Ætti Ögmundur ekki að nota rauða dregilinn?

Ögmundur Jónasson, Innanríkisráðherra, ætlar að kalla forstjóra Útlendingastofnunar á teppið fyrir að láta hafa eftir sér í fjölmiðlum að hælisleitendur teldu Ísland fýsilegan kost þar sem málsmeðferð tæki langan tíma og að hér gætu þeir fengið frítt fæði og húsnæði á meðan.

Margir hælisleitendur koma hingað til lands með fölsuð vegabréf, ljúga til um aldur til þess að hljóta meðferð sem börn og margir reyna allar mögulegar leiðir til þess að komast á laun til annarra landa og einhverjum tekist það eftir ítrekaðar tilraunir.

Þrátt fyrir þessar staðreyndir ætlar Ögmundur að hirta forstjórann fyrir ummælin og segir þau ekki byggð á vísindalegum rannsóknum og sönnunum og því megi forstjórinn ekki láta skoðanir sínar á þessum málum í ljós opinberlega, þrátt fyrir að allir sem vilja sjá, sjá að forstjórinn hefur talsvert mikið til síns máls varðandi þetta vandamál.

Eðlilegra væri að ráðherrann fagnaði því að til sé opinber starfsmaður sem þorir að segja meiningu sína um þau vandamál sem stofnun hans er að glíma við.

Því væri mun réttara að Ögmundur breiddi út rauða dregilinn við ráðuneytið þegar forstjórinn mætir á teppið.


mbl.is Kallar forstjóra Útlendingastofnunar á teppið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála!

anna (IP-tala skráð) 19.1.2013 kl. 00:30

2 identicon

Tek undir þetta með þér!

assa (IP-tala skráð) 19.1.2013 kl. 00:36

3 identicon

Auðvitað fer forstjórinn með rétt mál. Málið er það að þetta passar ekki "norræna velferðarkerfinu sem Jógríma ríkisstjórn er búin að bera berja hausana á okkur við síðustu fjögur ár. Nú eru þeir á norðurlöndum (ei Finnland) að vonum sárir út í okkur að niðurlægja stefnu þeirra, með því að viðurkenna að búrið hjá okkur geti orðið tómt. Þ.e.a.s. ef við eigum að brauðfæða og klæða fólk frá löndum sem við þekkjum ekki haus eða sporð á. Nei, eins og við sjáum nú þegar á hinum norðurlöndunum þá verður vandamál af stærri gráðunni. Ögmundur veit að einhvers staðar verður að taka krónurnar,.Hvaðan ætlar hann að taka þær? Hvar verður þá skorið niður? Sjúkrahúsum, skólum eða ellilífeyrisþegum? Ætla ráðherrar að lækka sín laun eða þingmenn? Nú er mál að linni. Fólk í Svíþjóð Danmörk og í Noregi er að vakna, en það er of seint. Tuttugu árum of seint. Þetta er mín skoðun. kveðja.

jóhanna (IP-tala skráð) 19.1.2013 kl. 08:26

4 identicon

Sammála .Ég þekki líka sjálfur dæmi þess að fjórir einstaklingar lugu sig inn í landið og eru allir orðnir ríkisborgarar hér.

Ármann Birgisson (IP-tala skráð) 19.1.2013 kl. 09:14

5 identicon

Kosningavor

Ef væri bein í nefi Ögmundar þá mundi hann frekar einbeina sér að því að laga til reglurnar þannig að hægt væri að einbeina sér að raunverulegum flóttamönnum og beina tilbaka þeim sem búnir eru sækja um hæli í öðrum löndum.

Grímur (IP-tala skráð) 19.1.2013 kl. 12:30

6 Smámynd: Elle_

Ögmundur ætti að láta forstjórann alveg í friði.

Elle_, 19.1.2013 kl. 18:28

7 identicon

Ögmundur skilur nú að honum hafa orðið á mistök. Hann leitar því að blóraböggli, en það gæti orðið erfitt fyrir hann að eiga við Kristínu.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 19.1.2013 kl. 21:33

8 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hvað "rauðum" dreglum viðkemur, sem og "bláum", finnst mér Ögmundur hlaupa á sig í þessu máli eins og mörgum öðrum, sem koma þó ekki þessu viðkvæma vandamáli endilega við.

Við hjótum öll að sjá, við þessi vel vernduðu, fyrir nánast öllum ógnum heimsins , nema útrásarvíkingum, bankadólgum, spilltum stjórnmálamönnuml o.s.frv. o.s.frv. eða hvað öll okkar heimaglæpamennska er kölluð, að þetta er oftast ráðþrota fólk, í leit að betra lífi, en fáa rennir í grun um hver er hinn raunverulegi vandi er, og er í rauninni adsk. sama, og þess vegna samúðin í hlutfalli við skilninginn.

Er einhver sekur þarna?, eða saklaus?

Bergljót Gunnarsdóttir, 20.1.2013 kl. 06:20

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Forstjóri Útlendingastofnunar var ekki að ræða um flóttamenn almennt, heldur sagði hún að ýmsir hælisleitendur sem ekki væru raunverulegir flóttamenn teldu gott að koma hingað til lands vegna þess að afgreiðsla mála þeirra tæki langan tíma og á meðan fengju þeir ókeypis fæði og húsnæði og gætu jafnvel verið að vinna á "svörtu".

Auðvitað þarf að gera greinarmun á flóttafólki, sem á í miklum vanda, og fólki sem ekki er í raun að flýja annað en atvinnuástandið í heimalandinu og vill jafnvel ekki vera hér á landi til frambúðar eins og dæmin sýna af ungu mönnunum sem ítrekað reyna og tekst stundum, að komast frá landinu sem laumufarþegar með skipum og flugvélum.

Axel Jóhann Axelsson, 21.1.2013 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband