Aldrei sagður allur sannleikurinn

Því hefur alltaf verið haldið fram, að Icesave deilan sé sérstakt viðfangsefni og komi samningum við AGS ekkert við og þrátt fyrir yfirlýsingar Gordons Brown, um að Bretar væru í viðræðum við AGS vegna málsins, hefur íslenski ríkisvinnuflokkurinn ætíð borið slíkt til baka og sagt þessi mál algerlega ótengd.

Nú hefur mbl.is eftir Steingrími Jong Sig., fjármálajarðfræðingi, að:  "Hann vísar því á bug að verið sé að hraða málinu til að greiða fyrir aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Málið tengdist frekar öðrum lánum, til að mynda norrænu lánunum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum."

Hér með er hann að viðurkenna það loksins, að allar "vinaþjóðir" okkar á norðulöndunum og AGS setja þetta allt saman í einn pakka.  Íslendingar fá engin lán frá AGS, eða Evrópuþjóðum, nema ganga fyrst frá Icesave.

Því oftar sem ráðamenn neita því, að samningar vegna Icesave, sé skilyrði af hendi Evrópuþjóða og ekki verði einu sinni tekið við aðildarumsókn að ESB, án þessa frágangs, því ótrúverðugri verður sú neitun.

Tími er til kominn að gera þetta mál "opið og gegnsætt" og að hætt verði að ljúga að þjóðinni.


mbl.is Niðurstaða eða ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband