Á að birta skatta fyrirtækja á launaseðlum starfsmanna?

Samtök atvinnulífsins hafa tekið upp einkennilega upplýsingagjöf til starfsmanna sinna, þ.e. að birta tryggingagjaldið, sem lagt er ofan á launakostnaðinn, og hvetja öll fyrirtæki til að taka upp þessi vinnubrögð.

Þetta verður að teljast ótrúlegt uppátæki, þar sem launþeginn hefur ekkert með þennan skatt að gera og hefur enga aðkomu að álagningu hans frekar en annarra skatta sem lagðir eru á fólk og fyrirtæki.

Þessi upplýsingagjöf til launþeganna um einstaka skatta fyrirtækjanna er algerlega fáránleg og jafn vitlaus og ef fyrirtækin tækju upp á því að færa inn á launaseðla starfsmanna sinna hvað fyrirtækið greiðir í bifreiðagjöld, fasteignagjöld, tekjuskatta o.s.frv.  

Áður en fyrirtækin taka upp á þessari fáránlegu vitleysu ættu þau að birta launþegum sínum upplýsingar um hagnað af starfsemi fyrirtækisins og áætlun um hvernig hann skapast í hlutfalli við fjárfestingu rekstrarfjármuna og vinnu starfsmannanna.

Það væru fróðlegri útreikningar og skemmtilegri upplýsingar en hvernig hver og einn álagður skattur er reiknaður út.


mbl.is Fyrirtæki birti tryggingagjaldið á launaseðli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bifreiðagjöld, fasteignagjöld, tekjuskattar o.s.frv. miðast ekki við kaup starfsmanna en tryggingagjald, lífeyrissjóður og stéttarfélagsgjald gera það. Lífeyrissjóðurinn er ekki þín eign og stéttarfélagið fær sínar greiðslur þó þú sért hvergi skráður félagsmaður í stéttarfélagi. Launþeginn hefur álíka mikið með þær greiðslur að gera og hefur heldur enga aðkomu að álagningu þeirra. Er þá ekki jafn heimskulegt að setja þær greiðslur á launaseðla?

Tryggingagjald á laun er svipað og virðisaukaskattur á vörur, beintengt og miðast ekki við afkomu. Eina leiðin fyrir fyrirtæki til að lækka þær skattgreiðslur er með því að lækka vöruverð og laun. Lækkanir á þeim sköttum geta skilað sér í hærri launum og lægra vöruverði án þess að breyting verði á útgjöldum fyrirtækja. Og vaskurinn kemur fram á nótum þó hann og álagning hans komi almenningi jafn mikið við og tryggingagjaldið.

Vagn (IP-tala skráð) 26.3.2018 kl. 13:59

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tryggingagjaldið er launatengt gjald og kemur réttindum launþegans við.  Vandinn er að tryggingagjaldið rennur ekki í sjóði stéttarfélaga heldur í ríkissjóðshítina.

Kolbrún Hilmars, 26.3.2018 kl. 14:44

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Launaseðill launþegans er ekki og á ekki að vera fréttamiðill fyrir fyrirtækin til að koma á framfæri upplýsingum um skattgreiðslur sínar, frekar en nokkuð annað sem viðkemur rekstrinum annað en laun þess sem launaseðilinn fær.

Ef þau þurfa að koma öðrum fréttum og upplýsingum til starfsmanna sinna eiga þau að gefa út fréttabréf og dreifa meðal starfsfólks.  Það gera raunar sum fyrirtæki og hin sem gera það ekki ættu að skoða þann möguleika áður en þau breyta launaseðlunum í fréttarit.

Axel Jóhann Axelsson, 26.3.2018 kl. 17:05

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Tryggingagjaldið er hluti launakostnaðar og ef ekki væri fyrir það gætu fyrirtækin greitt hærri laun en ella. Þannig skaðar tryggingagjaldið hagsmuni launþega, sér í lagi þegar það er miklu hærra en efni standa til. Það er sjálfsagt að launþeginn sjái þetta gjald á launaseðlinum, rétt eins og aðra skatta sem lagðir eru á launagreiðslur.

Þorsteinn Siglaugsson, 26.3.2018 kl. 22:02

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Á að birta þessar upplýsingar á launaseðlum til að skapa samviskubit hjá launþeganum vegna þess að hann valdi þessari óhóflegu skattheimtu og fari að hugsa með sér að launin hans séu allt of há og bjóðist til að lækka þau sem vinargreiða við vinnuveitanda sinn.

Þetta er algerlega óheyrilega ruddaleg leið til að vinna launþega á sitt band í baráttunni við skattaglöð yfirvöld og tilraun til að fá starfsmenn til að minnka launakröfur sínar.

Væri ekki miklu nær að birta á launaseðlum starfsmanna hve laun þeirra nema mörgum prósentum af launum forstjórans, sérstaklega í öllum stærri fyrirtækjum sem hafa undanfarið verið að samþykkja ofurhækkanir á ofurlaun yfirmannanna?

Slíkar upplýsingar gætu vonandi orðið til þess að framkalla samviskubit sjálftökuliðsins ofurgráðuga.

Axel Jóhann Axelsson, 26.3.2018 kl. 22:15

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hvað er að því að launþegar geri sér grein fyrir því, síðuhafi góður, hvað helst kemur í veg fyrir að launagreiðendur geti greitt launþegum hærri laun!

 Er eitthvað að því að launþegar geri sér grein fyrir allskyns aukagreiðslum, sem ríki og sveitarfélög leggja á atvinnurekandann, án þess launþeginn  verði þess nokkurntímann vís?

 Ef ekki væri fyrir ofvaxið embættismannakerfi, stjórnsýslukostnað, eftirlitskerfi og greiðslur í þvælusjóði, gætu hérlendir atvinnurekendur greitt mun hærri laun. 

 Af hverju sér ekki verkalýðshreyfingin þetta?

 Jú, hún er í atjórn lífeyrissjóðanna!

Halldór Egill Guðnason, 27.3.2018 kl. 04:48

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Verkalýðshreyfingin veit auðvitað vel um tryggingagjaldið og almenningur líka, enda mikil umfjöllun búin að vera um þennan skatt í öllum fjölmiðlum í mörg ár.

Alveg óþarfi að fjalla um málið á launaseðlum frekar en annan rekstrarkostnað fyrirtækjanna.

Axel Jóhann Axelsson, 27.3.2018 kl. 07:42

8 identicon

Væri ekki við hæfi að laun forstjórans kæmu fram á launaseðli annara starfsmanna , ef einhverjum finnst þeir þurfa að birta tryggingargjald fyrirtækisins  ?

Allt til að starfsmaðurinn viti eitthvað meira og betur um rekstur fyrirtækisins  ?

JR (IP-tala skráð) 27.3.2018 kl. 08:02

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta snýst ekki um upplýsingar um rekstrarkostnað fyrirtækisins heldur um launakostnað. Aðrir skattar eru birtir á launaseðli, hvers vegna þá ekki tryggingargjaldið sem er skattur sem er í beinu hlutfalli við laun?

Þorsteinn Siglaugsson, 27.3.2018 kl. 11:40

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta er skattur sem ekki kemur launþeganum beint við og enginn skyldi láta sér detta í hug að þó launþegum verði beitt í slagnum við ríkisvaldið um lækkun tryggingagjaldsins að ríkið nái þeirri lækkun inn aftur með hækkun tekjuskatts fyrirtækjanna.

Hver er annars tilgangurinn með því að birta upplýsingar um þennan skatt á launaseðlum almennra launþega fyrirtækjanna?

Axel Jóhann Axelsson, 27.3.2018 kl. 12:30

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, ég tel tryggingagjaldið koma launþeganum beint við.  Ekki síður en framlög í endurmenntunar- og endurhæfingarsjóði.  Um öll þessi framlög er vélað um í kjarasamningum og reiknað launþeganum til tekna, hið minnsta sem réttindi.

Kolbrún Hilmars, 27.3.2018 kl. 15:07

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Tryggingagjaldinu er ætlað að standa undir atvinnuleysisbótum og fæðingarorlofi, þó svo að nú orðið sé það að talsverðum hluta nýtt til annarra hluta eins því eins og sagan sýnir er opinbera hítin óseðjandi.

Þetta er einfaldlega skattheimta eins og hver önnur og breytir engu fyrir launþega hvort skatturinn heitir þetta eða hitt og hvort hann er reiknaður út frá hagnaði fyrirtækjanna eða einhverju allt öðru.

Að sjálfsögðu á að berjast fyrir lækkun á þessum ofurskatti, en til þess á ekki að beita launþegum nema þá að því leyti að ASÍ pressi á stjórnvöld að skatturinn verði lækkaður og þá tryggt um leið að lækkunin renni öll til starfsmanna en ekki í bónusa handa forstjóranum.

Axel Jóhann Axelsson, 27.3.2018 kl. 16:46

13 identicon

Axel Jóhann. Um síðastliðin áramót varð Ísland fyrsta ríki New World Order. Líklega vita hvorki núverandi ráðherrar né þingmenn, að þeir höfðu verið blekktir í fremstu víglínu, til að takast á við verkefni í gjörsamlega valdalausu ríki. Fyrsta ríkið í New World Order.

Þú ættir að googla:

Astana-Wikipedia

"Velkomin" til nýjustu frímúrara miðstöðvar heimsins:

      Kasakstan

Þetta var fjölmiðlastýrt valdarán hér á Íslandi í síðustu alþingiskosningunum, sem óhjákvæmilegt er að rannsaka með raunverulegum réttlætis og sanngirnis gleraugum siðmenntaðra ríka.

Raunverulegra siðmenntaðra ríkja!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2018 kl. 17:46

14 identicon

Smára-kvartett Pírata-strákanna vita væntanlega hverjir fóðra nýjustu frímúrara-karlana í Rússlandi?

Ekki undarlegt miðaða við það sem maður veit núna, að þeir Smára-karlar þyrftu að losa sig við Birgittu úr flokknum!

Skammist ykkar til að leiðrétta ykkur, ,,krakkaskrattarnir", í Kasakstan-frímúrarakarla-Pírataliðinu!

Þessi gagnrýni mín er ekki illa meint þótt hún sé fjandi hvöss! Heldur velmeint og öskureið áminning, til að rýna til gagns, og ná til blekktra einstaklinga fyrr og nú, hér á lygafjölmiðlanna Íslandi!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2018 kl. 18:22

15 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, það er kannski mikilvægara að hafa greinargóðar upplýsingar um heimssamsæri frímúrara og gyðinga á launaseðlunum en upplýsingar um þá skatta sem launþegar bera, beint og óbeint :)

Þorsteinn Siglaugsson, 29.3.2018 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband