Ofsóknarbrjálæði

"NÚ er nauðsynlegt að taka upp virkt lýðræði og losa þjóðina við útsendara flokkseigenda í fjármálafyrirtækjum, stjórnsýslunni, háskólum og fjölmiðlum.“ Svo segir í fréttatilkynningu frá Röddum fólksins sem boða til enn eins mótmælafundar á Austurvelli á morgun.

Hvað er um að vera í höfðinu á félaga Herði Torfasyni og öðrum vinstri ofstækisfélögum hans?  Eru þeir endanlega gengnir af göflunum? 

Þeir segjast ætla að losa þjóðina við "útsendara flokkseigenda" á öllum sviðum mannlífsins.  Á skoðanakúgunin nú að ganga svo langt að allir sem starfa á þessum sviðum og hafa einhverja pólitíska skoðun skuli flæmdir úr störfum?  Á ekki að vera skoðanafrelsi í landinu, eða verða eingöngu ákveðnar skoðanir liðnar?  Ef svo er, hver á þá að ákveða hvaða skoðanir eru réttlætanlegar?  Svarið er væntanlega:   Hörður Torfason.  En hver hefur kosið hann til að taka ákvarðanir?

Það hlýtur að vera kominn tími til þess að þessari vitleysu linni.  Annars verður að fara að boða til útifunda til þess að mótmæla Röddum Harðar Torfasonar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband