Allir með flensu

Aldrei í manna minnum hefur eins mikill fréttaflutningur verið um nokkra flensu, eins og svínaflensuna, nema vera skyldi um fuglaflensuna, sem aldrei varð að raunverulegum faraldri.  Árlega, jafnvel tvisvar á ári, ganga flensufaraldrar yfir heimsbyggðina og þeim fylgja dauðsföll, án þess að skilgreint sé í fjölmiðlum nákvæmlega hve margir látast í hverju landi fyrir sig, né hversu margir smitast.

Svínaflensan virðist ekki hafa verið mjög frábrugðin þessum árlegu inflúensum og því er vandséð, hvers vegna þessi gífurlegi fréttaflutningur er af þessum faraldri, fram yfir aðra, fyrst hann er, a.m.k. ekki ennþá, skæðari eða lífshættulegri en aðrir sambærilegir. 

Undirrót hræðslunnar vegna svínaflensunnar, er óttinn við stökkbreytingu veirunnar og að hún verði þá mannskæð á við Spönsku veikina á fyrri hluta síðustu aldar.  Þangað til af því verður, ef það verður nokkurntímann, virðist vera lítil ástæða til þess að birta nákvæmt bókhald yfir sýkta í hverju landi fyrir sig.

Nema framleiðsla og sala bóluefnis og annarra flensulyfja eigi að vera hluti af endurreisn efnahagslífsins í sumum löndum og því sé þetta vel heppnaður auglýsingaáróður.


mbl.is Heimsbyggðin öll í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski vegna þess að þessi faraldur byrjar með mjög svipuðum hætti og svarti dauðinn?

Geiri (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 11:38

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Svarti dauði, sem barst hingað til lands 1402, var ekki inflúensa, en Spænska veikin, sem barst hingað 1918, var það hinsvegar.  Spænska veikin var af A stofni, eins og Svínaflensan, og þess vegna eru menn hræddir við stökkbreytinguna.  Spænska veikin gekk í þrem bylgjum og var sú síðasta skæðust.

Axel Jóhann Axelsson, 28.7.2009 kl. 11:50

3 identicon

Hræðsluáróður af verstu gerð um flensu sem hefur ekkert með svín að gera nema þá svínin sem ætla að græða á markaðssetningu "svínaflenslunnar".

Dísa (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 12:22

4 identicon

Heilbrigðisyfirvöld eru hrædd um við að veiran stökkbreytist.

Því fleiri sem fá vírusinn og þeim mun lengur sem hún nær að "grassera" því meiri er hætta á stökkbreytingu með afleiðingum sem engin getur sagt fyrir um..

Fuglaflensuna var hægt að einangra með réttum aðgerðum áður en hún náði "flugi".....ef svo má að orði komast.... og sama er verið að reyna með H1N1-veiruna.

Gísli Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 12:45

5 identicon

Axel takk fyrir að leiðrétta mig, ég var auðvitað að tala um Spænsku veikina.

Geiri (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband