Er Alþingi ekki að hylma yfir glæp, að öðrum kosti?


mbl.is Fundur í fjárlaganefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurningin er þessi: Hverjir höfðu hagsmuni af því að viðkvæm gögn læki? Eitt er víst, það hefur verið andstæðingur samningsins.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 16:50

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki geri ég mér grein fyrir því, hver taldi sér hag af þessum leka.  Þess vegna hlýtur málið að verða rannsakað og almenningur upplýstur um það, hvort sem lekinn fellur undir landráð, eða ekki.

Axel Jóhann Axelsson, 14.8.2009 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband