Umsókn Íslands verði sett í rétta röð

Það er ekki nema sjálfsögð kurteisi af ESB, að taka ný lönd inn í sambandið í þeirri röð, sem þau sækja um slíka inngöngu.  Ef gengið verður frá umsókn Íslands um inngöngu í stórríkið á undan þeim umsóknum, sem þegar liggja fyrir, verður að líta á það sem grófa móðgun áf hálfu ESB við þau ríki, sem á undan eru með umsóknir.  Þetta á við löndin Króatíu, Serbíu og Albaníu og jafnvel Tyrkland, sem lengi hefur haft áhuga á stórríkinu.

ESB hlýtur að telja sig eiga skuld að gjalda gagnvart fyrrum ríkjum Júgóslavíu, en í stríðinu þar tóku ESBríki að sér "friðargæslu", t.d. Hollendingar, sem að vísu flúðu af hólmi um leið og einhversstaðar sást í byssur stríðandi fylkinga.  Heigulsháttur Hollendinga olli dauða mörg þúsund saklausra borgara þó þessir sömu Hollendingar gangi nú fram af mikilli hörku og dirfsku í efnahagslegu stríði sínu gegn Íslendingum.

Hvað sem öðru líður, getur ESB ekki verið þekkt fyrir annað en að afgreiða umsóknir um aðild að sambandinu í þeirri röð, sem þær berast.

Því verður Ísland að bíða rólegt og gæti þá hugsanlega orðið samferða Tyrkjum inn í sambandið.


mbl.is Vilja ekki að Ísland fái forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Tímaleg röð umsókna getur ekki ráðið röð inngöngulanda. Löndin eru misvel að aðild fallin og ferlið því mislangt frá einu landi til annars. Ef taka ætti umsóknir í réttri röð eins og þú leggur til nafni, þá hefði ekkert land verið tekið í sambandið síðan 1987 en þá sóttu Tyrkir um, aðildarviðræður við þá hafa staðið síðan 2005. Það strandar á að Tyrkir eiga erfitt með að fullnægja inntökuskilyrðum. Ekki geta önnur lönd sem uppfylla skilyrði til inngöngu beðið eftir því að þeir sem  illa eða ekki gera það, lagi til í sínum ranni.

Rök þín eru aðeins örvæntingar hálmstrá manns sem grípur alla möguleika á lofti sem hann sér til að tefja málið. Vertu rólegur nafni, það verður kosið um aðildarsamninginn áður en yfir lýkur og kannski sameinumst við þá í andstöðu við inngöngu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.7.2009 kl. 16:11

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ætli þetta litla örvæntingar hálmstrá dugi nokkuð til að tefja þetta mál?  Það væri þó gott, ef það hefði þau áhrif, en héðan af getur líklega ekkert bjargað landinu frá því að verða tekið fram fyrir Serbíu og Albaníu, sem eftir sem áður verða niðurlægð með þeirri ráðstöfun.

Svo, er bara að vona að Írar felli Lissabon samninginn öðru sinni, því þá verða engin ríki tekin inn í ESB, a.m.k. ekki næsta áratuginn.

Axel Jóhann Axelsson, 27.7.2009 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband