Munu margir hafna leiðréttingu lána sinna?

Í dag mun væntanlega verða opnaður vefurinn leiðrétting.is þar sem fólk mun geta sótt um leiðréttingu vegna verðtryggðra íbúðalána sinna, sem skapaðist vegna óðaverðbólgunnar sem forsendubrestur bankahrunsins olli á sínum tíma.

Margir, sérstaklega kjósendur Samfylkingarinnar, VG og Bjartrar framtíðar, hafa fundið þessari leiðréttingu allt til foráttu og þingmenn þessara flokka greiddu atkvæði gegn lögunum um lánalækkunina og sögðu hana nánast vera einkamál Framsóknarflokksins, sem tekist hefði að véla Sjálfstæðisflokkinn til fylgis við málið til þess að halda friðinn innan ríkisstjórnarinnar.

Miðað við undirtektir þeirra sem eru vinstra megin við miðju í stjórnmálaskoðunum og umtal þeirra um þessa skuldalækkun hljóta margir þeirra að sleppa algerlega að sækja um að fá að njóta síns skerfs af þeirri upphæð sem til lækkunarinnar er fyrirhugað að verja, þannig að meira mun þá verða til skiptana fyrir hina sem óska leiðréttingar sér til handa.

Líklega mun leyndin yfir því hverjir sækja um lánalækkun verða til  þess að margur maðurinn muni lauma inn umsókn í algjörri andstöðu við það sem hann hefur áður sagt og skrifað um efnið. 

Mannlegt eðli mun ráða för, nú sem endranær. 


mbl.is Leiðrétting.is í lokatékki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég er hægri maður og er á móti "leiðréttingunni".

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 18.5.2014 kl. 14:56

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ALLIR sem geta sækja um - það er mannlegt eðli

Rafn Guðmundsson, 18.5.2014 kl. 17:50

3 identicon

Má þá gera ráð fyrir að þú sleggju-hvellur munir þá ekki sækja um?

Er einhver sérstök ástæða fyrir því eða skuldar þú ekki neitt?

En ef þú skuldar og ætlar ekki að nýta þér þetta, þá býst ég við að þú látir skattstjórann vita að þú viljir ekki að lán þín séu lækkuð og óskir eftir því að sú upphæð sem þú hefðir annars fengið sé dreyft á alla hina sem vilja þyggja lækkunina :D

Sumarliði (IP-tala skráð) 18.5.2014 kl. 17:53

4 identicon

Nú væri gaman að vera fluga á tölfuskjá

Vestmann (IP-tala skráð) 18.5.2014 kl. 20:50

5 identicon

Ég sé þetta sem skaðabætur fyrir að láta mig nota ónýtan gjaldmiðil og viðurkenningu á því sama. Það er ekki eins ljótt og hinn möguleikinn sem er mútufé úr sjóðum almennings frá framsókn. En það er mjög hæpið að kalla þetta leiðréttingu.

Davíð12 (IP-tala skráð) 18.5.2014 kl. 22:01

6 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ég hafna þessu alfarið og legg frekar til að allir landsmenn fái jafna eingreiðslu úr ríkissjóði, úr því hann er nógu ríkur til að standa að svona "leiðréttingu". Það væri réttlátt.

Þeir sem eru með verðtryggð námslán fá enga leiðréttingu. Þeir sem voru í leiguhúsnæði og tóku ekki þátt í hringavitleysunni fyrir hrunið fá ekkert. Af hverju eiga þeir að borga öðrum einhverja leiðréttingu í gegnum ríkissjóð? Það er ekkert annað en þjófnaður. Stjórnmálaflokkar sem gera út á þetta og nota peninga almennings til að kaupa sér atkvæði með þessum hætti eru vægast sagt ómerkilegir.

Hörður Þórðarson, 18.5.2014 kl. 23:54

7 Smámynd: Hörður Þórðarson

Davíð. Ertu svo vitlaus að þú sérð ekki að þú ert að borga sjálfum þér þessar svokölluðu skaðabætur, svo fremi sem þú sért skattgreiðandi? Finnst þér eitthvað vit í því að einhver taki af þér þúsundkall og láti þig fá tíkall tilbaka og kalli það einhverjar skaðabætur? 

Hörður Þórðarson, 18.5.2014 kl. 23:58

8 identicon

Axel, ég hef engan heyrt tala á móti leiðréttingum. Hins vegar eru margir á móti aðferðinni, þ.e. að láta almennning borga þetta í gegnum Ríkissjóð. Í kosningaloforðum Framsóknarflokks kom skýrt fram að það yrðu kröfuhafar föllnu bankanna sem myndu borga þetta með skatti. Þetta reyndust blekkingar einar saman og beinar lygar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur síðan tekið þátt í. Og það eru margir alvöru "hægri"-menn, þ.m.t. alvöru Sjálfstæðismenn, alfarið á móti þessari aðferð eins og skýrt hefur komið fram, enda algjörlega óásættanleg meðferð á skattfé.

Þorvaldur (IP-tala skráð) 19.5.2014 kl. 00:18

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Var ekki lagður sérstakur skattur á þrotabú gömlu bankanna til að standa undir þessari lánalækkun? Nánast eini skatturinn sem sú "norræna" sleppti því að leggja á eða hækka verulega á sínum ferli?

Axel Jóhann Axelsson, 19.5.2014 kl. 08:18

10 identicon

Lofað var að fjármagna leiðréttingu (þetta er leiðrétting og ekkert annað) með því að sækja peninga í þrotabú gömlu bankanna.  Ýmsar leiður voru færar í því; samningar, skattlagning ofl.  Farin var fljotlegasta leiðin sem er skattlagning alveg eins og Þorvaldur sagði hér að ofan að hefði verið lofað.  Þetta er er í eðli sínu tímabundin skattlagning á tímabundin skattsofn og  þess vegna er fráleitt að setja þetta undir sama hatt og aðrar skatttekjur þess opinbera.  Hér er verið að skattleggja hagnað sem myndaðist m.a. vegna mikils afsláttar sem veitt var á lánasöfn á milli nýju og gömlu bankanna  og mikila fjármagnsflutninga frá skuldurum til kröfuhafa vegna þess verðbólguskots sem varð.  Þannig má segja að verið sé að skila peningum til þeirra sem eiga þá og ríkið hefur þar milligöngu. Réttlátara getur það varla verið.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 19.5.2014 kl. 11:04

11 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég vil líta á þetta sem leiðréttingu á mistökum bankanna sjálfra. Þeir að vísu greiða þessa peninga til lánafólks, en sleppa þó ótrúlega vel  og ég skil ekkert í Ríkisstjórninni að láta það gerast.

Það sem Ríkisstjórnin hefði átt að gera er að láta fjármálastofnanir fara eftir þeim lögum sem eru í gildi í landinu, og leiðrétta lánin á grundvelli þeirra.  Ekki að vera að  búa til ný lög vegna þessarar  endurgreiðslu.

Bankarnir sleppa ótrúlega vel -ennþá, og betur hefði verið að höfða mál fyrir fólk sem ríkið hefði rekið  fyrir dómstólunum gegn fjármálastofnunum. Þá er ég að tala um að nota - Lög um Neytanalán.

Bankaskatturinn hefði getað farið í til að greiða það sem Íbúðalánasjóður verður líklega dæmdur til að greiða til sinna lántakenda og afgangurinn til annara skulda hjá Ríkisstjóði.

Eggert Guðmundsson, 19.5.2014 kl. 13:55

12 identicon

Nei, Axel, enginn slíkur skattur hefur verið lagður á þrotabúin og engin útfærsla á slíkum skatti er til. Þetta er allt tóm blekking Framsóknarmann og nú Sjálfstæðismanna. Og hana hefur þú kokgleypt eins og fleiri. Þessar leiðréttingar eru alfarið greiddar úr Ríkissjóði. Alveg merkilegt að fólk haldi að skattur á þrotabúin greiði þetta - skattur sem hvergi er til staðar.

Þorvaldur (IP-tala skráð) 19.5.2014 kl. 16:14

13 identicon

Sæll Axel og aðrir!

Menn hafa verið að reyna að grafa sig í skotgrafir varðandi skoðanir á þessari gríðarlegu skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar. Að sjálfsögðu sækir maður um allt slíkt.  Eftir því sem ég kemst næst þá er hámarsskuldakleiðrétting um ein og hálf milljón(er ég kannski að misskilja?). Fyrir einn vin minn sem skuldar um 18 milljónir þá er þetta nú frekar lítið og mun ekki skipta miklu máli hvað varðar upphæð afborgana af lánum á ársgrundvelli. Fyrst þegar þetta var rætt átti þetta að muna talsvert miklu ef ég man rétt. Einn vinnufélagi minn keypti einbýlishús og tók 30 milljóna króna lán og skuldar í dag 47 og er þegar búinn að sækja um leiðréttingu en segir að ef hann missi húsið þá sé skuldaleiðréttingin einfaldlega(í hans tilfelli) peningur sem rennur frá ríkinu til bankana.

Ef þetta er tilfellið þá hef ég það á tilfinningunni að þetta sé sýndarmennska til að uppfylla loforð  sem ríkisstjórnin gaf en ekki í raun til að hjálpa fólki í skuldavanda. Eftir því sem dæmin sýna að ofan mun þessi gjörningu í raun ekki hjálpa fólki í skuldavanda. En loforð er loforð.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 19.5.2014 kl. 16:28

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þorvaldur (nr. 12), útskýrðu betur fyrir okkur þessar blekkingar í fjárlagafrumvarpinu:  http://www.vb.is/frettir/99134/

Axel Jóhann Axelsson, 19.5.2014 kl. 18:27

15 Smámynd: Hörður Þórðarson

Þorvaldur 13 er óvitlaus. "ég það á tilfinningunni að þetta sé sýndarmennska til að uppfylla loforð  sem ríkisstjórnin gaf en ekki í raun til að hjálpa fólki í skuldavanda".

Auðvitað renna peningarnir með þessum hætti úr ríkiskassanum í gin bankanna. Fólk tapar eignunum en "leiðréttingin" fer í bankann eins og Þorvaldur útskýrir svo vel.

Væri ekki betra og hreinlegra, það þyrfti ekki flókið ferli og marga tugi nýrra ríkisstarfsmanna, að ríkið héldi þessum peningum og léti þá koma öllum landsmönnum til góða?

Annars skil ég ekki ennþá hvers vegna þeir sem vora að kaupa einbýlishús fyrir tugi milljóna eigi frekar að fá leiðréttingu en til dæmis þeir sem eru með vertryggð námslán.

Hörður Þórðarson, 19.5.2014 kl. 19:27

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðvitað fara allar afborganir af lánum til þeirra, banka eða annarra lánastofnana, sem veittu lánin. Það segir sig bara sjálft og ætti ekki að þurfa að ræða svo sjálfsagt atriði mikið.

Að öðru leyti er ég enginn talsmaður ríkisstjórnarinnar í þessu leiðréttingarmáli og mun því lítið reyna að útskýra það, ef fólk skilur ekki framkvæmdina.

Upphaflega færslan snerist um þá einföldu spurningu hvort margir, sem gagnrýnt hafa málið, muni láta vera að sækja um lækkun sér til handa vegna íbúðalána sinna.

Axel Jóhann Axelsson, 19.5.2014 kl. 19:52

17 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það mun enginn gefa þetta eftir og því þyggja allt sem kemur að niðurfærslu lána sinna. Enda er þetta efnahagsaðgerð til réttlætis. Þetta kostar ekki neitt og er réttlát aðgerð, öfugt við aðgerðir fyrri Ríkisstjórnar með 110 % leið fyrir suma og afskriftir fyrir aðra.

Til að fullnægja öllu réttlæti í framhaldinu þá eru þessir 80 milljarðar aftur komnir til bankanna og þá geta bankarnir  farið eftir dómum sem ku munu falla lántakendum í vil, þegar framkvæmd verðtrygginga lána  verður dæmd ólögleg skv. Neytandalögum.  Þá koma þessir 80 milljarðar til baka aftur til þeirra þjáðu og miklu meira til.

Spurningin er hvort bankarnir munu þola þessa dóma, og hvort það verði hagur landsmanna að láta bankanna falla. Ríkisstjórn þarf líklega að stilla niður eiginfjárhlutfalli bankanna í 8% eða setja þá í gjaldþrot. 

Ný Neyðarlög þurfa etv. að koma til þ.e.a.s. ef þau eldri hafa ekki fullt gildi ennþá.

Seðlabankinn (þjóðin) þyrfti að setja upp sjóð og kaupa upp öll lánasöfn til sín og þá verður Þjóðin orðin eigin hagsmunaaðili og þá mun reyna  á heiðarleika þeirra sem stjórna.

Ég er ekki bjartsýnn á þann heiðarleika eins og valdið hefur farið með völd sín á undanförnum misserum, og vilég ekki nefna nein nöfn.

Eggert Guðmundsson, 19.5.2014 kl. 20:56

18 identicon

Útskýra hvað, Axel? Ertu ekki læs? Sérðu ekki, einmitt á þessari frétt sem þú vísar í, að enginn skattur hefur verið lagður á þrotabúin og að engin útfærsla á þessum skatti er til? Þessir peningar eru ekki í Ríkiskassanum og hvernig á þá að borga með þeim? Þetta er bara blekking. Ef þú vilt meina að að svo sé ekki, útskýrðu þá fyrir okkur hvernig þú borgar reikning með peningum sem hafa hvorki verið innheimtir, enginn reikningur gefinn út fyrir, og allsendis ekki í hendi að löglegt sé að gefa hann út yfirleitt?

Þorvaldur (IP-tala skráð) 19.5.2014 kl. 21:19

19 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þorvaldur, skattar eru lagðir á seinni hluta árs eftir lögum sem í gildi eru hverju sinni. Skatturinn á þrotabúin verður því lagður á í fyrsta sinn í haust og fyrsti hluti lánaleiðréttingarinnar mun verða framkvæmdur um svipað leyti.

Ef þú skilur ekki svona einfaldan hlut, nenni ég a.m.k. ekki að útskýra þetta fyrir þér frekar.

Ert þú með verðtryggt íbúðalán og ef svo er, ætlar þú að sækja um lækkunina? Enn og aftur minni ég á að um þá spurningu snerist pistillinn.

Axel Jóhann Axelsson, 19.5.2014 kl. 21:34

20 identicon

Nei, ég er ekki með nein lán og var ekki með nein lán í hruninu. Samt borga ég með mínum sköttum þessa "leiðréttingu". En ég hélt að þú værir vitrari og betur að þér en þú reynist vera hér í tilsvörum þegar þú fullyrðir að skattur, sem engin lagastoð er fyrir og allsendis óvíst er hvort sé löglegur (fyrir utan að endanlegt uppgjör þrotabúanna liggur ekki fyrir), muni greiða reikninginn. Ef þú reyndir að fá lán í banka út á slíkar skýjaborgir þá væri umsókn þinni hafnað með það sama. Þú borgar ekki lán með peningum sem eru ekki komnir inn og langt frá því öruggt að komi nokkurn tíma inn. Að fullyrða samt að þú munir samt gera það er glórulaust með öllu og í tilfelli þessarar Ríkisstjórnar algjörlega óábyrgt.

En ég nenni svo sem ekki að munnhöggvast við menn sem skilja ekki svona einföld atriði. Þú verður bara að fá að vera með hausinn áfram í sandinum og ert þar svo sem í félagsskap fleiri sem hafa látið blekkjast.

Þorvaldur (IP-tala skráð) 19.5.2014 kl. 22:00

21 identicon

Hörður!

Málið er að eftir því sem talsmenn ríkisstjórnarinnar segja er skattur lagður á þrotabú gömlu bankana til að fjármagna þennan gjörning. Þessi peningur rennur síðan allur í nýju bankana. Er þetta ekki nokkuð lævís leið til að koma fé frá þrotabúum gömlu bankana í þá nýju og núverandi ríkisstjórn slær sig til riddara um leið. Báðir aðilar græða þ.e. bankarnir og ríkisstjórnin og eftir situr almenningur svolítið ruglaður og hugsar "átti þetta að bjarga okkur eða...?". Ég heyrði nefnilega SDG tala á síðasta ári um hversu mikið afborganir fólks gætu breyst með þessum leiðréttingum og get ég ekki séð að afborganir fólks munu breytast neitt að ráði og er ég nú sæmilega talnaglöggur einstaklingur. Eitt ber þó að hafa í huga að ég hef ekki ennþá séð neinar tölur um upphæð leiðréttinga þannig að ég bíð spenntur.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 20.5.2014 kl. 09:12

22 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þorvaldur, réttur ríkisins til skattlagningar hefur áður verið dreginn í efa og mál höfðuð fyrir dómstólum t.d. vegna auðlegðarskattsins núna nýlega.

Í flestum, ef ekki öllum, tilfellum hafa dómar fallið ríkinu í hag og Alþingi talið hafa afar rúmar heimildir samkvæmt stjórnarskrá til að leggja skatta á nánast hvað sem hugmyndsríkir þingmenn geta látið sér detta í hug að skattleggja.

Varla þarf að reikna með að þrotabú gömlu bankanna séu rétthærri gagnvart skattlagningarvaldinu en aðrir hér á landi.

Axel Jóhann Axelsson, 20.5.2014 kl. 11:09

23 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ég er á móti þessari millifærslu því ég tel þetta eina allra vitlausustu sóun á peningum ríkissjóðs sem hugsast getur.

Ef ég hefði rétt á að fá sjálfur "ókeypis" pening úr þessu myndi ég eflaust gera það, til að fá eitthvað tilbaka af þessum peningum sem ég veit að ÉG SJÁLFUR legg með einum eða öðrum hætti til.

Skeggi Skaftason, 20.5.2014 kl. 12:57

24 Smámynd: Skeggi Skaftason

Að bæta 80 milljarða skuld á ríkissjóð og dreifa til fólks með þessum hætti er vítavert. Að meðaltali andvirði einnar pizzu á mánuði, sem hvert heimili fær, þ.e. þau heimili sem fá, sem er ca. annað hvert heimili á landinu eða svo.

Fyrir þennan pening mætti í staðinn byggja nýjan Landspítala.

Skeggi Skaftason, 20.5.2014 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband