Hefndin er sæt

Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, hefur undanfarna daga verið í krossferð gegn Sveini Arasyni, ríkisendurskoðanda, og ætlar sér greinilega að bola honum úr starfi.

Tilefnið er skýrsludrög um rannsókn ríkisendurskoðunar á bókhalds- og mannauðskerfi ríkisins, sem greinilega hefur verið meingallað, a.m.k. til að byrja með, sem dagaði uppi hjá ríkisendurskoðun og virðist hafa gleymst í kerfinu, bæði af þeim sem báðu um skýrsluna og hjá ríkisendurskoðun.

Þrátt fyrir að slíkur trassaskapur sé ámælisverður hefur stríð Björns Vals gegn ríkisendurskoðanda vakið furðu og eitthvað þótt byggja að baki annað en trassagangur þings og ríkisendurskoðunar vegna þessarar skýrslu.

Viðhangandi frétt skýrir líklega hvað að baki þessum stríðsrekstri býr, en það er harðorð gagnrýni ríkisendurskoðunar um ýmsar gerðir og starfshætti ráðherra VG á stjórnartíma núverandi ríkisstjórnar.

Allt bendir því til þess að hér sé um að ræða hefndaraðgerðir ráðherra VG og eins og venjulega sé Birni Val beitt í skítverkin.


mbl.is Erfið samskipti við ráðherra VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið hjartanlega er ég sammála þér

Grímur (IP-tala skráð) 1.10.2012 kl. 20:42

2 identicon

http://www.amx.is/fuglahvisl/16320/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.10.2012 kl. 20:52

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er einhver skítalykt af þessu.  Björn Valur átti í erfiðleikum í kvöld með að afsaka hegðum meirihluta fjárlaganefndar.  Vonandi springur þetta í andliti þeirra í VG.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.10.2012 kl. 21:21

4 Smámynd: Hermann

Shiet hvað fólk er......

Björn valur hefur ekkert verið gagnrýndur persónulega af Sveini og Sveinn er að nota krakka taktíkina þ.a.e.v bendir á annað minna til að losna undan ásökunum.

Það er augljóst af hverju þetta hefur dregist og Sveinn á bara að segja af sér strax og létta af sér.

Axel, af hverju telur þú að Sveinn hafi dregið það að skila skýrslunni inn?

a) Hann gleymdi að skila henni inn

b) Hann vildi ekki að neinn kæmist að því að hann hafi verið stela peningum

c) ?_______________________________________________________________________

Hermann, 1.10.2012 kl. 21:29

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hermann, ekki þekki ég nokkurn skapaðan hlut til Sveins eða gjörða hans, né hvers vegna Alþingi og þingmenn höfðu engan áhuga á að ganga eftir þessari ákveðnu skýrslu.

Hins vegar ert þú með ótrúlega grófar aðdróttanir um Svein, þ.e. að hann hafi stolið peningum. Slíkt er auðvitað lögreglumál og þú verður að upplýsa um hvaða peninga þú ert að væna hann um að hafa stolið. Ef þetta er tóm lygi hjá þér varðar það líka við lög að bera slíkt á fólk.

Þér hreinlega ber skilda til að upplýsa þetta mál og koma fram með þær sannanir sem þú hlýtur að hafa undir höndum.

Axel Jóhann Axelsson, 1.10.2012 kl. 21:51

6 Smámynd: Hermann

Axel, þú ert alger snillingur.

Ég spurði þig spurningar og gaf þér valmöguleika a) b) eða C), það væri frábært ef þú gætir sagt mér þína skoðun á hvers vegna hann er ekki enn búinn að skila inn skýrslunni.

Persónulega veit ég ekki hvers vegna hann er ekki búinn að skila skýrslunni inn en það kemur væntanlega í ljós von bráðar :)

Hermann, 1.10.2012 kl. 22:05

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það deilir enginn um það að drátturinn á því að skila skýrslunni er skandall.  Hitt er svo allt annað mál, að ríkisendurskoðun hefur verið að gefa álit og fara yfir ríkisrjármál öll þessi ár og þar hefur ekki borið skugga á, nema að ýmsir framámenn til dæmis Vinstri grænir hafa fengið á sig ákúrur vegna lélegrar stjórnssýslu.  Það þarf að skilja þarna á milli, sérstaklega í ljósi þess að forstöðumaðurinn er ekki einn þarna innan dyra, þarna starfa fjömargir og öll þeirra vinna er tekinn niður rétt si sona, á forsendum sem til dæmis Björn Valur getur ekki úrskýrt svo trúverðugt sé. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.10.2012 kl. 22:21

8 identicon

Axel,

Það vekur náttúrulega furðu þína ef menn eru teknir í karphúsið fyrir að hylma yfir ljótri skýrslu þar sem fram kemur að mikil sjálftaka úr ríkiskassanum hefur verið í gangi í mörg, mörg ár.
Það er nema von að þú sért hlessa á þessu öllu saman enda erum við ekki vön því Íslendingar að menn standi sig í stykkinu. Eigum við ekki bara að fyrirgefa Ríkisendurskoðanda "trassaskapinn" af því að við erum vön svona vinnubrögðum í gegnum tíðina ?

Ótrúlegt hvað þið eruð mörg sem vonið að Ríkisendurskoðandi komist upp með svona vinnubrögð. Lifi gamla Ísland !

Fréttin sem þú tengir við færsluna Axel, er greinilega pöntuð úr Valhöll; svo augljóslega.

Hermann; flott komment hjá þér !

Láki (IP-tala skráð) 1.10.2012 kl. 22:32

9 Smámynd: Benedikta E

Gæti það verið ótti sem rekur v.g félagana áfram af slíku offorsi - hvað er það sem þeir óttast - fram til þessa hafa þeir ekki borið hag þjóðarinnar fyrir brjósti svo ekki er það  sem veldur offorsinu -

Er það Sveinn sem þeir óttast - á ríkisendurskoðandi eitthvað vantalað við þá fóstsræður Björn Val og Steingrím Joð - Birni Val hefur verið úthlutað verkefni í þessu "djöfullega máli " það er augljóst - hann beitir sér á sérstakann hátt þegar hann á að láta til sín taka og þá er líka stutt í að það fjari undan honum.

Svo verður það bara að segjast að eftir því sem umræðan verður meiri þá gæti farið að flettast ofan af uppljóstraranum - Hver er sá ?

Benedikta E, 1.10.2012 kl. 22:55

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega þegar vitað er að Björn Valur hafði þessa skýrslu undir höndum, enginn veit hve lengi, í stað þess að hann færi með hana beint inn í Fjármálaráð, ákvað hann að koma henni í Kastljósið, er það sú aðferð sem við viljum láta hlutina ganga?  'Eg segi nei.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.10.2012 kl. 23:00

11 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Bíðum nú við hefur Ríkisendurskoðandi ekki tíma fram að næstu mánaðarmótum til að skila skýrslunni eins og staðan er í dag og það er staðreynd sem er svo ekki mikið vantraust um að ræða þá til hans frá Forseta Alþingis...

Ríkisendurskoðandi hefur unnið vel og var ekki verið að segja að það væri búið að skila yfir 200 skýrslum það sem af er ári frá honum.

Hann er með mikla yfirsýn yfir fjárhag okkar þjóðarinnar og getu út frá henni.

Björn Valur lýsir yfir miklu vantrausti á manninn, og það það miklu vantrausti að hann neitar að láta aukafjárframlögin í hans hendur sem er náttúrulega mjög alvaralegt útaf fyrir sig en hversvegna Björn Valur neitar að gera svo þarf hann að útskýra betur vegna þess að dráttur á einni skýrslu sem hann sjálfur er samt sem áður búinn að vita um allan tímann er ekki ástæða til þess að vantreysta Ríkisendurskoðanda til þess að fara yfir aukafjárlögin mundi ég ætla...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 1.10.2012 kl. 23:09

12 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ásthildur ég er innilega sammála þér með að svona vinnubrögð eigum við Íslendingar ekki að sætta okkur við og hvað þá Alþingi sem virðist ekki sína nein viðbrögð við þessu til þess að gera nema stjórnarandstaðan...

Benedikta þetta er allavega ekki eins og ætti að vera og Ríkisendurskoðandi búinn að benda á að ólíðandi sé að fyrrverndi Fjármálaráðherra Steingrímur Jóhann Sigfússon hafi notað grísku leiðina...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 1.10.2012 kl. 23:17

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ingibjörg þetta eru nákvæmlega viðbröð sem við viljum ekki sjá hjá siðmenntuðu fólki og alls ekki hjá kjörnum fulltrúum sem eiga að vinna fyrir okkur í stjórnsýslunni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.10.2012 kl. 23:29

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Huglausir nafnleysingjar, eins og Hermann og Láki, sem nota nafnleyndina til að ráðast að fólki með svívirðingum, eiga ekki skilið að fá nein svör við aðdróttunum sínum. Þess vegna verður ekki eytt plássi í svör til þeirra, enda ekki hægt að rökræða við fólk sem ekki þorir að standa við orð sín og kemur fram í felubúningum.

Axel Jóhann Axelsson, 1.10.2012 kl. 23:47

15 identicon

Höfum þetta bara eins og áður fyrr. Ef einhver Ríkisstofnun kom fram með eitthvað óþægilegt, eða eitthvað sem ekki hentaði stjórnvöldum, innmúruðum eða Bláu Höndinni, var sú stofnun umsvifalaust lögð niður með manni og mús. Gamla góða Ísland.

Dexter Morgan (IP-tala skráð) 2.10.2012 kl. 07:54

16 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Það breytir því ekki að ríkisendurskoðandi hefur verið með slóðahátt ,hvað sem hver segir og hvers vegna er það? Ekki er hægt að kenna framkvæmdarvaldinu eða þinginu um slóðahátt hjá ríkisendurskoðanda ,einnig má benda á það að málið er miklu eldra en svo ,hvort sem um núverandi eða fyrrverandi er að sakast.Það er ekki hægt að vera alltaf að benda einhverja aðra þega slóðahátturinn er hjá manni sjálfum.Embættismannakerfið á Íslandi þarf að skoða í heild sinni ,hvernig það er uppbyggt,hvernig er tryggt að eftirlit er með þeim eins og hverjum öðrum,embættismenn sitja en þingmenn og ráðherrar koma og fara.Við skulum átta okkur á því að embættismenn hafa töluverð völd.'i raun ætti að róttera æðstu embættismönnum eftir einhvern X tíma á sama stað.Ég held að menn ættu að nota tækifærið og ræða þessi mál af skynsemi en ekki með einhverjum upphrópunum og kenna um einhverum og einhverjum ,menn verða að bera ábyrgð á gjörðum sínum og axla þá ábyrgð. Það þarf hugrekki til að horfast í augu við mistök og afleiðingar þeirra.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 2.10.2012 kl. 09:01

17 identicon

Fjársveltar stofnanir eru ekki líklegar til að skila miklu

Wilfred (IP-tala skráð) 2.10.2012 kl. 09:15

18 identicon

Mér finnst ótrúlegast af öllu að menn séu að reyna að verja slúbbana í Ríkisendurskoðun/Fjársýslu. Fyrir þessu eru hugsanlega 2 ástæður
1 Gúbbarnir eru í sjálfstæðisflokk.. og sjálfstæðisasaiuðir jarma
2 Menn þekkjast persónulega
Það er eitthvað meira og það er skítalykt af þessu öllu

DoctorE (IP-tala skráð) 2.10.2012 kl. 11:32

19 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Það sem stingur í augun, er að þessi eina skýrsla sem bræður Sveins koma við sögu í, skuli fokkast upp.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 2.10.2012 kl. 12:38

20 identicon

Axel, getur þú bent mér á hvar ég var með svívirðingar í innleggi mínu ?

Annars tek ég undir með DoctorE. Ótrúlegt að sjá sum ykkar vera að verja Ríkissaksóknara í þessu máli. Viljið þið virkilega þessa spillingu áfram ? Ætluðum við ekki að taka til hendinni og uppræta hana ?

Það sem Ásthildur Cesil segir er enginn fótur fyrir (að Björn Valur hafi komið skýrslunni í Kastljós) en henni virðist alveg sama þótt hún fari með ósannindi = Gróa á Leiti í öllu sínu veldi.

Láki huglausi.

Láki (IP-tala skráð) 2.10.2012 kl. 12:56

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Láki minn, Sveinn staðhæfði að enginn hefði fengið skýrsluna í hendur, hann sagði líka að hann væri viss um að enginn starfsmaður stofnunarinnar hefði lekið henni.  Og af hverju hefði það átt að gerast einmitt núna?  Það er sannað að Björn Valur var með skýrsluna undir höndum þegar fundurinn var haldinn í Fjárlaganefnd einn nefndarmanna.  Þetta er því ekki gróusaga heldur leiddar líkur að því sem er sennilegast að hafi gerst.   Og ég held að flestir hafi þá skoðun líka, þeir sem eru ekki með vinstri græn flokksgleraugu að minnsta kosti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2012 kl. 13:13

22 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvers vegna ætlar Björn Valur að bola ríkisendurskoðanda úr starfi?

Er ríkisendurskoðandi ekki bara yfirmaður fjölskipaðrar stofnunar?

Þarf BVG að losna við þennan mann vegna einkahagsmuna sinna eða pólitískra hagsmuna?

Er ennþá hægt að smíða kjánalegar samsæriskenningar handa pólitískum  uppeldisbörnum?

Ríkisreikningar eru opinber plögg og vinna/niðurstöður sömuleiðis.

Hundleiðinlegur maður BJG en er ég einn um að sjá hvernig hann velti konubjálfanum henni Ragnheiði R. kollhnís í Kastljósi gærdagsins?

Fyrsta skiptið sem ég hef séð hana vandræðalega.

Stjórnandi sá að hverju dró og vægði blessaðri konunni með því að slíta þættinum.

Árni Gunnarsson, 2.10.2012 kl. 17:31

23 identicon

Ásthildur Cesil. 

Ég hef ekki hugmynd um hvort að BVG var með skýrsluna á fundi Fjárlaganefndar eða ekki sem n.b. var haldinn DAGINN EFTIR Kastljósþáttinn. Ég man ekki betur en að í lok þess þáttar hafi verið sagt að skýrslan væri komin á netið á ruv.is !

Það voru því hæg heimatökin að nálgast hana þar fyrir hvern sem er. Þetta sannar því nákvæmlega EKKERT hver kom skýrslunni í Kastljós enda er það algjört aukaatriði í málinu. Sá sem kom skýrslunni í Kastljós er hugrökk hetja en innhald skýrslunnar er aðal atriðið.

Láki (IP-tala skráð) 2.10.2012 kl. 21:05

24 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Eruð þið ekki að grínast hérna ?  Er ekki einu sinni samstaða um að koma í veg fyrir að skattpeningum okkar sé eytt í tóma vitleysu ? 

Anna Einarsdóttir, 2.10.2012 kl. 22:22

25 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held að allir séu sammála um að hér þarf að taka í neyðarhemilinn Anna.  Það er eingöngu að minni hyggju verið að ræða hvort nota á þetta mál til framdráttar ríkisstjórninni sem hefur vitað um málið alla sína ríkisstjórnartíð og Samfylkingin gott betur eða frá aldamótum.  Þetta hefur komið fram í hverjum fjárlögum síðan, svo það ætti ekki að koma á óvart. 

Láki Björn Valur var einn með þessa skýrslu á fundinum, enginn annar hafði hana, það má alltaf nota blinda augað ef þarf að horfast í augu við óþægilega staðreynd.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2012 kl. 22:37

26 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ásthildur. 
Hvernig væri að horfa aðeins jákvætt á staðreyndir og sjá að Björn Valur hefur engra hagsmuna annarra að gæta en hagsmuna okkar skattgeiðenda.  Ætti hann ekki bara að fá hrós fyrir það ?

Anna Einarsdóttir, 2.10.2012 kl. 23:03

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er alveg sammála þér í þessu máli, Axel Jóhann, og hef verið frá upphafi.

Skítalyktina leggur af þessu máli hans Björns Vals, jafnvel langt út á sjó.

Jón Valur Jensson, 3.10.2012 kl. 01:22

28 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og það er alveg sama hvað Anna þessi er sæt, hún á ekki að vera svona einföld!

Jón Valur Jensson, 3.10.2012 kl. 01:25

29 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Anna ef hann hefði hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi hefði hann hreinlega farið með skýrsluna beint á fund með fjárlaganefnd og krafist þess að fá þetta allt upp á borðið þaðan.   Vikið ríkisforstöðumanninum og gengið hreint til verks um að leiðrétta þessar ranggerðir.  Þær eru enn í gangi eftir því sem ég best veit og nú er komin önnur og verri skýrsla, það er bara mjálmað, en ekkert gripið til úrræða.  Skýrr hefur greinilega brotið allar reglur og auðvelt ætti að vera að setja þessum samningum upp og krefnast skaðabóta.  En það er ekki gert, heldur bara sett í fjölmiðla og vælt svo.  Hver ætli hafið nú valdið til að stöðva þessi ósköp?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2012 kl. 11:35

30 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við dettum alltaf ofan í meðvirkina og sjáum ekki það sem í kring um málin er, þess vegna er svo auðvelt að þyrla upp ryki og láta okkur óskapast, meðan ekkert er gert til að lagfæra hlutina.  Af hverju er ekki búið að segja SKýrr upp margbrotnum samningum? og á þessu fjárlagaári á að borga þeim hvað 900 milljónir ofan á all hitt.  Er þetta í lagi?  Ég segi nei.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2012 kl. 11:37

31 identicon

Ásthildur; Yfirmaður Ríkisendurskoðanda er Forseti Alþingis. Hann verður að reka Ríkissaksóknara, hann einn hefur vald til þess.

Láki (IP-tala skráð) 3.10.2012 kl. 17:27

32 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ásthildur.  Í mínum huga er málið einfalt;  Fyrirtæki úti í bæ er að blóðmjólka ríkissjóð án þess að láta á móti þá vöru og þjónustu sem greitt er fyrir (nema að litlum hluta).  Sem skattgreiðandi finnst mér það óþolandi.  Formaður fjárlaganefndar er sammála mér um að svona vinnubrögð eigi ekki að líðast.  Ríkisendurskoðandi hefur ekki getað svarað því hvers vegna skýrsla um málið - sem hefði upplýst alla, þ.á.m. fjárlaganefnd - var sett ofan í skúffu.  Ríkisendurskoðandi er rúinn trausti og nú er beðið eftir viðbrögðum yfirmanns hans vegna þessa máls.  Vonandi verður hann látinn axla ábyrgð - þótt það sé vissulega ekki í tísku á Íslandi.

Anna Einarsdóttir, 3.10.2012 kl. 17:41

33 identicon

Ásthildur; Ég sé líka í kommenti þínu nr. 30 að þú ert alveg sammála Birni Val. Hann vill og er að reyna að stoppa þessa vitleysu alveg nákvæmlega eins og þú.
Ég skil ekki alveg af hverju þú ert á móti því að menn vilji koma í veg fyrir svona sjálftöku úr ríkiskassanum eins og Skýrr hefur stundað en samt viltu að það sé stoppað.

Láki (IP-tala skráð) 3.10.2012 kl. 17:41

34 identicon

Ásthildur; Ég sé í athugasemd þinni nr. 30 að þú ert alveg sammála Birni Val. Hann vill stoppa sjálftöku Skýrr úr ríkiskassanum og er að vinna í því og þú ert honum bara alveg sammála.

Hvað er þá málið ?

Láki (IP-tala skráð) 3.10.2012 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband