Fáránlegt að ætla að lækka laun sjómanna til að greiða hærri auðlindaskatt

LÍÚ hefur sett fram þá fáránlegu kröfu í sambandi við kjarasamninga sjómanna að laun verði lækkuð vegna hins nýja auðlindaskatts sem einmitt er að koma til framkvæmda um þessar mundir.

Sjálfsagt og eðlilegt er að útgerðin greiði sanngjarnan auðlindaskatt fyrir aðgang að fiskimiðunum, en endalaust er hægt að deila um upphæðir í því sambandi og hvað er sanngjarnt og hvað ekki.

Eins og skatturinn er álagður, er hann reiknaður af þeim hagnaði sem til verður eftir að allur kostnaður hefur verið greiddur og því algerlega fáránlegt að ætlast til þess að einn kostnaðarliðurinn verði lækkaður alveg sérstaklega til þess eins að hækka auðlindaskattinn.

Fáránlegast af öllu er þó að láta sér detta í hug að ætla að láta sjómennina greiða hluta skattsins af launum sínum, enda greiða þeir flestir háa skatta til samfélagsins án þess að njóta þjónustu hins opinbera til jafns við okkur landkrabbana.

Þó svo virðist að LÍÚ hafi sett þessa kröfu fram í fullri alvöru, verður því ekki trúað að hún nái nokkurn tíma fram að ganga.


mbl.is Leggjast gegn lækkun launa sjómanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Væri ekki eðlilegra að útgerðarmennirnir greiði þjóðinni fyrir not af auðlindinni, en ekki ríkinu?

Siggi (IP-tala skráð) 9.11.2012 kl. 18:07

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef útgerðin skellir á verkbanni nafni, hlýtur Alþingi að bregðast við á sama hátt og það hefur ítrekað gert í verkföllum sjómanna og setja lög á útgerðamenn. Verkbann útgerðarinnar hlýtur að setja þjóðina á hliðina og ógna efnahagnum ekkert síður en verkföll, að ætla mætti.

Siggi, ríkið er það ekki þjóðin?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.11.2012 kl. 18:31

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nafni, að ætla að binda flotann vegna svona fáránlegrar kröfu er nóg ástæða til lagasetningar, þannig að ekki komi til verkfalla eða verkbanns a.m.k. ekki vegna þessarar vitleysu frá LÍÚ.

Ríkið er þjóðin og þjóðin er ríkið.

Axel Jóhann Axelsson, 9.11.2012 kl. 19:14

4 identicon

Sælir.

Ef útgerðarmenn lýsa yfir verkbanni jafngildir það í mínum huga yfirlýsingu af þeirra hálfu þess efnis að þeir treysti sér ekki til að nýta auðlindina sem þeim var falin. Þar með er ríkisvaldinu skyllt að fela nýtinguna öðrum. Til dæmis með þeirri reglu að fyrir hvern þann dag sem verkbannið gildi skuli taka 1/365 af þeirra kvóta til endurúthlutunar.

Kveðjur bestar

Halldór (IP-tala skráð) 9.11.2012 kl. 23:06

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þetta er misskilningur.Sjómenn fá greitt eftir hlutaskiptakerfi.Sjómenn fá ákveðinn hlut af afla, útgerðin hinn hlutann,eins og þetta var fyrir skattinn.Eftir álagningu skattsins tekur Ríkið sér ákveðinn hlut af aflanum, og vill að útgerðin minnki sinn hlut samsvarandi.Það er fyllilega eðlilegt að útgerðin hafni því.Þar fyrir utan verður verkfall sjómanna þar sem ríkið hefur tekið af skattfría dagpeninga sjómanna,sem er sjómannaafslátturinn og krefst þess að útgerðin borgi hann.Allar stettir sem vinna fjarri heimili fá skattfría dagpeninga nema sjómenn.En að baki þessu öllu er sú staðreynd að Ríkið hefur aldrei haft veiðiréttinn og sveitarfélög við sjávarströndina geta alveg eins skilgreint hann sem eign sveitarfélaganna.Mannréttindanefnd Sameinuðuþjóðanna hefur skilgrein veiðiréttinn við strendur sem eign frumbyggja.

Sigurgeir Jónsson, 10.11.2012 kl. 17:50

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Veiðigjaldið er Landsbyggðaskattur, sem flýtir fyrir uppgjöri milli Höfuðborgarsvæðisins og Landsbyggðarinnar,þar sem landinu verður skipt upp í fylki.Höfuðborgarsvæðinu verður þá væntanlega gert skylt að afla þess gjaldeyris sem er eytt þar.

Sigurgeir Jónsson, 10.11.2012 kl. 17:54

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurgeir, hvers vegna ætti auðlindaskatturinn að skerða hlut sjómanna frekar en tekjuskattur á útgerðarfélög?

Axel Jóhann Axelsson, 10.11.2012 kl. 18:38

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hlutaskiptakerfi milli útgerðar og sjómanna byggist á hlut úr afla. Ríkið er farið að taka sér hlut úr aflanum.Veiðigjaldið,sem er veiðiskattur.gæti þess vegna allt eins heitið. veiðihlutdeildarskattu.Hann er sagður vegna nýtingar á fiskimiðum.Sjómenn taka þátt í þeirri nýtingu.Aflaskatturinn er ekki tekjuskattur.

Sigurgeir Jónsson, 10.11.2012 kl. 19:56

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er ekki rétt, Sigurgeir. Auðlindaskatturinn er reiknaður af hagnaði útgerðarfélaganna, en ekki eftir aflamagni, þ.e. gjaldið er ekki lagt á hvert kíló af veiddum afla, heldur hagnað fyrirtækjanna á svipaðan hátt og tekjuskatturinn.

Axel Jóhann Axelsson, 10.11.2012 kl. 20:26

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Skatturinn er reiknaður eftir úthlutuðum þorskígildum.Það hefur engum nema þér dottið í hug að halda því fram að aflaskatturinn sé tekjuskattur.Ef hann væri það hefði ekki þurft að leggja hann á.Ríkisstjórninni hefur ekki dottið í hug að halda því fram að þetta sé tekjuskattur.Þú kallar þetta reyndar sjálfur nýjan auðlindaskatt í upphafi greinar þinnar.

Sigurgeir Jónsson, 10.11.2012 kl. 22:42

11 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ég er er með greiðsluseðil fyrir framan mig frá sýslumanninum í Hafnafirði.Á honum stendur :Veiðigjald.Og síðan kemur sundurliðað: gjald vegna þorsks, ufsa, o.sv.framvegir.

Sigurgeir Jónsson, 10.11.2012 kl. 22:49

12 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Á að vera :framvegis.Í kílóum.

Sigurgeir Jónsson, 10.11.2012 kl. 22:52

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sigurgeir er kvótabraskari úr Sandgerði, hans sjónarmið ber að skoða í því ljósi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.11.2012 kl. 19:56

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sem útgerðarmaður ætiir þú, Sigurgeir, að vita að auðlindaskatturinn er lagður á í tvennu lagi. Fyrst er lagt á hvert kíló upp úr sjá, eftir ákveðnum reglum og síðan er "sérstakt veiðigjald" sem er reiknað af hagnaði. Þetta er allt hægt að sjá í lögunum um þennan skatt, en þar segir t.d:

9. gr.

Stofn til útreiknings á sérstöku veiðigjaldi.

Stofn til útreiknings á sérstöku veiðigjaldi er samtala reiknaðrar rentu á hvert þorskígildiskíló, annars vegar í fiskveiðum og hins vegar í fiskvinnslu. Rentu á þorskígildiskíló skal reikna sérstaklega fyrir veiðar og vinnslu botnfisks og fyrir veiðar og vinnslu uppsjávarfisks eins og nánar er kveðið á um í 10. gr.

Rentu í veiðum og vinnslu skal jafnað á afla í veiðum og vinnslu á sama tekjuári og skattframtöl sem lögð eru til grundvallar útreikningum Hagstofu Íslands byggjast á. Skal sá afli umreiknaður til þorskígilda fyrir komandi fiskveiðiár samkvæmt ákvæðum laga um stjórn fiskveiða.

Reiknaðri rentu í uppsjávarveiðum skal jafnað á þorskígildi afla í uppsjávarveiðum. Reiknaðri rentu í vinnslu uppsjávarafla skal jafnað á þorskígildi þess uppsjávarafla sem unninn var.

Stofn til útreiknings á sérstöku veiðigjaldi í uppsjávarveiðum skal vera reiknuð renta á þorskígildi í veiðum á uppsjávarfiski að viðbættri reiknaðri rentu á þorskígildi í vinnslu á uppsjávarfiski.

Reiknaðri rentu í botnfiskveiðum skal jafnað á þorskígildi afla í botnfiskveiðum. Reiknaðri rentu í vinnslu botnfisks skal jafnað á þorskígildi heildarafla viðmiðunarársins að frádregnum þeim uppsjávarafla sem fór í vinnslu, sbr. 3. mgr.

Stofn til útreiknings sérstaks veiðigjalds á þorskígildi í botnfiskveiðum skal vera reiknuð renta á þorskígildi í veiðum á botnfiski að viðbættri reiknaðri rentu á þorskígildi á vinnslu á botnfiski.

10. gr.

Reiknuð renta.

Renta reiknast sem söluverðmæti afla eða afurða að frádregnum annars vegar rekstrarkostnaði vegna veiða og vinnslu, öðrum en fjármagnskostnaði og afskriftum rekstrarfjármuna, og hins vegar reiknaðri ávöxtun á verðmæti rekstrarfjármuna.

Til söluverðmætis afla eða afurða skal telja tekjur af sölu og leigu aflaheimilda. Til rekstrarkostnaðar skal telja niðurfærslu keyptra aflaheimilda í samræmi við ákvæði skattalaga.

Söluverðmæti afla og afurða skal byggjast á upplýsingum sem Hagstofa Íslands vinnur árlega úr skattframtölum og aflar frá fyrirtækjum í fiskveiðum og fiskvinnslu, ásamt upplýsingum frá Fiskistofu, að teknu tilliti til breytinga á verðvísitölu sjávarafurða frá meðaltali þess tekjuárs sem framtölin byggjast á til 1. apríl ár hvert fyrir ákvörðun veiðigjaldsins.

Rekstrarkostnaður sem kemur til frádráttar, sbr. 1. mgr., skal byggjast á upplýsingum sem Hagstofa Íslands vinnur árlega úr skattframtölum og aflar frá fyrirtækjum í fiskveiðum og fiskvinnslu, ásamt upplýsingum frá Fiskistofu, að teknu tilliti til breytinga á vísitölu neysluverðs frá meðaltali þess tekjuárs sem framtölin byggjast á til 1. apríl ár hvert fyrir ákvörðun veiðigjaldsins.

Reiknaða ávöxtun rekstrarfjármuna, að meðtöldum birgðum, skal miða við áætlað verðmæti þeirra í lok tekjuárs, 8% í fiskveiðum, en 10% í fiskvinnslu, sem Hagstofa Íslands vinnur árlega úr skattframtölum og aflar frá fyrirtækjum í fiskveiðum og fiskvinnslu. Verðmæti skipakosts skal miða við vátryggingarverðmæti skipa eins og það er ákveðið af vátryggingafélögum að viðbættum 20% vegna búnaðar og tækja við fiskveiðar. Verðmæti fasteigna og annarra rekstrarfjármuna skal miða við bókfært verð þeirra án afskrifta, að teknu tilliti til breytinga á vísitölu byggingarkostnaðar frá meðaltali tekjuárs skattframtals til 1. apríl næst fyrir ákvörðun veiðigjaldsins.

Axel Jóhann Axelsson, 13.11.2012 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband