AlmannaTRYGGINGAR eiga að standa við sitt eins og tryggingakaupandinn

AlmannaTRYGGINGAkerfið heitir svo vegna þess að almenningur greiðir iðgjald til þess alla sína starfsævi með sköttum sínum og skyldur beggja aðila hljóta að vera jafn ríkar, þ.e. tryggingatakans til að greiða iðgjöldin og tryggingasalans til að greiða út tryggingabæturnar, þegar tryggingatakinn þarf á þeim að halda.

Undanfarin ár hafa bætur úr almannaTRYGGINGAkerfinu verið skertar svo tugum milljarða nemur og hafa tyrggingatakarnir því verið hlunnfarnir sem því nemur, hvort sem um ellilífeyrisþega eða örorkulífeyrisþega hefur verið að ræða.

Nú er sagt að það muni kosta ríkissjóð marga milljarða að skila til baka því sem af tryggingatökunum hefur verið tekið á undanförnum árum og látið líta út fyrir að það verði gríðarleg blóðtaka fyrir ríkissjóð.

Í raun er eingöngu verið að standa skil á þeim tryggingum sem fólk hefur keypt sér og greitt fyrir fullu verði og því alger blekking að gefa í skyn að um mikla fórn sé að ræða af hálfu tryggingasalans.

Tryggingasalinn, í þessu tilfelli ríkissjóður, hefur verið að hlunnfara viðskiptavini sína í mörg ár og tími til kominn að hann láti af þeirri brotastarfsemi.


mbl.is Breytingar kosta marga milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú hefur stór hluti þeirra sem þyggja bætur úr þessu kerfi aldrei greitt neitt iðgjald, skatta eða annað. Sé þetta eins og þú heldur fram þá ætti að hætta öllum greiðslum til þeirra og greiða bara í samræmi við iðgjaldagreiðslur fyrri ára. Þannig fengju þeir sem greitt hafa hæstu skattana mest og þeir sem ekkert hafa greitt ekkert.

Öryrkjar og tekjulitlir hafa greinilega verið að mjólka almannatryggingakerfið í mörg ár og þegið þar óverðskuldaðar bætur. Og tryggingasalinn hefur verið að hlunnfara þá viðskiptavini sína sem mest hafa greitt en lítið sem ekkert fengið og tími til kominn að hann láti af þeirri brotastarfsemi.

sigkja (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 12:07

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

AlmannaTRYGGINGAkerfið er sameiginleg trygging, rétt eins og venjuleg tryggingafélög eru samtryggingarkerfi. Margir greiða iðgjöld til tryggingafélaganna, t.d. vegna bíla, faseigna og innbús, án þess að verða nokkru sinni fyrir tjóni og þá renna iðgjöldin til þeirra sem verða fyrir tjónunum og þurfa á bótum að halda. Enginn talar um að fá endurgreidd iðgjöldin frá tryggingafélögunum þó tjónlaus sé.

Sama gildir um sameignarlífeyrissjóðina, sumir greiða miklu meira til þeirra en þeir fá til baka í lífeyri en aðrir fá mun meira út úr þeim en iðgjöldunum nemur. Því væri réttara að tala um þá sem lífeyrisTRYGGINGAfélög, en ekki lífeyrisSJÓÐI. Allt annað lögmál gildir um séreignarlífeyrissjóðina því þar safnar fólk innistæðu á sína eigin kennitölu og því eru þeir líkari venjulegum bankareikningum, enda rennur ekkert úr þeim til annarra en þeirra sem í þá greiða.

Axel Jóhann Axelsson, 27.6.2012 kl. 12:18

3 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sæll Axel, þessi sigkja felur hver hann er af þeim ástæðum sem við getum lesið á blogginu. Hvað um það, ekki allir eru með á nótunum hvernig almanna kerfið virkar. Ég var í apóteki í 2008  til að skila lyfjum sem ekki virkuðu eins og til var ætlast. Mótmælt apótekarinn þessu harðlega, en þegar kona við hliðina á mér hafði sömu reynslu á lyfinu þá sagði hann að það væri bara örfáir sem þetta samheitalyf  ekki virkaði á en þá voru aðrir fimm sem kölluðu að þeir hefðu sömu reynslu. Fékk ég þá lyfið orðalaust afgreitt. Fréttablaðið í dag er með frétt einmitt um þetta og þarna kemur fram þessi mismunun á lyfjamerkjum Ódíari lif eru greidd niður að fullu, en betri, dírari lif verður kaupandinn að borga fullt verð fyrir. Sjá nú allir hve vitlaust þetta kerfi er, en auðvitað ætti að borga niður betri lyfin eins og hin og líka að þessi lyf voru niðurgreidd áður en virkningslausa lyfið kom á markaðinn. Tel ég að ekki sé rétt að farið með val á lyfjum sem á að niðurgreiða. Af hverju eru þau ódírari? jú vegna rannsóknakosnaðar sem óvirka lyfið hefur ekki þurft að kosta! En er það ekki einmitt ástaðan?

Eyjólfur Jónsson, 27.6.2012 kl. 13:07

4 identicon

Sæl/l sigkja!!

Það er greinilegt að þú ert einn af þeim sem lítur niður á öryrkja, heldur þú virkilega að fólk sækist eftir því að verða öryrkjar, kannski á miðri starfsævi???

Nei minn kæri það gerir enginn, og að láta svona sjást á netinu að öryrkjar séu að mjólka almannatryggingakerfið, því líkt og annað eins rugl!!

Myndir þú sækjast eftir því að hafa littlar 250.000 kr á mánuði?? Nei ég held ekki og ég tala nú ekki um þegar að lágmarkslaun er svo miklu hærri, nei það sem hefur verið að gerast er það að það er búið að brjóta svo illilega á öllum bótaþegum að það hálfa væri nóg!! Vonandi hefur þú eitthvað hærri tekjur en lágmarkstekjur, ég er viss að þú og aðrir sem að líta niður á öryrkjana gætuð ekki lifað einn dag af þessum svo kölluðu öryrkjabótum sem að þeim eru skammtaðar!!!!

Pallinn1 (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 16:48

5 identicon

Ég var einfaldlega að benda á það að almannatryggingakerfið er ekki kerfi þar sem "iðgjaldagreiðslur" skapa einhvern rétt eða skapa einhverjar skyldur. "Tryggingatakarnir" eru ekki hlunnfarnir og ekki er um brotastarfsemi að ræða þar sem ekki er verið að "skila til baka því sem af tryggingatökunum hefur verið tekið á undanförnum árum". Ekkert hefur verið af "tryggingatökum" tekið sem einhvers konar iðgjald. 

En ef fólk telur að;

-"AlmannaTRYGGINGAkerfið heitir svo vegna þess að almenningur greiðir iðgjald til þess"----"skyldur beggja aðila hljóta að vera jafn ríkar, þ.e. tryggingatakans til að greiða iðgjöldin og tryggingasalans til að greiða út tryggingabæturnar"----"Í raun er eingöngu verið að standa skil á þeim tryggingum sem fólk hefur keypt sér og greitt fyrir fullu verði"----"

Þá á fyrra svar mitt fullkomlega við. Við getum varla sagt að einhverjar "iðgjaldagreiðslur" veiti okkur réttindi og skapi ríkinu skyldur án þess að halda því fram að á ríkinu hvíli engar skyldur þegar ekkert "iðgjald" er greitt.

En ef almenningur er sameiginlega að borga þessar "iðgjaldagreiðslur" eftir efnum og aðstæðum þá ætti það sama að gilda um útgreiðslurnar, ríkið greiði eftir efnum og aðstæðum.

Skyldur beggja aðila verða þá jafn ríkar, þ.e. tryggingatakans til að greiða iðgjöldin eftir efnum og aðstæðum og tryggingasalans til að greiða út tryggingabæturnar eftir efnum og aðstæðum.

Sé fólk ósátt við útgreiðslurnar þá er bara að heimta að fá að borga hærri skatta. Potta og pönnur á Austurvöll "HÆRRI SKATTA STRAX".

sigkja (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 19:16

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta er þvílíkt bull að það er varla svaravert. Auðvitað er aðeins hluti skattanna "iðgjald" til almanntatryggingakerfisins og eins þarf að skilja tilganginn með slíku kerfi til að geta rökrætt það af viti og greinilegt er að sigkja er greinilega algerlega laus við að búa yfir nokkrum lágmarksskilningi á tryggingum og hvað þá almannatryggingum.

Hér á árum áður greiddu allir t.d. "iðgjöld" til sjúkratrygginga í gegn um sjúkrasamlög, en síðan var því fyrirkomulagi breytt og "iðgjöldin" innheimt með sköttum. Að sjálfsögðu hefur engum dottið í hug að allar skattgreiðslur allra einstaklinga séu eingöngu til að standa undir heilbrigðiskerfinu eftir þá breytingu. Hins vegar fá einstaklingar ákaflega misjafnlega mikið "til baka" úr því kerfi og fer það auðvitað eftir heilsufari hvers og eins. Þeir heilsuhraustu fá lítið sem ekkert "til baka" en það fá þeir sem við veikindi eiga að stríða hinsvegar.

Skyldi sigkja álíta að sjúklingar séu að mergsjúga heilbrigðiskerfið?

Axel Jóhann Axelsson, 27.6.2012 kl. 19:43

7 identicon

Nei, sigkja álítur ekki að sjúklingar séu að mergsjúga almannatryggingakerfið, öryrkjar eða aldraðir. Enda er þetta kerfi gert fyrir þá og byggist ekki á neinum "iðgjaldagreiðslum" sem bréfritari virðist telja að veiti einhvern rétt.

"AlmannaTRYGGINGAkerfið heitir svo vegna þess að almenningur greiðir iðgjald til þess alla sína starfsævi" er þvæla.

"Í raun er eingöngu verið að standa skil á þeim tryggingum sem fólk hefur keypt sér og greitt fyrir fullu verði " er þvæla.

"Tryggingasalinn, í þessu tilfelli ríkissjóður, hefur verið að hlunnfara viðskiptavini sína í mörg ár og tími til kominn að hann láti af þeirri brotastarfsemi." er þvæla.

sigkja (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 22:12

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki nenni ég að elta ólar við þvælu rugludalla, sem þora ekki einu sinni að gangast við sjálfum sér en ausa úr sínum andlegu hlandkoppum úr launsátri nafnleyndarinnar. Að ekki sé talað um þegar sama dellan er síendurtekin.

Axel Jóhann Axelsson, 27.6.2012 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband