Hvenær er æra uppreist og skuld greidd?

Mikil umræða hefur skapast vegna þess klaufagangs sem upp kom vegna beiðni Baldurs Þórhallssonar til Jóns Baldvins Hannibalssonar um að vera gestafyrirlesari á námskeiði Baldurs í Háskólanum í vetur og síðan afturköllun þeirrar beiðni vegna klámbréfa Jóns Baldvins til ungrar stúlku í fjölskyldu eiginkonu sinnar fyrir allmörgum árum í sendiherratíð sinni.

Bréfaskriftirnar voru kærðar til saksóknara en fóru aldrei fyrir dómstóla þar sem sök var orðin fyrnd vegna þess hve lengi hafði dregist að leggja kæruna fram.  Jón Baldvin baðst síðar afsökunar á "dómgreindarbresti" sínum, en sú afsökunarbeiðni var aldrei tekin til greina af þolandanum og engin fyrirgefning veitt.

Rútubílstjóri var rekinn úr vinnu eftir að upp komst að hann hafði  á árum áður verið dæmdur fyrir barnaníð og þann dóm hafði hann setið af sér og ekki komist í kast við lögin eftir það, svo vitað sé.  Þetta leiðir hugann að því hvenær æra manna sé uppreist og skuld sakamanna við þjóðfélagið telst greidd.

Er skuldin uppgerð eftir að sakamaður hefur afplánað dóm sinn og á hann þá að vera laus mála og þurfa ekki að þola viðbótarrefsingar og vinnumissi jafnvel mörgum árum eftir að brot var framið og afplánun var lokið?  Er skuld við fórnarlamb uppgerð með afsökunarbeiðni þess seka, jafnvel þó fórnarlambið taki þeirri beiðni ekki vel og fyrirgefi aldrei það sem misgert var? 

Þetta eru siðferðisspurningar sem vert er að  velta vandlega fyrir sér., 


mbl.is Álykta ekki um mál Jóns Baldvins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru vægast sagt furðulegar vangaveltur hjá þér um málefni JBH.  "Sök" hans var ekki fyrnd, heldur var ekkert tilefni til ákæru.  Kæra var tilefnislaus og vísað frá.  En aðalatriðið er að öfgahópur innan HÍ hefur tekioð sér það vald að ákveða hverjir fái að kenna við HÍ og hverjir ekki.  Röksemdin fyrir því að banna JBH að kenna er alfarið byggð á tilfinningaklámi, ekki því hvort einhver meint skuld við eitthvert meint fórnarlamb hafi verið greidd að mati einhverra sem enga aðkomu höfðu að málinu.

HÍ skeit uppá bak í þessu máli, fótumtróð mannréttindi, lítilsvirti hlutverk sitt og hefur eftir þetta engann trúverðugleika og augljóst að þar er enginn faglegur metnaður til staðar.  Einhverjir virðast halda að HÍ sé uppeldisstofnun, jafnvel fræðimennirnir sjálfir, svo er ekki.  HÍ er menntastofnun, sú æðsta á Íslandi, eða á að vera það, þó hún bregðist sem slík oftast þegar á reynir.  HÍ er ekki leikskóli þar sem nemendum er pakkað inní bómull oní kassa og geymdir á öruggum sta.


Bjarni (IP-tala skráð) 5.9.2013 kl. 00:27

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í einni af bloggfærslunum um þetta mál er sagt að Jón Baldvin eigi að sætta sig við svona hlutskipti það sem eftir sé ævinnar. Það virðist afar einfalt. Upp hefur verið kveðinn lífstíðardómur yfir honum, ævilöng útlegð frá hverju því sviði samfélagsins sem dómstóllinn telur rétt að meina honum aðgang að.

Ómar Ragnarsson, 5.9.2013 kl. 01:26

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bjarni, það er rétt hjá þér að málið var ekki fyrnt heldur var því vísað frá á þeim grundvelli að bréfin voru skrifuð erlendis og móttakandinn var einnig staddur erlendis, þ.e. var skiptinemi í Venúsúela. Stúlkan mun hafa sagt að hún væri jafn óhress með þá málsmeðferð eins og bréfaskrifin sjálf. Þetta atriði var því misminni af minni hálfu en hefur nú verið rifjað upp með "Google".

Hitt er annað að þú, Bjarni, ert að gera mér upp skoðanir þar sem ég tek enga afstöðu til málsmeðferðar Baldurs Þórhallssonar, heldur varpa upp til umræðu hve lengi fólk á að þurfa að bera gamlar syndir og hvort og þá hvenær þjóðfélagið getur og má setja fólk í "ævilanga útlegð frá hverju því sviði samfélagsins sem dómstóllinn telur rétt að meina honum aðgang að", eins og Ómar orðar það og á þar auðvitað við dómstól götunnar.

Í raun og veru er það mín skoðun að hvorki bílstjórinn eða Jón Baldvin eigi að hafa þurft að þola þá meðferð sem þeir fengu í sambandi við atvinnumál sín. Pistillinn var einmitt skrifaður til að kalla fram umræður um oft á tíðum harkalega niðurstöðu "dómstóls götunnar".

Axel Jóhann Axelsson, 5.9.2013 kl. 02:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband