Icesave breytt í kúlulán

Jóhanna, ríkisverkstjóri, sagði í hádeginu, að loksins væri búið að leysa Icesave deiluna á farsælan hátt og Íslendingar myndu aldrei þurfa að borga nema í mesta lagi frá 0 kr. og í versta falli 65 milljarða.  Það er að vísu himinn og haf á milli 0 og 65 milljarða, en eins og venjulega er ekki verið að segja satt.

Kúlulánið, sem á að taka fyrir Icesave, er upp á 650 milljarða króna og það byrjar ekki að greiðast niður fyrr en eftir sjö ár.  Á hverju ári þangað til verða greiddir 37,5 milljarðar í vexti, eða samtals á þessum sjö árum alls 262,5 milljarða króna. 

Ofan á þessa 262,5 milljarða króna leggst síðan það, sem ekki tekst að fá út úr búi Landsbankans í Englandi, því eins og segir í fréttinni:  "Á þessum sjö árum mun verða reynt að selja eignir Landsbankans upp í skuldina."  Það sem ekki selst á þessum sjö árum, lendir þá á ríkissjóði, samkvæmt þessu.

Hefur Jóhanna, ríkisverkstjóri, ekki skilning á fjármálum, eða er hún að blekkja vísvitandi?


mbl.is Engin Icesave-greiðsla í 7 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta mál snýst ekki um það hvaða stjórnmálamönnum eða glæpamönnum er um að kenna.  Það verður vonandi allt rannsakað á réttum stöðum og dómstólar fjalli síðan um hvað skal gera við hvern og einn.

Þetta snýst um það, hvort Jóhanna, ríkisverkstjóri, og vinnuflokkur hennar viti ekki um hvað er verið að tala, eða sé að blekkja þjóðina vísvitandi.

Það er líka alvarlegt, ef endalaust er reynt að ljúga þjóðina inn í ESB. 

Þetta er ekki eina dæmið um slíkt.

Axel Jóhann Axelsson, 5.6.2009 kl. 15:17

2 identicon

Stefán.Er þetta mynd af afa þínum,eða er allt stopp?

Steini (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 15:42

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Það sem ég skil ekki er að hvernig er hægt að semja um eitthvað sem er ekki á ábyrgð Íslands, Bretar settu jú hryðjuverkalög á Landsbankann, frystu alla eigur og yfirtóku bankann í Bretlandi og þá hefði ég haldið að ábyrgðin væri þeirra þar sem þetta er jú eignarupptaka Breta á bankanum og það á við bæði skuldir og eignir, alveg furðulegt að bjóðast til að borga eitthvað sem okkur varðar ekkert um.

Sævar Einarsson, 5.6.2009 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband